Fréttablaðið - 28.05.2011, Page 59
heimili&hönnun 5
GÓÐ KAUP FYRIR... GARÐINN
Ávaxtatré eru farin að sjást í síauknum mæli
hérlendis, þar á meðal eplatré. Garðheimar,
Stekkjarbakka 4-5. Verð: 13.500 krónur.
Góð grá Byholma-karfa undir minni
garðverkfæri og garðhanskana. IKEA,
Kauptúni 4. Verð: 1.290 krónur.
Ferðabolli með loki til að kippa
með sér heitu kaffi, tei eða kakói
út í garð. Kokka, Laugavegi 47.
Verð: 2.690 krónur.
● HANGANDI EAMES OG
ALVAR AALTO STÓLAR
Ítalski hönnuðurinn Paola Pivis
hefur hannað ljós úr áttatíu
smáútgáfum af þekktum borð-
um og stólum sem er að finna
á safninu Vitra design í Weil am
Rhein í Þýskalandi. Þar er að
miklu leyti að finna hönnun eftir
Charles og Ray Eames en einnig
eftir hönnuði á borð við George
Nelson, Alvar Aalto, Verner Pan-
ton, Dieter Rams, Jean Prouvé,
Richard Hutten og Michael
Thon et. Hlutirnir mynda hring-
laga hjúp í kringum ljósaperu
og þegar kveikt er á henni varp-
ast skuggamyndir þeirra á vegg-
ina í kring.
Ljósið, sem hefur fengið
nafnið „nice ball“, verður til sýnis
í Museo del Novecento í Mílanó
út mánuðinn.
● GERUM GARÐINN AÐ
SUMARLANDI FYRIR
BÖRNIN Útileikir eru efstir á
vinsældarlista íslenskra barna
í blíðviðri og skínandi sólskini
fram á nótt. Notum því tæki-
færið og sköpum þeim ógleym-
anlega æskudaga þar sem
börnin geta hlaupið um ber-
fætt grasinu, hnusað af litrík-
um, ilmandi blómum, dund-
að sér í sandkassa, rólað sér hátt
upp í himininn og jafnvel klifr-
að upp í tréhúsið sitt, þar sem
endalaus tækifæri gefast til
leynifunda, garðveislna og gleði
með vinunum.
· Ef skuldir eru umfram 110% af verðmæti fasteignar er hægt að sækja
um að skuldirnar verði færðar niður að 110% af verðmæti eignarinnar.
· Á við um lán til kaupa á íbúð til eigin nota sem áttu sér stað fyrir árið 2009.
· Ef veðrými er á öðrum eignum umsækjanda lækkar niðurfærsla skulda sem því nemur.
Kannaðu málið fyrir 1. júlí nk., en þá rennur út frestur til að sækja um þessa niðurfærslu.
Sækja skal um rafrænt á www.ils.is.