Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 32
28. maí 2011 LAUGARDAGUR32 ■ HVERNIG SNERTIR AMNESTY ÍSLENDINGA? O pnaðu dagblaðið þitt – hvaða dag vikunnar sem er – og þú munt finna frétt einhvers stað- ar að úr heiminum um manneskju sem var fangelsuð, pyntuð eða tekin af lífi vegna þess að skoðanir hennar eða trú er óvið- unandi í augum stjórnvalda.“ Með þessum orðum hófst blaðagreinin sem varð upphafið að stærstu mann- réttindasamtökum í heimi, Amnesty International. Það var breski lög- fræðingurinn Peter Benenson sem skrifaði greinina um gleymdu fangana og kallaði eftir sakarupp- gjöf árið 1961. Hann hafði frétt af tveimur portúgölskum nemum, sem höfðu skálað fyrir frelsinu og verið fangelsaðir fyrir vikið. Benenson benti á þær þúsundir manna sem væru fangelsaðir með ólögmætum hætti og vildi berjast fyrir því að slíkum samviskuföngum yrði sleppt úr haldi eða þeir fengju að minnsta kosti réttlát réttarhöld. Ákallið var svo birt í öðrum dagblöðum víða um heiminn og í kjölfarið urðu samtök- in til. Á alþjóðlega mannréttinda- deginum, 10. desember, var kveikt á fyrsta Amnesty-kertinu en kertið hefur orðið að tákni samtakanna. Beita sér víðar nú til dags Allt frá stofnun hafa samtökin bar- ist fyrir því að mannréttindi séu virt og allir njóti verndar þeirra. Í upphafi voru þau fyrst og fremst fangasamtök eins og fyrr segir. Til dæmis hafa þau beitt sér fyrir afnámi dauðarefsingar og pynt- inga frá áttunda áratugnum. Frá stofnun hefur margt breyst og samtökin beita sér nú víðar á sviði mannréttinda þó áfram sé lögð áhersla á fyrrgreind atriði. Samtökin rannsaka mannrétt- indabrot og gáfu út fyrstu skýrslur sínar, þá um aðstæður fanga, árið 1965. Nú til dags gefa samtökin út stóra skýrslu árlega um mannrétt- indabrot víðs vegar í heiminum. Í skýrslu síðasta árs var greint frá mannréttindabrotum í 157 lönd- um og landsvæðum. Rannsóknar- nefndir eru sendar til að skoða ástand þar sem þurfa þykir. Megin reglan er sú að deildir frá öðrum löndum eiga að rannsaka mál og þrýsta á viðeigandi aðila. Þetta er gert til þess að samtökin geti frekar viðhaldið ópólitískri stöðu sinni. Að sama skapi taka samtökin ekki við fjármagni frá opinberum aðilum og ekki af fyrir- tækjum nema þau hafi sérstaklega verið skoðuð. Þannig vilja samtök- in einnig vera óháð. Þau reiða sig því að miklu leyti á fjárhagslegan stuðning félaga. Samtökin hvetja til aðgerða þar sem þrýst er á stjórnvöld, stofn- anir, fyrirtæki og alþjóðlegar Í Íslandsdeild Amnesty eru ellefu þúsund félagar auk þess sem fleiri taka þátt í aðgerðum og styðja samtökin. „Upphaflega hugsunin í Amnesty var þessi alþjóðlega samstaða, að við gætum haft áhrif á líf fólks og hjálpað fólki þó að við hefðum aldrei séð við- komandi og byggjum jafnvel í allt öðru landi,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. „Við höfum séð gífurlegar breytingar í heiminum. Við búum núna við miklu betra mannréttindakerfi og eftirlitskerfi en þegar sam- tökin voru stofnuð. Það hafa tugir þúsunda verið leystir úr haldi og fengið lausn sinna mála vegna aðgerða Amnesty. En það eru náttúrulega enn óteljandi verkefni fram undan.“ Amnesty reynir að vera í takt við tímann. Ný tækni skiptir máli í mannréttindabaráttunni segir Jóhanna, bæði í aðgerðum okkar hér á landi og einnig fyrir fólk sem stendur í ströngu í eigin rétt- indabaráttu eins og í Miðaust- urlöndum nú. „Upplýsingarnar sem við fáum frá þessum löndum koma í gegnum símana og netið.“ Þegar samtökin byrjuðu kom fólk saman og handskrifaði bréf vegna mannréttindamála. Sums staðar er það enn gert en tímarn- ir hafa þó breyst. „Við byrjuðum með hjálparáköll í gegnum tölvu- póst, þar sem félagar fá upplýsing- ar um þrjú mál og tengil þar sem hægt er að nálgast tilbúið bréf, prenta það út og senda. Þegar við byrjuðum með þetta þá áttu allir borðtölvur og prentara tengda við þær.“ Í dag sé öldin önnur og fólk er hvar sem er með tölvurn- ar þegar það fær upplýsingar um nýjar aðgerðir. „Núna í júní opnum við nýja aðgerðasíðu, netá- kall. Þá fær fólk tilkynninguna, og getur enn prentað út og gert þetta sjálft, en hefur líka möguleika á að skrifa bara undir á netinu. Við sjáum um að koma því áfram.