Fréttablaðið - 28.05.2011, Page 39

Fréttablaðið - 28.05.2011, Page 39
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 2 Söngsveitin Fílharmonía heldur tónleika í Skálholti í dag klukkan 16. Þá verða tónleikar í Áskirkju á þriðjudaginn en Söng- sveitin leggur síðan land undir fót og heldur tvenna tónleika á Vestfjörðum. Yfirskrift tónleikanna er Enn syngur vornóttin. Sigrún Eva Ármannsdóttir, fegursta kona Íslands, fagnar sigri með vinkonum á Skaganum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verð að vera fín og sæt É g ætlaði ekki að þora að taka þátt í keppninni því mér fannst ég ekki eiga erindi og fráleitur möguleiki að standa uppi sem sigurvegari. Ég lét það samt ekki draga úr mér kjark og þegar á hólminn var komið hafði ég ekkert nema gott af þessu, keppnin lyfti upp sjálfstraustinu og nú hugsa ég um sjálfa mig á allt annan hátt,“ segir fegursta kona Íslands, sem fékk glitr- andi kórónu á átján ára koll sinn um síðustu helgi. „Kórónan stendur skínandi fögur uppi á hillu og alveg jafn óraunverulegt að sjá hana heima í stofu eins og að vakna á morgnana og gera sér grein fyrir að ég sé nú orðin Ungfrú Ísland. Á hverjum degi hugsa ég að þetta geti varla verið, því hvarvetna eru fallegar konur, og alveg ótrúlega skrítið að hafa unnið en á sama tíma líka óskaplega gaman,“ segir Sig- rún Eva, sem í heimabæ sínum fær hamingju- óskir hvar sem hún kemur. „Á Akranesi kannast allir við alla þótt þeir þekkist ekki persónulega. Hér ríkir því heimilis legt andrúmsloft og hvar sem ég fer rignir yfir mig góðum kveðjum. Ég bjóst í og með við einstaka neikvæðum viðbrögð- um, en er himinsæl með að hafa eingöngu uppskorið hlýjar móttökur,“ segir Sigrún Eva, sem vill hvergi annars staðar búa. En hvers vegna skyldi hún hafa borið sigur úr býtum? brúðargjafir Úrval brúðargjafa á frábæru tilboðsverði Ofið úr Pima bómull sem er einstök að gæðum Yfir 40 tegundir íslenskra rúmfata til brúðargjaf Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Dúnmjúkar Grunnnámskeið í hatha-yoga; æfingar og fræðsla. Hefst 2. júní Kennt er 2. - 7. - 9. - 14. og 16. júní Kl. 17.30 – 19.00 Verð 14.000 kr. Upplýsingar og skráning í síma 899 8588 eða hronn@thinleid.is www.thinleid.is Þín leið - með yoga Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.