Fréttablaðið - 28.05.2011, Side 14
16 28. maí 2011 LAUGARDAGUR
Af samviskusemi og elju hafa starfsmenn Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma und-
anfarin misseri unnið að flokkun
sorps. Flokkunin beinist fyrst og
fremst að málmum, plasti, gleri,
óendurvinnanlegum efnum og síð-
ast en ekki síst lífrænum úrgangi.
Einnig hefur rafhlöðum og kerta-
vaxi verið komið í endurvinnslu.
Undanfarin 11 ár hefur allur garða-
úrgangur verið settur í jarðgerð
sem fram fer á staðnum og molt-
an sem til verður er notuð í rækt-
un og umhirðu garðanna. Þótt rusl
sé flokkað eftir bestu getu fylgir
kannski ekki mikil ánægja allri
vinnunni við verkin sjálf en árang-
urinn er mjög ánægjulegur.
Öll förgun á sorpi verður dýr-
ari með hverju árinu og sorpfjöllin
hlaðast upp á sorphaugum sveitar-
félaganna. Tilmæli frá opinberum
aðilum eru skýr: flokkun og endur-
vinnslu sorps verður að auka og
förgun að minnka! Hjá kirkjugörð-
unum hafa á undanförnum miss-
erum sparast umtalsverðir fjár-
munir með aukinni flokkun og
endurvinnslu. En betur má ef duga
skal.
Aðstandendur látinna sem koma
í kirkjugarðana til að hirða um
leiði ástvina og ættingja sinna hafa
gjarnan meðferðis blóm, ýmsar
skreytingar eða kerti sem nýtast
þeim við að prýða leiði og heiðra
minningu hins látna. Einnig hafa
aðstandendur meðferðis ótrúlega
mikið af allskonar umbúðum sem
þeir þurfa að losa sig við. Umbúðum
og gömlum skreytingum sem áður
hefur verið komið fyrir á leiðum er
þá gjarnan kastað í ruslaílát í görð-
unum. Mikilvægt er að aðstandend-
ur leggi sitt af mörkum við flokkun
úrgangs í görðunum. Til þess að það
gangi eftir þurfa þeir helst að vera
meðvitaðir um það hver tilgangur-
inn er með flokkuninni og að kynna
sér þær merkingar sem eru á ílát-
um undir úrgang í görðunum. Einn-
ig er mikilvægt að aðstandendur
takmarki allt það magn af umbúð-
um sem þeir flytja með sér bara til
þess eins að kasta í ruslið.
Þess ber að geta að vissulega eru
margir þeirra sem koma í kirkju-
garðana meðvitaðir um það hvernig
flokkun úrgangs er háttað og eiga
þeir þakkir skildar sem gera eins
og ætlast er til.
Hér með er þeim vinsamlegu til-
mælum beint til aðstandenda sem
þurfa að losa sig við rusl í kirkju-
görðunum að gera það samkvæmt
merkingum á ílátum og umfram allt
að takmarka allt umbúðafarganið.
Hafa ber í huga að það að kasta
rusli hefur kostnað í för með sér.
Flokkum rusl!
Í þremur greinum í Frétta-blaðinu 17. marz og 9. og 15.
apríl sl. ber Sigurður Líndal
sakir á Alþingi fyrir að skipa 25
manna stjórnlagaráð, sem feng-
ið hefur það verkefni – í stað
stjórnlagaþings – að semja lýð-
veldinu stjórnarskrá. Í síðustu
grein sinni, „Um leikmenn og lög-
spekinga“, endurtekur hann stað-
hæfingar úr grein sinni í Frétta-
blaðinu 15. apríl sl:
„Nú liggur fyrir þingsálykt-
un um að skipa 25 manna stjórn-
lagaráð (hún var síðar samþykkt)
og binda skipun þeirra og vara-
manna við þá sem hlutu kosn-
ingu til stjórnlagaþings eða með
öðrum orðum binda kjörið við hóp
manna sem hlutu ógilda kosningu
og eru því umboðslausir. Með
þessu er Alþingi í reynd að fella
ákvörðun Hæstaréttar úr gildi og
ganga inn á svið dómsvaldsins.