“ Að auki hefur SMS-aðgerðanet komið sér vel, en þá fær fólk sms með upplýsingum um ákveðin mannréttindamál sem verið er að berjast fyrir. Það sendir skeyti til baka og hefur þar með sett nafn sitt á undirskriftalista. „Félagarnir hjálpa til, hver á sinn hátt. En hver aðgerð skiptir máli. Við vitum það að dropinn holar steininn. Það sem við viljum núna er alþjóðlegt ákall um breyt- ingar. Hver og einn einstaklingur getur haft áhrif og skiptir máli. Við búum ekki á eylandi – okkar velferð tengist því að aðrir njóti líka réttinda.“ Vitum að dropinn holar steininn Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Mannréttindasamtökin Amnesty International halda í dag upp á fimmtíu ára afmæli sitt. Á þessum tímamótum eru félagar og stuðningsmenn sam- takanna fleiri en þrjár milljónir í rúmlega 150 löndum og landsvæðum um allan heim, þar af ellefu þúsund á Íslandi. Þórunn Elísabet Bogadóttir kynnti sér sögu og stefnu einna stærstu mannréttindasamtaka heims. hreyfingar. Ýmsum aðferðum er beitt í þessum tilgangi, allt frá mótmælum og samkomum á opin- berum vettvangi til bréfaherferða og annarra herferða á netinu. Í gegnum tíðina Árið 1964 fékk Amnesty ráðgef- andi stöðu hjá Sameinuðu þjóðun- um og ári síðar hjá Evrópuráðinu. Tíu árum síðar samþykktu Sam- einuðu þjóðirnar ályktun og síðar yfirlýsingu gegn pyntingum eftir herferð samtakanna. Íslandsdeild Amnesty var svo stofnuð árið 1974, og er því meðal eldri deilda samtakanna. Frum- kvæði að því áttu hjónin Sigrún Sigurjónsdóttir og Frank Vee- nekaas, sem höfðu starfað með Amnesty í Hollandi. Þau komu hingað til lands fyrri hluta ársins 1974 og viðruðu hugmyndina um að stofna deild hér. Líkt og Peter Benenson hafði gert komu þau málinu á framfæri í dagblöðum. Þar birtist lítil tilkynning um kynningarfund og í framhald- inu var stofnfundurinn haldinn í Norræna húsinu 15. septem- ber þetta ár. Nú hefur samtök- unum vaxið fiskur um hrygg og telja ellefu þúsund félaga hér á landi. Amnesty International hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1977 fyrir að styrkja stoðir frelsis og réttlætis, og þar með friðar í heim- inum. Nokkrum árum fyrr hafði Sean McBride, formaður fram- kvæmdastjórnar samtakanna, hlotið sömu verðlaun. Þegar kom fram á níunda áratuginn höfðu samtökin hafið herferðir gegn dauðarefsingum, Þá höfðu sextán lönd afnumið slíka refsingu, en nú eru þau 96 talsins, auk þess sem önnur ríki stunda þær ekki þó enn sé heimild til þess í lögum. Félög- unum hélt áfram að fjölga sam- hliða fleiri herferðum og árið 1992 voru þeir orðnir milljón talsins. Fjórum árum síðar hófst herferð fyrir alþjóðlegum sakamáladóm- stóli, sem var samþykkt að stofna árið 1998. Síðustu tíu ár hafa verið við- burðarík í sögu Amnesty og sam- tökin hafa breytt stofnsamþykkt- um og sett efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi fólks inn í baráttuna. Í dag verður svo hald- ið upp á daginn með viðburðum um allan heim. GLEYMDU FANGARNIR Greinin eftir Peter Benenson sem Observer birti í maí árið 1961 varð upphafið að Amnesty International. Kertið hefur logað í fimmtíu ár Árið 2010 vann Amnesty að málum í 89 löndum sem vörðuðu ólögleg höft á tjáningarfrelsi. Sama ár voru pyntingar og ill meðferð í 98 löndum skráð og ósanngjörn réttarhöld í 54 löndum. Mannréttindabrot voru skráð í 157 löndum. Golfmót VM Mótið er fyrir félagsmenn VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna og má hver félagsmaður bjóða með sér einum gesti. Mótsgjaldið er 6.850 kr. fyrir hvern þátttakanda. Matur og nestispakki á völlinn er innifalinn í þátttökugjaldinu. Umsjónarmenn mótsins eru: Ragnar Halldórsson, Hjálmar Þ. Baldursson og Steingrímur Haraldsson. Skráning hefst 18. maí í síma 575-9800 eða á netfangið vm@vm.is Skráningu lýkur 1. júní. VM-mótið í golfi verður haldið á Keilisvellinum föstudaginn 3. júní kl. 12. VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.