Fréttablaðið - 28.05.2011, Síða 24
28. maí 2011 LAUGARDAGUR24
■ SORTUÆXLI Í HÚÐ
20
16
12
8
4
0
Af
1
00
.0
00
Greiningarár
‘55-’59 ‘60-’64 ‘65-’69 ‘70-’74 ‘75-’79 ‘80-’84 ‘85-’89 ‘90-’94 ‘95-’99 ‘00-’04 ‘05-’09
Karlar
Konur
Árlegt aldursstaðlað nýgengi 1955-2009
Heimild: Krabbameinsskrá Íslands 2011
K
atrín Vilhelmsdóttir
er nýkomin frá Dan-
mörku þegar blaða-
maður Fréttablaðsins
hittir hana. Ferðin var
skemmtileg, ferðafélag-
inn æskuvinkona og þær stöllur áttu
mjög góðar stundir í Kaupmanna-
höfn. Tilgangur ferðarinnar var
þó ekki ánægjulegur. Katrín hafði
greinst með sortuæxli sem margt
benti til að væri búið að breiða úr
sér. Í Kaupmannahöfn er að finna
svokallaðan PET-skanna sem mælir
mjög nákvæmlega innvortis mein.
„Þetta er mjög nákvæmt tæki sem
mælir alla frumuklasa og um leið
og ég heyrði af því þá vildi ég fara
utan,“ segir Katrín.
Nokkrum dögum eftir mælinguna,
daginn áður en við hittumst, bár-
ust niðurstöðurnar. „Ég fékk niður-
stöðurnar í gær og þær sýna að ég
er eiginlega með sortuæxli frá hálsi
og niður að þörmum. Það eru mein-
vörp í brjósti, eitlum í hálsi, æxli í
miltanu og kviðarholinu, ég er með
æxli á þörmunum,“ segir Katrín sem
segir það vitaskuld mikið áfall að fá
tíðindin.
„Ég hef sem betur fer ofboðslega
mikið af góðu fólki í kringum mig,
foreldrar mínir sem búa á Akureyri
hafa verið hjá mér, maðurinn minn
Snorri B. Arnar, stendur auðvitað 100
prósent með mér. Svo á ég frábærar
vinkonur sem eru boðnar og búnar að
gera allt fyrir mig,“ segir Katrín. „Ég
er líka enn svo hress eftir Danmerk-
urferðina sem var mjög skemmtileg.“
Katrín er þegar byrjuð í lyfjameð-
ferð. „Staðan er þannig að eftir sex
vikur verð ég metin aftur og ef að
meðferðin hefur skilað árangri þá
held ég áfram á sömu lyfjum, annars
Brúnka getur verið lífshættuleg
Eins og grafið hér að ofan sýnir þá jókst tíðni sortuæxla hér á landi jafnt og þétt og náði hámarki um aldamótin. Heldur hefur
dregið úr nýgengi undanfarin ár. Laufey Kristjánsdóttir fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsskráningar sagði í fréttum Stöðvar tvö
á dögunum að fækkun ljósabekkja og tíðari ferðir til húðsjúkdóma-
lækna væru líklega meginskýring þessarar jákvæðu þróunar. Graf-
ið sýnir nýgengi á hverja 100.000, en árlega greinast um 50 manns
með sortuæxli. Níu deyja að meðaltali af völdum sortuæxla.
Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litafrumum
húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða
komið í ljós sem nýir blettir. Þess vegna er fólki ráðlagt að hafa
auga með slíkum blettum og leita læknis ef breyting verður á fæð-
ingarbletti. Ef húð verður fyrir útfjólublárri geislun, annað hvort af
sólarljósi eða úr lömpum, eykst hættan á illkynja æxlisvexti. Þetta
á þó sérstaklega við um þá sem eru ljósir á hörund. Stað bundið
sortuæxlið er yfirleitt auðvelt að fjarlægja með skurðaðgerð. Ef
þessi æxli ná hins vegar að dreifa sér til eitla og síðan annarra líf-
færa og mynda meinvörp geta þau verið með illvígari æxlum.
Heimild: Vísindavefurinn, www.visindavefur.is
Illkynja æxli upprunnið í húðinni
Dregur úr tíðni sortuæxla eftir stöðuga fjölgun undanfarin ár
verð ég sett á önnur lyf. Ef þau virka
ekki heldur þá er ég í raun og veru
dauðvona,“ segir Katrín og bætir við
að hún ætli ekki að velta sér upp úr
batahorfum, heldur taka einn dag í
einu og vona hið besta. „Það fylgir
voðalegt eirðarleysi lyfjagjöfunum
en ég ætla að reyna að setja mér þau
markmið að fara í Þjóðarbókhlöðuna
kannski þrisvar í viku, ég hef verið í
þroskaþjálfanámi og á bara ritgerð-
ina eftir. En annars skiptir hún engu
máli, ég skila henni bara þegar ég er
tilbúin.“
Eftirtektarsamur sjúkraþjálfari
Sjúkrasaga Katrínar er orðin nokk-
urra ára löng. Hún greindist fyrst
með sortuæxli fyrir sex og hálfu ári.
