Fréttablaðið - 30.05.2011, Side 14
14 30. maí 2011 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
H
álfrar aldar afmæli mannréttindasamtakanna Amnesty
International var fagnað um helgina. Upphaf þessara
merku samtaka má rekja til greinar eftir breska lög-
fræðinginn Peter Benenson í breska blaðinu Observer
undir nafninu Gleymdu fangarnir. Þar hvatti hann fólk
til að taka þátt í herferð með það að markmiði að leysa úr haldi sam-
viskufanga, hugtak sem mun reyndar ekki hafa verið notað fyrr en
í þessari grein og nær yfir fólk sem situr í fangelsum vegna upp-
runa eða skoðana. Herferðin sem Benenson hvatti til árið 1961 átti
að standa í eitt ár en stendur enn.
Starf Amnesty byggir á þeirri
hugmynd að einstaklingar geti
haft áhrif á ógnarstjórnir með
bréfaskrifum og áskorunum.
Styrkur samtakanna felst í fjöld-
anum sem taka þátt í aðgerðum
þeirra en einnig því að þau
eru með öllu óháð stjórnmála-
stefnum, trúarbrögðum og hvaða
hugmyndafræði sem er. Meira en þrjár milljónir manna í 150 lönd-
um eru félagar og stuðningsmenn samtakanna, og í Íslandsdeild
Amnesty eru 11 þúsund félagar.
Samtökin gera þó meira en að virkja félaga sína til að senda
stjórnvöldum, stjórnmálaöflum og fyrirtækjum sem brjóta gegn
mannréttindum skilaboð, því á þeirra vegum eru mannréttindabrot
um heim allan rannsökuð og skráð í ársskýrslu samtakanna.
Stefna Amnesty International er að hver maður njóti fullra mann-
réttinda í samræmi við mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð-
anna og aðrar alþjóðlegar mannréttindayfirlýsingar. Sérstök áhersla
hefur verið lögð á baráttuna fyrir því að leysa úr haldi samvisku-
fanga, stöðva dauðarefsingar og pyntingar á föngum og upplýsa um
hvers kyns mannréttindabrot. Baráttumálin taka mið af þörfum á
hverjum tíma og mótast baráttu leiðirnar af þeirri tækni sem tiltæk
er og aðgengileg. Þannig hafa net áskoranir leyst af hólmi hand-
skrifuðu bréfin sem lagt var upp með fyrir hálfri öld.
Fyrir liggur að tugir þúsunda manna hafa verið leysir úr haldi
og/eða fengið lausn sinna mála beinlínis vegna aðgerða félaga í
Amnesty. Það er undraverður árangur samtaka sem byggja bar-
áttuleið sína fyrst og fremst á bréfasendingum og undirskriftum
almennra borgara.
Ljóst er að eftirlit með mannréttindum hefur tekið stakkaskiptum
á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stofnun samtakanna. Þá hefur
verið bent á að fyrir um þrjátíu árum hafi aðeins sextán ríki heims
lagt bann við dauðarefsingum en í dag eru þessi ríki komin vel yfir
hundrað. Ekki er að efa að framlag Amnesty vegur þar allnokkuð.
Fimmtíu farsæl ár eru að baki hjá Amnesty. Þótt umtalsverður
árangur hafi oft náðst og víða um heim eru verkefnin fram undan
ærin. Góður árangur samtakanna gefur fullt tilefni til bjartsýni á
áframhaldandi framfarir í mannréttindamálum, jafnvel þótt and-
byrinn geti á köflum verið þungur.
Á tímamótunum eru allir hvattir til að leggja starfi Amnesty lið
með því að ganga í samtökin og taka þátt í aðgerðum þeirra.
HALLDÓR
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Ég kom full af eldmóði og krafti af síð-ustu ráðstefnu samtakanna Blátt áfram.
Það er ekki annað hægt en að dást að því
fólki sem lagt hefur hönd á plóginn í barátt-
unni gegn kynferðisbrotum gegn börnum
og vinnu við forvarnir. Forvarnir í hvaða
mynd sem er teljast „arðbær fjárfesting“.
Afleiðingar þess að vanrækja þessa vinnu
koma annars aftan að okkur fyrr en síðar.
Blátt áfram hefur einbeitt sér að grasrót-
inni og leggur áherslu á fræðslu frá unga
aldri. Við hjá lögreglunni höfum svo sann-
arlega orðið vör við árangur þessa. Æ oftar
fáum við mál þar sem börn segja frá kyn-
ferðislegu ofbeldi gegn þeim en hvati þess
að þau tjá sig hefur verið brúðu leikhúsið,
fræðsluerindi í skólanum eða upplýsingar
á netinu.
