Fréttablaðið - 30.05.2011, Síða 42

Fréttablaðið - 30.05.2011, Síða 42
30. maí 2011 MÁNUDAGUR26 VALUR 2-0 BREIÐABLIK 1-0 Matthías Guðmundsson (11.) 2-0 Hörður Sveinsson (76.) Vodafone-völlurinn, áhorf.: 1358 Dómari: Magnús Þórisson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–9 (6–3) Varin skot Haraldur 3 – Ingvar 4 Horn 9–5 Aukaspyrnur fengnar 6–10 Rangstöður 5–3 Valur 4–3–3 Haraldur Björnsson 6 - Jónas Tór Næs 7, Atli Sveinn Þórarinsson 7, Halldór Kristinn Halldórsson 7, Pól Jóhannus Justinussen 6 - *Haukur Páll Sigurðsson 8, Sigurbjörn Hreiðarsson 5 (63., Andri Fannar 5), Guðjón Pétur Lýðsson 6 - Christin R Mouritsen 7, Þórir Guðjónsson 4 (46., Ingólfur Sigurðsson 7), Matthías Guðmundsson 7 (67., Hörður Sveinsson 7). Breiðablik 4–3–3 Ingvar Þór Kale 7 - Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (77., Rafn Andri Haraldsson - ), Finnur Orri Margeirsson 4, Elfar Freyr Helgason 4, Kristinn Jónsson 5 - Guðmundur Kristjánsson 6, Jökull Elísabetarson 6, Andri Rafn Yeoman 6 (77., Viktor Unnar -) - Arnar Már Björgvinsson 4 (54., Haukur Baldvinss. 5), Dylan MacAllister 4, Kristinn Steindórsson 7. Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals verður haldinn þriðjudaginn 7. júní kl. 17:30 að Hlíðarenda. Á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Fyrir fundinum liggur breytingatillaga frá formanni félagsins um fjölgun í félagsstjórn. Tillöguna má nálgast á skrifstofu félagsins og á valur.is Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Vals Laugardalsvöllur, áhorf.:1613w Fram FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–10 (4–4) Varin skot Ögmundur 2 – Hannes 3 Horn 7–7 Aukaspyrnur fengnar 14–11 Rangstöður 0–0 KR 4–3–3 Hannes Þór Halldórs. 7 Magnús Már Lúðvíks. 7 Skúli Jón Friðgeirss. 7 *Grétar Sigfinnur 8 Guðmundur Reynir 8 Baldur Sigurðsson 6 Bjarni Guðjónsson 7 Viktor Bjarki Arnarss. 4 (67., Ásgeir Ólafsson 5) Óskar Örn Hauksson 7 Kjartan Henry Finnb. 6 Guðjón Baldvinsson 3 (67., Gunnar Örn 6) *Maður leiksins FRAM 4–3–3 Ögmundur Kristinss. 6 Alan Lowing 5 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 4 Samuel Lee Tillen 6 Halldór Hermann J. 5 Daði Guðmundsson - (17., Guðm.Magnúss. 6) Jón Gunnar Eyst. 6 Kristján Ingi Halld. 7 Arnar Gunnlaugsson 6 (76., Hjálmar Þórar. -) Almarr Ormarsson 4 0-1 Kjartan Henry Finnbogason (21.) 1-1 Arnar Gunnlaugsson, víti (25.) 1-2 Grétar Sigfinnur Sigurðars. (79.) 1-2 Gunnar Jarl Jónsson (4) Hásteinsvöllur, áhorf.: 863 ÍBV Víkingur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 20–5 (11–4) Varin skot Abel 4 – Magnús 9 Horn 6–3 Aukaspyrnur fengnar 16–8 Rangstöður 5–2 VÍKINGUR 4–4–2 Magnús Þormar 5 Walter Hjaltested 6 Mark Rutgers 4 Milos Milojevic 5 Hörður Bjarnason 5 Halldór Smári Sig. 5 Þorvaldur Sveinn Sv. 4 (58., Marteinn Briem 5) Baldur Aðalsteinsson 5 Sigurður Egill Láruss. 5 (76., Cameron Gayle -) Helgi Sigurðsson 4 Björgólfur Takefusa 4 (58., Gunnar Helgi 5) *Maður leiksins ÍBV 4–3–3 Abel Dhaira 6 Kelvin Mellor 6 Eiður Aron Sigurbj. 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Þórarinn Ingi Vald. 7 Tonny Mawejje 7 Finnur Ólafsson 7 *Ian Jeffs 8 (77., Guðm.Þórarins. -) Tryggvi Guðmunds. 8 (89., Arnór Ólafsson -) Andri Ólafsson 7 (72., Bryan Hughes -) 1-0 Ian Jeffs (15.) 2-0 Tryggvi Guðmundsson (38.) 