Þá var hún hjá sjúkraþjálfara sem tók
eftir grunsamlegum bletti á bakinu á
henni. „Hann Ágúst Jörgensen hafði
unnið í Ástralíu og kynnst sortuæxl-
um þar og var nokkuð viss um að ég
væri með sortuæxli. Ég dreif mig til
læknis fyrir hans orð en læknirinn
sagði við mig að þetta væri í góðu
lagi. En sjúkraþjálfarinn hélt áfram
að tuða og þegar ég fór aftur var
bletturinn skorinn af, og við grein-
ingu reyndist hann vera sortuæxli,“
segir Katrín.
Í framhaldinu var stærra stykki
skorið úr bakinu eins og tíðkast að
gera þegar sortuæxli finnst. Engar
frumur fundust þar og því var mein-
ið úr sögunni í bili. „Í fyrravor gerist
það svo að ég fékk hálsbólgu, ég átti
svo erfitt með að kyngja að ég hélt
ég væri komin með streptókokka. Ég
fór á Læknavaktina og þar leist þeim
eitthvað illa á mig og ég var send í
myndatöku á Landspítalann. Þá kom
í ljós að ég var með lungnabólgu.
Myndin sýndi hins vegar líka bólg-
inn eitil undir vinstri holhönd. Þann-
ig má segja að ég hafi verið heppin að
fá þessa lungnabólgu,“ segir Katrín.
Læknirinn sem framkvæmdi
aðgerðina ákvað þegar á hólminn var
komið að taka fleiri eitla en þennan
eina og þegar sýni úr þeim var sent
í ræktun kom í ljós að þeir voru ill-
kynja. Eftir að sárið var gróið hófst
geislameðferð sem stóð í fimm vikur
og svo lyfjameðferð sem Katrín hætti
í eftir þrjá mánuði vegna slæmra
aukaverkana. Í kjölfarið fór Katrín
á Kristnes í endurhæfingu sem hún
segir að hafi verið dásamleg. „And-
lega hliðin var ekki upp á sitt besta
og svo var hreyfigetan skert. Þarna
var mjög gott að vera,“ segir Katrín.
Hún fékk þó ekki langan tíma til
að safna kröftum. Á vormánuðum fór
hún að finna fyrir hnúð í brjóstinu. Í
kjölfarið fór hún í brjóstamyndatöku
og ástungu. Fyrstu niðurstöður bentu
til að um brjóstakrabbamein væri að
ræða. „Það var meira að segja farið
að skipuleggja meðferð við brjósta-
krabba. Svo var tekið stærra sýni
og þá kom í ljós að um sortuæxli var
að ræða. Það var náttúrulega mikið
áfall.
Sólin sterk þó að úti sé kalt
Henni finnst mikilvægt að deila
sögu sinni til þess að fólk geri sér
grein fyrir hvað sortuæxli getur
verið alvarlegt mál. „Margir halda
að sortuæxli séu bara blettir sem
hægt er að taka af. Þannig er það í
mörgum tilfellum en alls ekki alltaf.
Og fólk getur dregið úr líkum þess
að fá sortuæxli með því að verja sig
fyrir sólinni og forðast ljósabekki.
Margir virðast ekki vita það,“ segir
Katrín og bætir við að hana langi
stundum til þess að ganga að ljósa-
brúnu fólki úti á götu og benda því á
að fara ekki í ljós. „Ég skil ekki þessi
skinku- og hnakkatísku þar sem verið
er að hvetja fólk til að fara í ljós og
þar með leggja líf sitt í hættu, það er
eins og fólk skilji ekki að brúnkan
drepur.“
Katrín, sem er 35 ára, segist sjálf
hafa farið mikið í ljós á unglingsárum
og mikið verið í sól. Hún er reynd-
ar ekki með þessa dæmigerðu við-
kvæmu húð sem brennur en þeim sem
eru með þannig húð er hættast við að
fá sortuæxli. „Fólk hér heima virðist
ekki átta sig á því að þó að það sé kalt
þá er sólin sterk og þarf að bera sig
sólarvörn af sterkustu gerð. Þeir sem
endilega vilja fara í ljós ættu svo að
nota sólarvörn. Ég er mjög fylgjandi
því að sólbekkir séu bannaðir fólki
undir átján ára. Húðsjúkdómalækn-
irinn minn benti á að það að liggja í
ljósum í 20 mínútur samsvarar því að
vera allsber úti allan júlímánuð, það
er ekkert smáræði,“ segir Katrín að
lokum.
Katrín Vilhelmsdóttir
greindist fyrst með sortu-
æxli á bakinu fyrir sex og
hálfu ári. Fyrir rúmu ári
uppgötvaðist fyrir tilviljun
að hún var með sortuæxli
innvortis sem hefur breiðst
út. Sigríður Björg Tómas-
dóttir ræddi við Katrínu.
KATRÍN VILHELMSDÓTTIR Tekur einn dag í einu erfiðri lyfjameðferð þar sem takmarkið er að vinna bug á sortuæxli sem
hún er með um stóran hluta líkamans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ég skil
ekki þessa
skinku og
hnakka-
tísku þar
sem verið
er að hvetja
fólk til að
fara í ljós ...
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning VR og FA, Félags atvinnurekenda,
lýkur kl. 12:00 á hádegi 3. júní.
Nánari upplýsingar og aðgangur að atkvæðaseðli á vef VR, www.vr.is
Kjörstjórn VR
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Mundu eftir
að kjósa