Fréttablaðið - 30.05.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 30.05.2011, Síða 18
Hollenski hönnuðurinn Maarten Baas kynnti nýja útgáfu af leirhúsgögnum sínum í Mílanó í síðasta mánuði. Línan kall- ast The Plain Collection og er úr lituðum leir. Í húsgögnunum má greina fingraför þess sem mótaði leirinn. Í línunni er að finna stóla, lampa, borð og spegla. Your rainbow panorama kallast nýtt verk eftir Ólaf Elías- son sem vígt var á þaki listasafns Árósa ARos á föstudag- inn síðastliðinn. Mannvirkið er 150 metra manngeng- ur regnbogi sem myndar hring á þaki safnins og er raun- ar eins og hringurinn svífi yfir safninu. Hringurinn er 52 metrar að þvermáli og er haldið uppi af 3,5 metra háum stólpum. Ásýnd listaverksins breytist í takt við sólargang, veður- far og eftir sjónarhorni þess sem virðir það fyrir sér og því mikil upplifun að ganga einn hring. Verkið mun sjást víða að og verður lýst upp að næturlagi. Vinna við byggingu verksins hófst árið 2009 en það kostar fullklárað 60 milljónir danskra króna, eða um 1,3 milljarða íslenskra króna. Á laugardaginn var mannvirkið opnað almennum gest- um safnsins, sem fengu að ganga hringinn og sjá borg- ina og umheiminn í öllum regnbogans litum, en litir glerveggsins spanna allt litrófið. Regnbogaupplifun Ólafs Elíassonar VERK EFTIR LISTAMANNINN ÓLAF ELÍASSON VAR OPNAÐ Á FÖSTUDAGINN SÍÐASTA Á ÞAKI LISTASAFNS ÁRÓSA. NÚ GETA GESTIR SAFNSINS VIRT FYRIR SÉR BORGINA OG SÉÐ HANA Í NÝJU LJÓSI. Ásýnd regnbogans breytist eftir tíma, staðsetningu og veðri. Útsýnisboginn er 150 metra langur og 52 metrar í þvermál. Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið eilítið röndótt því í IKEA til að mynda fást blómapottar sem þessir í sumarsins litum. Boðið upp í línudans Hönnuðir um víða veröld hafa fyrr og nú leikið sér með rákir; skellt þeim upp á endann og látið þær spila saman þvers og kruss. Rákirnar um þessar mundir eru ýmist skærlitaðar, svo sem bleikar og grasgrænar eða í dempaðri tónum. Einhverra hluta vegna eru rendur sýnilegri í húsbúnaði á sumrin og vorin. Fréttablaðið skautaði yfir randavöllinn. „Stálviður“ heitir nýr gripur úr smiðju þeirra Ronans og Erwans Bouroullec- bræðra. Viðurinn er upp á rönd. Einn þekktasti gler- listamaður Svía, Lena Bergström, er líka kunn fyrir textílhönnun og hefur hannað mottur og kolla úr ull. Þessi motta kallast UMAN og er ný af nálinni frá Design House Stockholm. Önnur einföld leið til að fá rendur inn í líf sitt er að hengja upp röndótt sturtuhengi sem þetta, en hengið er úr IKEA. Þeir hjá Normann Copenhagen eru óhræddir við að framleiða hluti í hressilegum litum svo sem þessi herðatré sem fást bæði skærbleik og skærgræn. Kertastjaki frá Design House Stockholm eftir Marie Thurnauer sem hægt er að leika sér með – taka hann í sundur og setja hann saman. Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið 10% 20% Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.