2-0 Guðmundur Ársæll (7) KR 6 4 2 0 12-6 14 ÍBV 6 4 1 1 8-3 13 Valur 6 4 0 2 7-3 12 Stjarnan 5 2 2 1 9-7 8 Keflavík 5 2 2 1 8-6 8 Fylkir 5 2 1 2 7-8 7 Breiðablik 6 2 1 3 9-12 7 Víkingur 6 1 3 2 3-5 6 FH 4 1 2 1 6-4 5 Grindavík 5 1 1 3 4-8 4 Þór Ak. 4 1 0 3 2-6 3 Fram 6 0 1 5 3-10 1 Í kvöld mætast: FH-Stjarnan (19.15), Fylkir- Keflavík (19.15) og Grindavík-Þór (20.00) PEPSI-DEILDIN FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson var aðalmaðurinn á bak við 2-0 sigur ÍBV á nýliðum Víkinga í blíðun á Hásteinsvellinum í gær, en Eyjamenn komust upp í topp- sæti deildarinnar með þessum sigri. Tryggvi, sem er þríbrotinn í andliti síðan í síðustu umferð, lék með sérhannaða grímu í leiknum. Hún truflaði Tryggva ekki mikið því hann bjó til bæði mörkin í leiknum. Bæði mörk Eyjamanna komu í fyrri hálfleik; Tryggvi lagði upp fyrra markið fyrir Ian Jeffs á 15. mínútu og skoraði síðan það seinna eftir frábæra skyndisókn og hælsendingu frá Andra Ólafs- syni. Eyjamenn voru með völdin í leiknum frá fyrstu mínútu og Víkingarnir komust aldrei inn í leikinn. Þeir náðu ekki upp neinu spili því Eyjamenn pressuðu þá hátt og stíft. Besta færi Víkinga kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Baldur Ingimar átti ágætt skot utan teigs en Abel varði vel í markinu. Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga, var að vonum ekki sátt- ur við sína menn í leikslok. „Mér fannst þetta aldrei verða neinn leikur. Við veittum þeim aldrei þá mótspyrnu sem við ætluðum að gera,“ sagði Andri. „Það var algjört tempóleysi, hugmyndaleysi og kraftleysi og þá er þetta útkom- an,“ sagði Andri ókátur. „Ég er heilt yfir mjög sáttur við leikinn. Þetta var mikill liðs- heildarsigur, enginn stóð áberandi mikið upp úr í leiknum, það voru í raun allir góðir og enginn léleg- ur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. Tryggvi Guðmundsson og Ian Jeffs náðu einstaklega vel saman í leiknum en þeir spiluðu vel á milli sín og sköpuðu sér hættuleg færi. „Hæfileikarnir hjá Ian Jeffs nýtt- ust mjög vel í þessum leik því hann er mjög klókur að finna svæði til að hlaupa í. Hlaupalínurnar eru góðar og þetta var ekta leikur fyrir hann,“ sagði Heimir. - vsh Eyjamenn unnu öruggan 2-0 sigur á Víkingi í blíðunni á Hásteinsvellinum í gær: Gríman truflaði ekki Tryggva TRYGGVI GUÐMUNDSSON Kom að báðum mörkum ÍBV í gær þrátt fyrir að vera þríbrotinn í andliti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓTBOLTI Grétar Sigfinnur Sigurðarson tryggði KR 2-1 sigur á Fram á Laugardalsvellinum í 6. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. KR komst með þessum sigri aftur á toppinn þar sem Eyjamenn höfðu verið í rúma þrjá klukku- tíma eftir sigur á Víkingi úti í Eyjum. Grétar skoraði sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á 79. mínútu leiksins. Jafnræði var með liðunum lengst af og skor- uðu liðin sitt hvort markið í fyrri hálfleik. Fyrstur á blað var KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason en Arnar Gunnlaugsson var fljót- ur að svara fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu. Þegar komið var fram í miðjan seinni hálfleik náðu KR-ingar yfirhöndinni og Grétar tryggði gestunum síðan sigurinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var kampa- kátur í leikslok eftir sigur sinna manna. „Þetta var frábær sigur í erfiðum leik. Ánægjulegt að landa þremur stigum. Mér fannst við eiga það skilið en það tók langan tíma að brjóta þá á bak aftur. Á köflum sóttu þeir hart að okkur. Við stýrðum leiknum síðasta hálftímann. Pressuð- um á þá og búum til fullt af fínum tækifærum. Ég var ánægður með karakter leikmanna og það að gefast ekki upp. Við héldum áfram þrátt fyrir að hafa lent í örlitlu mótlæti í fyrri hálf- leik,“ sagði Rúnar. Framarar eru því áfram á botni deildarinnar með eitt stig í húsi af átján mögulegum. „Við spiluðum ágætlega í dag en fengum því miður lítið út úr því. Við eigum í erfiðleikum það er alveg ljóst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, en liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Pepsi-deildinni. - ari KR-ingar eru áfram á toppnum eftir karaktersigur á lánlausu Framliði á Laugardalsvellinum í gærkvöldi: Grétar skallaði KR aftur upp í toppsætið SKALLAÐI KR Á TOPPINN Grétar Sigfinnur Sigurðarson fagnar sigurmarki sínu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Valsmenn unnu frábæran sigur, 2-0, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í sjöttu umferð Pepsi- deildar karla í knattspyrnu, en leikurinn fór fram að Hlíðarenda í gærkvöldi. Matthías Guðmunds- son og Hörður Sveinsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Valsmenn í leiknum, en þeir hafa verið nokk- uð kaldir fyrir framan markið í sumar. Spurning er hvort framherj- ar Valsmanna eru komnir í gang. Valsmenn mættu grimmir til leiks og voru ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en eftir rúm- lega tíu mínútna leik skoraði Matthías Guðmundsson fyrsta mark leiksins. Blikar voru eilítið vankaðir eftir markið og voru nokkuð lengi að komast í takt við leikinn, en smám saman byrjuðu þeir að spila sinn leik og jöfnunarmarkið virt- ist liggja í loftinu. Í síðari hálfleik fengu gestirnir mörg góð tækifæri til að jafna metin en lukkudísirnar voru ekki með þeim að þessu sinni. Valsmenn beittu öflugum skyndisóknum og sköpuðu einn- ig góð marktækifæri, en annað mark Valsmanna kláraði leikinn gjörsamlega. Ingólfur Sigurðs- son, leikmaður Vals, náði lag- legu skoti að marki Blika, boltinn stefndi samt sem áður framhjá en Hörður Sveinsson, leikmaður Vals, var réttur maður á réttum stað og stýrði knettinum í netið. Frábær sigur hjá Hlíðarendapiltum, sem virðast vera komnir aftur á beinu brautina. „Eftir sex umferðir erum við fimm stigum á undan Íslands- meisturunum, það er vel gert af okkar hálfu,“ sagði Kristján Guð- mundsson, þjálfari Vals, eftir leik- inn. „Við vörðum af kappi í kvöld og héldum hreinu í fjórða leikn- um í sumar, en góður varnarleik- ur skilaði okkur þessum sigri. Ég er heilt yfir virkilega sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum í leiknum í kvöld. Markmið okkar eru mörg hver að nást og ég er bara virkilega sáttur við hvernig sumar ið hefur byrjað hjá liðinu. Það væri ofboðslega gaman að vera í toppbaráttunni í allt sumar og jafnvel koma einhverjum á óvart,“ sagði Kristján. „Það sem réði kannski úrslitum í kvöld var einbeitingarskortur hjá mínum drengjum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í gær. „Valsmenn voru góðir í ákveðn- um atriðum, vörðust vel sem lið og nýttu þau færi sem þeir fengu einnig vel. Við vorum líka fínir í ákveðnum atriðum en það sem stendur eftir er að þeir unnu leik- inn,“ sagði Ólafur, sem segir Blika- liðið vera að fá á sig allt of mörg mörk. „Við sem þjálfarar þurfum að kíkja á hvað er að fara úrskeiðis og reyna að laga það. Núna verð- um við að klemma rasskinnarn- ar aðeins saman og fara að halda markinu hreinu, það gengur ekki að við fáum á okkur mark í hverj- um einasta leik.“ - sáp Fimm stigum á undan meisturunum Valsmenn unnu 2-0 sigur á Íslandsmeisturum Blika á Vodafone-vellinum í gær. Valsmenn hafa því unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum í sumar og eru nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði KR. KOM VAL Í 1-0 EFTIR TÍU MÍNÚTNA LEIK Matthías Guðmundsson sést hér fagna marki sínu sem kom Val á bragðið á móti Blikum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það væri ofboðslega gaman að vera í toppbaráttunni í allt sumar og jafnvel koma einhverjum á óvart. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON ÞJÁLFARI VALS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.