Fréttablaðið - 30.05.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 30.05.2011, Síða 4
30. maí 2011 MÁNUDAGUR4 GENGIÐ 27.05.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,7817 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,42 115,98 189,59 190,51 164,22 165,14 22,023 22,151 21,131 21,255 18,431 18,539 1,4234 1,4318 183,84 184,94 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðar dóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir að ekki standi á Samfylkingunni að gera breytingar á flokknum til að hann geti rúmað alla Evrópusinnaða jafnaðarmenn landsins, sem nú séu dreifðir um marga flokka. Þetta kom fram í ávarpi hennar á flokksstjórnarfundi Samfylkingar- innar í gær. „Hversu lengi ætla Evrópu- sinnar að starfa í flokkum sem berjast leynt og ljóst gegn aðildar- viðræðum?“ spurði Jóhanna. „Hversu lengi ætla stuðningsmenn aukins jöfnuðar, aukins lýðræðis, aukins arðs þjóðarinnar af auðlind- um landsins og öflugra velferðar- kerfis að starfa í flokkum sem leynt og ljóst berjast gegn fram- gangi þessara mikil vægu mála?“ Jóhanna sagði Samfylkinguna eiga að standa öllum þessum hópum opin. „Breytt skipulag, nýtt nafn, ný forysta eða annað á ekki að standa í vegi fyrir því,“ bætti hún við. Jóhanna sagði að það væru helst almennir launþegar, lífeyrisþegar og barnafjölskyldur sem ættu að njóta aukins hagvaxtar næstu ára. „Ofurlaunaliðið, fjárglæfra- mennirnir og stóreignaelítan fær ekki að soga til sín hagvöxtinn sem fram undan er ef við fáum að ráða. Það er nóg að þjóðin hafi þurft að að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks. Sú svallveisla var haldin undir lúðrablæstri frjáls- hyggjutrúboðs Sjálfstæðisflokks- ins. Lífskjarasóknin sem fram undan er verður hins vegar á for- sendum jafnaðar stefnunnar,“ sagði forsætis ráðherrann. Jóhanna gagnrýndi útgerðar- menn harðlega í ávarpinu fyrir að hóta því að nýta ákvæði í nýgerð- um kjarasamningum um að stytta þá úr þremur árum niður í eitt ef ekki verði komin niðurstaða í kvótamálin sem er þeim að skapi fyrir 22. júní. „Þetta er ótrúleg ósvífni, sem ekki er hægt að líða,“ sagði hún. Þá gagnrýndi hún LÍÚ jafn- framt fyrir harða andstöðu þess við kvótafrumvörp ríkisstjórnar- innar; fullyrðingar um fjöldagjald- þrot í sjávarútvegi stæðust ekki og að breytingarnar væru lykilatriði. Því væri mikilvægt að stjórnar- flokkarnir næðu að sigla málinu í höfn en hins vegar væri ljóst að sjálfstæðismenn, sem hún kallaði málsvara LÍU, myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að bregða fæti fyrir málið. Jóhanna vék einnig að Evrópu- málum og sagði fullbúinn samning um aðild Íslands að Evrópusam- bandinu geta legið fyrir um ára- mótin 2012-2013. „Allt bendir því til að við gætum lokið þessu mikil- væga máli fyrir lok þessa kjör- tímabils.“ stigur@frettabladid.is Býður Evrópusinnum allra flokka yfir í Samfylkinguna Forsætisráðherra segir að Evrópusinnaðir jafnaðarmenn úr öllum flokkum eigi að sameinast undir einum hatti. Samfylkingin væri reiðubúin að skipta um nafn og forystu og breyta skipulagi sínu til að ná því fram. GAGNRÝNDI STJÓRNARANDSTÖÐUNA Jóhanna sagði að af „svartagallsrausi stjórnar- andstöðunnar“ mætti halda að ríkisstjórnin hefði tekið við góðu búi fyrir tveimur árum en væri á góðri leið með að koma öllu í kalda kol. MYND/STÖÐ 2 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 27° 27° 19° 27° 29° 18° 18° 21° 16° 25° 33° 32° 16° 24° 15° 17°Á MORGUN 3-10 m/s Hvassara SA-til. MIÐVIKUDAGUR Hægviðri inn til landsins. 9 6 3 4 3 3 4 7 5 8 2 6 9 8 9 6 8 7 10 2 4 6 10 5 3 3 5 10 7 6 7 8 KÓLNANDI Í dag og á morgun verður heldur svalt á norðanverðu landinu og úrkoma gæti fallið sem slyddu- eða snjóél. Á morgun má búast við vaxandi vætu eftir því sem líður á daginn og á miðvikudaginn eru horfur á rigningu eða skúrum í öllum landshlutum. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður Jóhanna varði nokkru púðri í að ræða stóriðjumál í ávarpi sínu. Hún sagðist reikna með að nú styttist verulega í að tilkynnt yrði um framkvæmdir í tengslum við orkufrekan iðnað á Norðurlandi, eins og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra hefur orðið tíðrætt um síðustu misseri. „Ég er líka orðin mun bjartsýnni en áður um að Norðurál nái að semja við HS orku og Orkuveituna um nægilega orku til að álver þeirra í Helguvík geti orðið að veruleika með tilheyrandi framkvæmdum við Hverahlíðarvirkjun, Reykjanesvirkjun og línulagnir í tengslum við orkufrekan iðnað á Suður- nesjum,“ sagði Jóhanna. Ef öll verkefni í orkufrekum iðnaði verði að veruleika sé útlit fyrir fjár- festingar og virkjanaframkvæmdir fyrir 300 til 400 milljarða á næstu þremur til fimm árum og sex til sjö þúsund ársverk við uppbygginguna. Vonast til að stóriðja glæði efnahaginn Ofurlaunaliðið, fjárglæframennirnir og stóreignaelítan fær ekki að soga til sín hagvöxtinn sem fram undan er ef við fáum að ráða. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA MALTA, AP Íbúar Möltu sam- þykktu á laugardag að sett yrðu lög sem leyfðu hjónaskilnaði. Lawrence Gonzi, forsætisráð- herra landsins, segir að þingið muni virða vilja þjóðarinnar og lögleiða skilnaði. Þar með verður Malta ekki lengur eina ríki Evrópu þar sem ólöglegt er fyrir hjón að skilja. Talið er að um 52 prósent Malt- verja hafi greitt atkvæði með lögleiðingunni í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Íbúar Möltu eru að mestum hluta kaþólskir og eru áhrif kaþólsku kirkjunnar á þjóðina mikil. Til að mynda eru fóstur eyðingar bannaðar í land- inu. - fb Maltverjar vilja breyta lögum: Skilnaðir verða leyfðir á Möltu MALTA Íbúar Möltu samþykktu um helgina að hjónaskilnaðir yrðu heimil- aðir í landinu. Ranghermt var í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins að Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra hefði ávarpað aðalfund Landverndar. Það var Svan- dís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sem sat fundinn. LEIÐRÉTTING MISSOURI, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að fólkið sem lifði af skýstrókinn í bænum Joplin í Missouri hafi sýnt heim- inum hvernig eigi að sýna sam- stöðu. Obama var viðstaddur minningarathöfn í Joplin í gær, viku eftir að rúmlega 130 íbúar bæjarins fórust og hundruð slös- uðust af völdum skýstróksins. Enn er að minnsta kosti fjörutíu manna saknað, en skýstrókurinn er sá mannskæðasti í Bandaríkj- unum í áratugi. Obama sagði að bandaríska þjóðin myndi standa þétt á bak við íbúa Joplin í þeirri sorg sem þeir glímdu við. „Þetta er ekki bara ykkar harmleikur. Þetta er harmleikur allrar þjóðarinnar og það þýðir að þjóðin mun taka þátt í endurreisninni,“ sagði hann. Forsetinn sagði ómögulegt að sjá fyrir slíkar hörmungar en hrósaði bæjarbúum fyrir að hjálpa hver öðrum og setja sjálfa sig um leið í mikla hættu. Bætti hann við að allt um kring væru hetjur sem væru tilbúnar að láta gott af sér leiða. Rúmlega sex hundruð sjálf- boðaliðar og fimmtíu hópar með hunda hafa leitað að fórnarlömb- um í rústunum síðan skýstrókur- inn gekk yfir. - fb Barack Obama heimsótti bæinn Joplin sem mannskæður skýstrókur gekk yfir: Stappaði stálinu í heimamenn BARACK OBAMA Forseti Bandaríkjanna stappaði stálinu í heimamenn í bænum Joplin í Missouri. MYND/AP ELDGOS Margar skepnur á bænum Kálfafelli I, rétt austan við Kirkjubæjar klaustur, urðu blindar vegna ösku úr eldgos- inu í Grímsvötnum. Kom þetta fram í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi. Hátt í tuttugu lömb urðu auk þess að heimalningum vegna eldgossins þegar þau misstu eða týndu mæðrum sínum. Heimalningarnir fúlsa við öllu nema heitri mjólk sem þarf að gefa þeim fjórum til fimm sinn- um á dag. Bændurnir þurfa því að metta sjötíu til níutíu munna á dag. - mmf Metta sjötíu munna á dag: Blindar skepnur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.