Jafnframt virðir Alþingi ekki þrí-
skiptingu ríkisvaldsins og brýt-
ur þannig gegn stjórnarskránni
eða að minnsta kosti sniðgeng-
ur hana. Um leið ómerkir þingið
eigin ákvörðun um að fela Hæsta-
rétti endanlegt ákvörðunarvald.
Ekki bætir úr þótt einhverjar
málamyndabreytingar hafi verið
gerðar á hlutverki stjórnlaga-
ráðs frá því sem ákveðið var um
stjórnlagaþing.“
Sigurður Líndal finnur stjórn-
lagaráði allt til foráttu. En athygli
vekur, hversu órökréttar og ólög-
fræðilegar ályktanir hans eru.
Hann ber lögfræðingstitil, en
skrif hans geta varla kallazt
annað en lýðskrum. Hann talar
niðrandi um þá menn sem skip-
aðir hafa verið í stjórnlagaráð,
alveg eins og þeir hafi ekki hreint
mannorð eftir ógildingu Hæsta-
réttar á kosningunni til stjórn-
lagaþings. Sú er auðvitað ekki
raunin. Jafnframt talar hann
eins og með skipun stjórnlaga-
ráðs hafi verið vegið að virðingu
og sjálfstæði Hæstaréttar og þar
hafi verið brotið gegn stjórnar-
skrá lýðveldisins. Sú er auðvitað
ekki heldur raunin. Öll bera skrif
hans keim af skinhelgi, þar sem
hann lætur sem hann sjálfur sé
hinn grandvari og löghlýðni borg-
ari, er sýnir lögum, stjórnarskrá
og Hæstarétti tilhlýðilega virð-
ingu. Hann kveðst „láta lesend-
um eftir að leggja mat á framan-
greind skrif“ sín. Sjálfsagt er að
þiggja þetta boð hans. Brigzl hans
í garð Alþingis og stjórnlagaráðs-
manna eru grímulaus, en að öðru
leyti afhjúpar mat á skrifunum
óráðvendni hans, sjálfsupphafn-
ingu og dylgjur.
Sigurður Líndal segir: „Með því
að binda kjörið við þá sem voru
ólöglega kjörnir og þar af leið-
andi umboðslausir er ákvörðun
Hæstaréttar hnekkt.“
Hann fer rangt með staðreynd-
ir, þegar hann segir að þeir sem
„skipaðir“ voru stjórnlagaráðs-
fulltrúar, hafi verið „kjörnir“
til þess starfs. „Umboðsleysi“
til setu á stjórnlagaþingi sakir
ógildingar Hæstaréttar útmálar
hann sem persónulega ávirðingu,
sem komi í veg fyrir, að þeir sem
fyrir því urðu geti öðlazt fullgilt
umboð til setu í stjórnlagaráði.
Þann dóm þykist hann styðja við
það, að með skipun stjórnlaga-
ráðs sé ákvörðun Hæstaréttar
„hnekkt“. Ekki verður þó séð
að nein rökræn tengsl séu þar
á milli. Hann gefur í skyn, að
ógilding Hæstaréttar á umboði
nefndra 25 manna til setu á
stjórnlagaþingi hafi gert þá van-
hæfa til setu í stjórnlagaráði, sem
auðvitað fær ekki staðizt. Í laga-
máli er sagnorðið „að hnekkja“
notað um það þegar dómur er
ógiltur/ómerktur á æðra dóm-
stigi, svo sem þegar Hæstiréttur
snýr við dómi undirréttar. Óger-
legt er að henda reiður á hvaða
merkingu orðið skal hafa í texta
S.L. Alþingi ógilti ekki ákvörðun
Hæstaréttar, þegar það skipaði
stjórnlagaráðið, heldur beinlínis
tók mið af þeirri réttarstöðu sem
upp var komin.
Sigurður Líndal svarar athuga-
semdum Lýðs Árnasonar stjórn-
lagaráðsmanns á eftirfarandi
hátt: „Bein skipan í stjórnlagaráð
er að mati Lýðs einungis „önnur
leið“ að markmiðinu – eða með
öðrum orðum: Ef markmiði verð-
ur ekki náð löglega er lögbrot ein-
ungis „önnur leið“ til að ná því.“
S.L. kann sér ekki hóf og hefur
uppi brigzl um lögbrot, sem er
auðvitað hrein fjarstæða.
