Fréttablaðið - 28.05.2011, Page 82
28. maí 2011 LAUGARDAGUR54
Til sölu eru timburhús til flutnings. Þau hafa verið
notuð sem kennslustofur við Norðlingaskóla.
Einnig er til sölu skúr til flutnings frá Hólmsheiði.
Leitað er tilboða í þessar eignir hverja fyrir sig í því
ástandi sem þær eru.
Nánari upplýsingar um eignirnar eru á vefslóðinni
www.reykjavik.is/fer
Til sölu
Hús til
upplyftingar
Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 12-14 ı 411 1111
Ráðhús Reykjavíkur
Sunnudag 29. maí. kl. 16:00
Aðgangur ókeypis
STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR
& DANIEL BARRY
Gestur Stórsveitar Reykjavíkur á þessum
tónleikum er trompetleikarinn, stjórnandinn,
tónskáldið og útsetjarinn Daniel Barry frá
Seattle í Bandaríkjunum. Tónlist hans er afar
fjölbreytt, en hann leggur meðal annars
áherslu á margvíslega Suður-ameríska tón-
list og blöndur slíkrar tónlistar og jazztónlist-
ar. Á efnisskrá tónleikanna verður nýleg stór-
sveitarstónlist eftir Daniel Barry, að verulegu
leyti undir suður-amerískum áhrifum.
SUÐUR-AMERÍSK
STÓRSVEITARSVEIFLA
Bandarískir fjölmiðlar hafa velt
sér mikið upp úr því hvort Idol-
þátttakendurnir Lauren Alaina
og Scotty McCreery séu par. Þau
eru þó aðeins nánir vinir að sögn
McCreery.
„Við erum bara nánir vinir. Ég
hitti hana strax fyrsta daginn í
Hollywood-vikunni og með okkur
hefur tekist mikil vinátta. Við
vorum einnig í sama skóla þann-
ig að við þekktumst aðeins áður,
en við erum ekki par,“ sagði hinn
ungi Idol-sigurvegari á úrslita-
kvöldinu. Söngvarinn mun nú
vinna að sinni fyrstu hljómplötu
og segist McCreery ætla að vanda
til lagavalsins. „Ég vil fá nokk-
ur góð lög á plötuna, það skiptir
mestu máli núna. American Idol
er aðeins stökkpallur út í tónlistar-
bransann, ég þarf að sjá um rest.“
Ekki kærustupar
EKKI PAR Idol-þátttakendurnir Lauren
Alaina og Scotty McCreery eru ekki par.
NORDICPHOTOS/GETTY
Sagnararfur og þjóðardramb
Íslendinga er á meðal þess sem
sex listamenn velta fyrir sér í
ljóða-, leikhús-, sagna- og tónlistar-
sýningunni Bændur flugust á sem
verður flutt í Tjarnarbíói á morg-
un.
Verkið er hluti af Listahátíð í
Reykjavík og listamennirnir sem
um ræðir eru Bergur Ebbi Bene-
diktsson, Halldór Halldórsson,
Ugla Egilsdóttir ásamt Þjóðverj-
unum Noru Gomringar, Finn-Ole
Heinrich og Hannes Wittmer sem
er einnig þekktur sem Spaceman
Spiff.
Í sýningunni velta listamennirnir
meðal annars fyrir sér hvort Íslend-
ingasögurnar séu heimild um stór-
mennsku Íslendinga á miðöldum
eða Eurovision-framlag síns tíma.
Þá er velt fyrir sér hvort útlending-
ar hafi einhvern áhuga á Íslend-
ingasögum eða hvort það þurfi að
tjúna sögurnar upp með álfum og
einhyrningum til að þær passi inn
í þá ímynd sem þeir hafa af Íslandi.