Á ráðstefnunni var kynnt rannsókn
Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur sál-
fræðings um kynferðisbrot gegn ungling-
um. Niðurstöður voru meðal annars að
35,7 prósent stúlkna sögðu sig hafa orðið
fyrir kynferðis brotum undir 18 ára aldri
en 17,8 prósent pilta. Þá eru unglingarnir
líklegri en yngri börn til þess að verða
fyrir kynferðis ofbeldi. Einnig kom fram
að kynferðis ofbeldi á milli unglinga færist
í vöxt.
Það er ekki að ástæðulausu að við
teljum nauðsynlegt að beina sjónum í
auknum mæli að unglingunum enda feta
þeir brautina á milli þess að vera barn
og þess að vera fullorðinn einstaklingur.
Í þessu sambandi skiptir að sjálfsögðu
meginmáli að unglingarnir fái rétta
fræðslu þaðan sem þeir geta treyst upp-
lýsingunum. Samfélagið allt ber mikla
ábyrgð í þessu sambandi.
Unglingarnir í dag eru því miður afar
margir „vanbúnir“ til þess að setja sjálf-
um sér og öðrum mörk. Þessi hæfileiki
virðist fara þverrandi með tilkomu sam-
skiptasíðna netsins og öll mörk eru orðin
óljósari. Einnig mótast sjálfsmyndin í
auknum mæli af áliti annarra og viður-
kenning skiptir æ meira máli. Það að
þóknast öðrum til að fá viðurkenningu
verður því að vana. Að sjálfsögðu þarf
fullorðna fólkið líka að kunna að setja
unglingunum mörk og jafnframt að vera
vakandi fyrir óæskilegri hegðun sem
þarf að stöðva. Það reynist mörgum for-
eldrum erfitt og þeir þarfnast hjálpar.
Það er von mín að á næstunni verði
allir góðir kraftar sameinaðir til að
tryggja unga fólkinu okkar heilbrigð
unglingsár.
Enn um forvarnir
Forvarnir
Sigríður
Hjaltested
aðstoðarsak-
sóknari
www.listahatid.is
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA!
Tímamót hjá Amnesty International:
Fimmtíu
árangursrík ár
Húsin og Sigmundur
Formaður Framsóknarflokksins er
áhugasamur um skipulagsmál og
hús, einkum gömul. Út á það varð
hann númer í pólitík. Og áhuginn
hefur ekki kulnað síðan hann settist
á þing ef marka má þrjár fyrirspurnir
sem hann hefur beint til jafnmargra
ráðherra. Sú fyrsta snýst ein-
mitt um gömul hús. Hann
vill að velferðarráðherra
segi sér hversu hátt hlut-
fall húsnæðis á Íslandi
er reist fyrir 1918. Önnur
snýst um illa farin og
yfirgefin hús í
Reykjavík og
stendur upp
á umhverfisráðherra. Það er rökrétt
þróun að sú síðasta varði eyðibýli.
Og hvert er henni beint? Jú, til sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra.
Húsin koma víða við í stjórnkerfinu.
Hagkvæmni
Svo er ein frá Sigmundi sem hljómar
svona: „Hefur hagkvæmni,
þ.m.t. þjóðhagsleg hag-
kvæmni, þess að auka
framleiðslu áburðar á Íslandi
verið könnuð á undanförn-
um tveimur árum?“ Það getur
ekki verið. Slík athugun hefði
varla farið framhjá
neinum.
Já, hver?
Fleiri spyrja en Sigmundur. Einn
þeirra er Guðlaugur Þór Þórðarson.
Hann sendir efnahags- og viðskipta-
ráðherra athyglisverða fyrirspurn:
„Hver voru samskipti Seðlabankans
við matsfyrirtækið Moody‘s frá 23.
febrúar til 9. apríl sl.?“ Þetta er býsna
opið. Fullyrt hefur verið að á þessum
tíma hafi starfsmenn Seðlabankans
legið í símanum myrkranna á milli
að reyna að tala um fyrir matsfyrir-
tækjunum. Það verður forvitnilegt
að sjá hvernig ráðherrann færir þær
upplýsingar í formlegan
búning. Og hvort það er
yfirleitt hægt.
stigur@frettabladid.is