En það er hins vegar engin fjar-
stæða að brigzl hans má beinlínis
heimfæra undir 148. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1941, sem
kveður svo á, að hver sá sem
verður ber að röngum sakargift-
um skal sæta fangelsi allt að 10
árum.
Þá segir jafnframt í b. lið, 1.
mgr. 242. gr. hegningarlaga, að
hafi ærumeiðandi aðdróttun
verið beint að manni sem er opin-
ber starfsmaður, og aðdróttun-
in varðar að einhverju leyti það
starf hans, skuli slíkt brot sæta
opinberri ákæru eftir kröfu hans.
Enn fremur segir Sigurður Lín-
dal: „Jafnframt virðir Alþingi
ekki þrískiptingu ríkisvaldsins
og brýtur þannig gegn stjórnar-
skránni eða að minnsta kosti snið-
gengur hana.“ S.L. sér drauga um
hábjartan dag og les út ur stjórn-
arskránni boð og bönn, sem þar
er hvergi að finna. Stjórnlagaráð
er vinnuhópur, sem hefur ekkert
stjórnskipulegt vald, en hefur
fengið það verkefni að semja til-
lögu að stjórnarskrá og skila
henni til Alþingis.
Skipun ráðsins hróflar því
á engan hátt við ákvæði 2. gr.
stjórnarskrárinnar nr. 33/1944
um skiptingu ríkisvaldsins í lög-
gjafarvald, framkvæmdarvald
og dómsvald. Það þarf meira en
venjulegan lögfræðilegan loddara
til að fá menn til að trúa því að
skipun stjórnlagaráðs brjóti gegn
stjórnarskránni og þrískiptingu
ríkisvaldsins.
Ef markmiði verður ekki náð löglega er
lögbrot einungis „önnur leið“ til að ná
því.“ S.L. kann sér ekki hóf og hefur uppi
brigzl um lögbrot, sem er auðvitað hrein
fjarstæða.
Mikilvægt er að
aðstandendur
leggi sitt af mörkum við
flokkun úrgangs í görð-
unum.
Um stjórnlagaráð
Stjórnlagaráð
Sigurður
Gizurarson
hæstaréttarlögmaður
Ný stofnun Sameinuðu þjóð-anna um kynjajafnrétti og val-
deflingu kvenna, UN Women, tók
formlega til starfa fyrr á þessu
ári. Hún varð til við sameiningu
fjögurra stofnana innan SÞ sem
fengist höfðu við jafnréttismál, en
þeirra stærst var Þróunarsjóður
Sameinuðu þjóðanna fyrir konur,
UNIFEM.
Lengi hafði verið rætt um að
efla þyrfti starf Sameinuðu þjóð-
anna við að bæta réttindi og stöðu
kvenna, enda höfðu stofnanirnar
sem UN Women byggir á umtals-
vert minni fjárráð, mannafla
og aðkomu að ákvarðanatöku en
margar sambærilegar stofnanir
innan SÞ kerfisins. Miklar vonir
eru því bundnar við tilkomu UN
Women, sem ætlað er að hafa stór-
aukin umsvif og áhrif. Víst er að
verkefnin eru bæði næg og brýn,
sér í lagi í þróunarlöndum og á
stríðshrjáðum svæðum.
Starfsemi UN Women byggir að
verulegu leyti á frjálsum fram-
lögum aðildarríkja SÞ. Íslending-
ar voru meðal dyggustu stuðnings-
þjóða UNIFEM, bæði hvað varðar
málefnalegan stuðning og fjár-
framlög miðað við höfðatölu. Áætl-
un sem fyrir liggur um alþjóðlega
þróunarsamvinnu gerir ráð fyrir
að Ísland muni áfram standa ötul-
lega að baki UN Women og óskandi
er að það gangi eftir.
Sem fyrrverandi starfsmaður
í höfuðstöðvum UNIFEM í New
York og núverandi ráðgjafi hjá
UN Women hef ég kynnst mikil-
vægi þess starfs sem unnið er á
vegum stofnunarinnar um allan
heim. Þegar þetta er ritað rekur
UN Women fimmtán heimshluta-
miðstöðvar og samtals um sextíu
verkefnaskrifstofur í samstarfs-
löndum, þar sem stofnunin veitir
fjárhagslega og tæknilega aðstoð
til að bæta lagalega og samfélags-
lega stöðu kvenna, í samvinnu við
yfirvöld, kvennahreyfingar og
frjáls félagasamtök.