Ísland verður heiðursgestur á
Bókasýningunni í Frankfurt í októ-
ber næstkomandi. Íslenskar bók-
menntir hafa löngum notið vinsælda
í Þýskalandi og nú er væntan leg ný
heildarþýðing Íslendingasagna á
þýsku. Verkinu Bændur flugust á
er ætlað að hita þýsku þjóðina upp
fyrir Bókasýninguna í Frankfurt og
verður sýnt víðs vegar um Þýska-
land fram á haust. - afb
Þýska þjóðin hituð upp
GÓÐUR HÓPUR Bergur Ebbi Benedikts-
son, Halldór Halldórsson og Ugla
Egilsdóttir ásamt Þjóðverjunum Noru
Gomringer, Finn-Ole Heinrich og
Hannes Wittmer.
Ridley Scott er áhugasamur
um að taka upp tvær kvik-
myndir hér á land: Reykja-
vik og geimverutryllinn
Prometheus. Íslenskt lands-
lag hefur áður verið notað
sem leikmynd fyrir Holly-
wood en þó sjaldnast sem
Ísland sjálft. Fréttablaðið
rifjaði upp helstu Holly-
wood-smellina sem hafa
verið teknir upp hér á landi.
Heimili Bonds og Batmans
A VIEW TO A KILL (1985) Margir
Íslendingar ráku upp stór augu þegar
bandarískt tökulið tók sér bólfestu
við Jökulsárlón og sjálfur James Bond
skíðaði niður jökulinn. Atriðið, sem
hafði verið beðið með mikilli eftir-
væntingu, var fremur stutt en íslenska
þjóðarstoltið fékk eitthvað fyrir sinn
snúð. Framleiðandi myndarinnar upp-
lýsti reyndar að flestir leikararnir hefðu
verið staðgenglar.
LARA CROFT: TOMB RAIDER (2001)
Sennilega í fyrsta og eina skiptið sem
karlpeningurinn hefur hrópað húrra yfir
heimsókn Hollywood-stjörnu. Angelina
Jolie og Daniel Craig komu hingað til
lands og dvöldust við Jökulsárlón í tvær
vikur. „Þetta er einn minnisstæðasti tími
lífs míns,“ rifjaði Craig upp seinna meir í
viðtali við Fréttablaðið.
DIE ANOTHER DAY (2002) Enn og aftur
varð Jökulsárlón fyrir valinu og enn og
aftur var James Bond mættur til leiks.
Að þessu sinni var það Die Another Day
með Pierce Brosnan og Halle Berry. Og
loksins fékk Ísland sinn sess, vondi karl-
inn með demantsandlitið var nefnilega
með íshöll á Íslandi og Bond reyndi
að hafa hendur í hári hans. Magnaður
bílaeltingaleikur á lóninu stendur upp úr
annars slappri Bond-mynd.
BATMAN BEGINS (2005) Svínafellsjökull
varð fyrir valinu hjá Christopher Nolan
þegar hann hugðist kvikmynda upphaf
Leðurblökumannsins og stranga þjálfun
hans í Tíbet. Íslenska landslagið varð
mun fyrirferðarmeira en menn höfðu
búist við og áhorfendur supu hveljur
þegar þeir sáu sjálfan Bruce Wayne í
æsilegum slag á Íslandi.
FLAGS OF OUR FATHERS (2006) Stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar. Hátt í
þúsund manns fengu vinnu hjá sjálfum Clint Eastwood þegar hann lagði Sandvík
undir sig fyrir stríðsmyndina sína. Íslenskt landslag hefur aldrei verið jafn áberandi í
nokkurri kvikmynd. Kvikmyndatímaritið Variety greindi síðan frá því að í þessi fimm
ár, 2001-2006, höfðu kvikmyndagerðarmenn frá Hollywood eytt fimm milljörðum
íslenskra króna hér á landi.
HOSTEL II Ekki er hægt að ljúka þessari
upptalningu án þess að minnast á hryll-
ingsmyndaleikstjórann Eli Roth. Hann
hefur alltaf talað fallega um Ísland,
fékk hugmyndina að Cabin Fever hér á
landi og lét eina persónu í Hostel I tala
íslensku. Bláa lónið í Grindavík fékk að
njóta sín í framhaldinu.