Fréttablaðið - 28.05.2011, Page 40

Fréttablaðið - 28.05.2011, Page 40
28. maí 2011 LAUGARDAGUR2 „Ég held að það sé vegna þess að nú var náttúrulegt og ferskt útlit í hávegum haft, en að auki er ég skapgóð, afslöppuð og opin manneskja. Ég þarf lítið að hugsa um húðina, mála mig sárasjaldan og hef varla litað hár mitt fyrr en nú að ég fékk mér strípur,“ segir Sigrún Eva, sem er ferskleikinn holdi klædd og með línurnar í lagi. „Kroppinn hef ég úr sundinu, enda alhliða og mótandi líkams- þjálfun. Ég hætti nýlega áralöng- um æfingum hjá Sundfélagi Akra- ness, því skólinn gengur fyrir og mig skorti nógu brennandi áhuga til að æfa tvisvar á dag í tvo tíma í senn. Nú finnst mér besta heilsu- ræktin að fara í göngu með hund- inn,“ segir Sigrún Eva, sem heima fyrir er umvafin fegurð því móðir hennar Margrét Snorradóttir var eitt sinn Ungfrú Akranes og bróð- ir hennar, Haukur Ármannsson, Herra Vestur land og annar í keppn- inni Herra Ísland árið 2004. „Nú dugir ekki lengur að stökkva út með stírur í augum og hárið upp í loft, því sem Ungfrú Ísland er ég fyrirmynd og mér finnst ég þurfa að vera fín og sæt áður en ég held út í daginn.“ Sigrún Eva á engan kærasta en nýtur lífsins í góðra vina hópi. „Við fjölskyldan eigum sumarbústað í Húsafelli og slökum þar oft á um helgar, en svo er ég líka mikið bíó- frík og fer iðulega með vinkonum mínum í bíó til Reykjavíkur. Okkur finnst líka gaman að rúnta og þá sit ég oftast við stýrið því ég smakka ekki vín. Þessa helgi verð ég hins vegar á Skaganum í útskriftarveislu og á morgun ætla vinkonur mínar að gera mér glaðan dag til að fagna sigrinum.“ thordis@frettabladid.is Framhald af forsíðu Sigrún Eva Ármannsdóttir er Ungfrú Ísland 2011. 1Skráning á sumarönn stendur til 31. maí á slóðinni www.fa.is/fjarnam Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Stuttkápur verð frá 19.900 Yfi rhafnir, bolir og peysur í miklu úrvali. Toppvö rur toppþjó nusta. Nýjar vörur Stutt kápa með hettu 19.900 kr. Íþróttaviðburður verður sýndur í þrívídd hérlendis í fyrsta sinn í dag þegar Smárabíó í samstarfi við Stöð 2 sport sýnir beint frá úrslitaleiknum í meistaradeildinni í knattspyrnu. Liðin sem mætast eru Barcelona og Manchester United og má búast við að stuðningsmenn liðanna fjölmenni á leikinn enda er orðið uppselt. „Jú, ég er afar spenntur að sjá hvernig leikurinn mun koma út og þetta getur án efa orðið mjög gaman. Ég held að þetta sé klár- lega framtíðin; að horfa á stórleik- ina í hágæða þrívídd,“ segir Steinn Jakob Ólason, formaður stuðnings- mannaklúbbs Manchester United hér á landi, sem ætlar að horfa á leikinn í Smárabíói í kvöld. Svo virðist sem þessi nýjung fái góðan hljómgrunn en uppselt varð á leik- inn á tveimur dögum svo úr varð að annar salur var látinn undir leik- inn og 240 miðum var bætt við. Þeir miðar seldust einnig upp á einum degi þannig að í heild munu 650 manns horfa á leikinn í þrívídd í kvöld í tveimur sölum. Steinn segir að það sé óneitanlega sér- stök tilfinning að fara að horfa á úrslitaleikinn í kvöld í sal þar sem ekki eru ein- ungis staddir stuðn- ingsmenn Manchester United heldur einnig „andstæðingarnir“ – stuðningsmenn Barcelona. Ekki er þó starfræktur sér- stakur stuðningsmanna- k lúbbu r B a rc elo n a hérlendis en stuðnings- mannaklúbbur Man.United er einn sá stærsti. Búast má við því að Manchester- menn verði því í meiri- hluta en Steinn býst við fótboltaáhugamönnum úr öllum áttum. „Það er auðvitað nýj- ung að horfa með andstæð- ingunum á leikinn en það er líka það sem gerir þetta spennandi og maður er bara mjög jákvæður,“ segir Steinn og bætir við að hann eigi ekki von á að það komi til einhverra ryskinga, menn hagi sér ekki það barnalega. „Það verða ekki heldur bara Barce- lona- og Manchester-aðdáendur í salnum heldur eru fjölmargir sem vilja einfaldlega koma og sjá góðan leik, enda eru þetta ein tvö bestu knattspyrnulið Evrópu og háspennufótbolti.“ Húsið verður opnað klukkan 16 en leikurinn hefst klukkan 18.30. „Ég spái mínum mönnum auð- vitað engu öðru en sigri og held því áfram. Úrslitin 3-1 hafa verið að læðast að mér.“ juliam@frettabladid.is Spennandi að vera með andstæðingunum Síðar í dag verður í fyrsta sinn sýnt beint frá íþróttaviðburði hérlendis í hágæða þrívídd þegar úrslita- leikur í Meistaradeildinni í knattspyrnu er sýndur í Smárabíói. Mikil eftirvænting ríkir vegna leiksins. Steinn Jakob Ólason, formaður stuðningsmannaklúbbs Manchester United, segist ekki búast við öðru en að allt fari vel fram þegar stuðningsmenn liðanna í kvöld mætast í einum og sama salnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vélhjólaklúbbur verður stofnaður á Snæfellsnesi á morgun. Stofnfundurinn fer fram í bakaríinu Nesbrauði í Stykkishólmi klukkan 14. Þar verður valið nafn á klúbbinn og kosið í stjórn. Kammerklúbburinn, hópur tuttugu ungra tónlistarnemenda, heldur tónleika í Gerðubergi á morgun klukkan 14. Krakkarnir, sem eru á aldrinum 8 til 18 ára, munu flytja ýmsa tónlist eftir innlend og erlend tónskáld. Aðgangur er ókeypis. www.gerduberg.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.