Aðildarríki SÞ hafa markað
hinni nýju stofnun áherslusvið, en
þau eru barátta gegn kynbundnu
ofbeldi; stuðningur við þátttöku
kvenna í friðarferlum og upp-
byggingu eftir átök; stuðningur
við þátttöku kvenna í stjórnmál-
um og athafnalífi; efling efnahags-
legrar stöðu kvenna; aðstoð við að
samþætta kynjasjónarmið í hag-
stjórn og áætlanagerð; stuðningur
við ríki til að uppfylla skuldbind-
ingar þeirra samkvæmt alþjóð-
legum mannréttindasamningum;
og loks kynjajafnrétti sem hluti af
Þúsaldar markmiðum SÞ.
Jafnframt er UN Women ætlað
að gegna mikilvægu hlutverki við
þekkingaröflun, samhæfingu og
stefnumótun, sem leiðandi stofn-
un á sviði jafnréttismála innan SÞ,
auk þess að hafa eftirlit með því
hvernig alþjóðasamfélaginu geng-
ur að framfylgja settum markmið-
um.
Fyrir Alþingi liggur tillaga til
þingsályktunar um áætlun um
alþjóðlega þróunarsamvinnu
Íslands fyrir tímabilið 2011-2014.
Það er vel að UN Women er þar
tilgreind sem ein af fjórum lykil-
stofnunum í marghliða þróunar-
samvinnu Íslands, ásamt Alþjóða-
bankanum, UNICEF og Háskóla
SÞ. Auk þess eru jafnrétti og
umhverfismál skilgreind sem
þverlæg málefni, sem allt þróunar-
starf skuli taka mið af. Bent er á
að reynslan sýni að þróunarsam-
vinna sem grundvallast á jöfnum
rétti og þátttöku kvenna og karla,
og tekur tillit til hagsmuna og sjón-
armiða beggja kynja, sé líklegri til
að skila varanlegum árangri.
Í umsögn sinni til þingsins lýsti
Landsnefnd UN Women á Íslandi
almennri ánægju með áætl-
unina og þá áherslu sem þróunar-
samvinna fær í utanríkisstefnu
Íslands. Ég vil hvetja þingmenn
til að fylkja sér að baki áætluninni
um alþjóðlega þróunarsamvinnu
eins og hún liggur fyrir, og tryggja
að Ísland leggi sitt lóð á vogarskál-
arnar til þess að UN Women megi
verða það hreyfiafl í jafnréttis-
málum sem vonir standa til.
Mikilvægur stuðning-
ur við nýja stofnun SÞ
Jafnréttismál
Aðalheiður Inga
Þorsteinsdóttir
ráðgjafi hjá
höfuðstöðvum UN
Women
Kirkjugarðar og allt ruslið
Umhverfisvernd
Þorgeir
Adamsson
garðyrkjustjóri
Kirkjugarða Reykjavíkur
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
11
42
9
UPPGÖTVUN HIV-VEIRUNNAR
DÆMI UM HVERNIG GRUNNRANNSÓKNIR ERU
HAGNÝTTAR Í BARÁTTU GEGN NÝRRI FARSÓTT
The discovery of HIV: An Example of Translational
Research in Response to an Emerging Epidemic
Dr. Barré-Sinoussi hlaut Nóbelsverðlaun í líf- og læknavísindum 2008
ásamt samlanda sínum dr. Luc Montagnier fyrir uppgötvun
HIV-veirunnar. Erindið, sem haldið er í samstarfi við franska sendiráðið á
Íslandi, er hluti af málþingi til heiðurs Birni Sigurðssyni, fyrsta
forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Málþingið fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu,
miðvikudaginn 1. júní kl. 14.00–16.30.
Allir velkomnir
Dr. Francoise Barré-Sinoussi,
Nóbelsverðlaunahafi og öndvegis-
fyrirlesari Heilbrigðisvísindasviðs
á aldarafmæli Háskóla Íslands,
flytur erindið: