Fréttablaðið - 15.06.2011, Page 4

Fréttablaðið - 15.06.2011, Page 4
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR4 GENGIÐ 14.06.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,0103 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,54 115,08 187,97 188,89 165,33 166,25 22,162 22,292 21,163 21,287 18,158 18,264 1,4274 1,4358 183,59 184,69 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is 3 TAPAS AÐ EIGIN VALI OG LÉTTVINSGLAS miklir tapasréttir í Mat u úrvali.mikl w.esjabar. siww HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 790 kr. GILDIR Í 24 TÍMA 1.980 kr. Verð 60% Afsláttur 1.190 kr. Afsláttur í kr. PI PA R\ BW A TB P • SÍ A • 11 155 31 DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhannes- son segir að forsvarsmenn Kaup- þings hafi teiknað upp viðskipta- fléttuna sem fól í sér að Baugur keypti hlutabréf í sjálfum sér fyrir fimmtán milljarða af stjórn- endum félagsins. Þetta kemur fram í greinargerð hans í skaða- bótamáli sem skiptastjóri Baugs hefur höfðað vegna milljarðanna fimmtán. Fléttan gekk undir nafninu Project Polo og var liður í stærri endur skipulagningu Baugs, sem kölluð var Project Fox. „Frumkvæðið kom frá stjórn- endum Kaupþings og var kynnt af þáverandi forstjóra bankans, Hreiðari Má Sigurðssyni,“ segir í greinargerð Jóns Ásgeirs, sem er skrifuð af lögmanni hans, Gísla Guðna Hall. Fléttan gekk út á að Kaupþing lánaði félaginu 1998 ehf. 30 millj- arða til að kaupa Haga af Baugi á miklu yfirverði, að sögn Jóns Ásgeirs með því skilyrði að fimm- tán milljarðar af söluverðmæt- inu yrðu nýttir til að kaupa bréf í Baugi af félögum stjórnarmann- anna, sem aftur voru móðurfélög 1998 ehf. Hið háa kaupverð hafi byggst á því eðli samninganna. Að því er segir í greinargerð- inni fluttust með þessu móti fimm- tán milljarða skuldbindingar af Baugi og á félög stjórnarmann- anna. Þetta hafi verið nauðsynleg björgunaraðgerð til að Kaupþing myndi ekki gjaldfella lán á Baug. Enn fremur hafi eingöngu verið um skuldatilfærslur að ræða en ekkert reiðufé hafi skipt um hend- ur. Með þeim rökstuðningi er full- yrt í greinargerð Jóns Ásgeirs að skaðabótamálið sé ekki reist á neinum grunni. Baugur hafi engu fé tapað og eigendur félaganna ekk- ert grætt á við- skiptunum. Þvert á móti hafi Baugur hagnast og Jón Ásgeir og hans fólk borið af þeim tjón. Í greinargerðinni segjast Jón Ásgeir og lögmaður hans ekki gera athugasemd við það að honum sé einum stefnt í málinu, þótt þeir telji að fyrir þeirri ákvörðun séu í raun engin rök, enda beri hann engu meiri ábyrgð á málinu en aðrir stjórnarmenn sem allir hafi samþykkt gerninginn. Enn fremur hafi ákvörðunin verið borin undir hluthafafund og samþykkt þar án mótmæla. Skiptastjóri hefur þegar höfðað riftunarmál vegna sömu ráðstaf- ana á hendur félögunum sem bréf- in voru keypt af og krefst af þeim fimmtán milljarða. Þetta er gagn- rýnt í greinargerð Jóns Ásgeirs og bent á að hafi einhver verðmæti runnið til félag- anna sé skiptastjóranum í lófa lagið að sækja þau þangað með riftun. Hins vegar sé engum slíkum verðmætum til að dreifa. Enn fremur er bent á í greinargerðinni að ef bæði málin næðu fram að ganga, og fimmtán milljarðar fengjust bæði frá félögunum fimm og úr skaðabótamálinu gegn Jóni Ásgeiri, stæði þrotabúið uppi með 30 milljarða þrátt fyrir að skipta- stjórinn haldi því fram að tjónið hafi aðeins verið 15 milljarðar. Ef marka má greinargerðina kemur þó tæpast til þess, enda segir þar að Jón Ásgeir hafi „ekki nokkur tök á að greiða umkrafða fjárhæð“ enda hafi eignir félaga í hans eigu nú brunnið upp. „Málssókn þessi er óvenjuleg og ómak- leg,“ segir enn fremur, enda hafi Gaumur stutt við Baug alla tíð. Markmið Gaums og eiganda hans geti því ekki hafa verið að skaða Baug. stigur@frettabladid.is HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Hefur ekki nokkur tök á að greiða þrotabúi Baugs fimmtán milljarða, að því er segir í greinargerð hans. Skrifstofu fyrirtækisins á Túngötu var lokað í byrjun árs 2009. Segir Kaupþingsmenn hafa teiknað upp „Project Polo“ Jón Ásgeir Jóhannesson segir fráleitt að Baugur hafi tapað á fléttunni sem skiptastjóri telur að hafi kostað félagið fimmtán milljarða. Viðskiptin hafi verið að frumkvæði Kaupþings til að forðast gjaldfellingu lána. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 24° 23° 19° 26° 23° 18° 18° 23° 19° 28° 27° 37° 19° 22° 18° 17° Á MORGUN 5-10 m/s. 17. JÚNÍ 3-8 m/s. 4 4 6 5 5 8 8 8 8 10 14 5 10 8 12 6 9 8 9 4 6 5 6 6 9 12 13 12 14 10 10 6 SVIPAÐ ÁFRAM Norðaustlægar áttir verða við lýði næstu dagana með þokkalega björtu og mildu veðri syðra en norðan til verður skýjað og svalara. Spáin fyrir 17. júní er fín fyrir Suður- og Vestur- land, en einhver væta er í kort- unum um landið norðanvert. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður NÁTTÚRAN Rjúpum fækkaði um nær allt land á milli áranna 2010 og 2011 og nemur meðalfækkun rjúpna á öllum talningarsvæðum um 26 prósentum. Mat á veiðiþoli stofns- ins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri, afföllum 2010 og 2011 og veiði 2010. Fækkunin varð sérstaklega hröð á Norðausturlandi, þar sem stofninn helmingaðist á milli ára. Á Suður-, Suðvestur- og Vestur- landi virðist stofninn hafa verið í hámarki 2009 og talningar sýna kyrrstöðu á milli 2010 og 2011. Á sex af átta talningar svæðum í frið- landinu á Suðvesturlandi var kyrr- staða eða aukning á milli ára. Rjúpur voru taldar á 43 svæðum í öllum landshlutum. Alls voru taldir 1.285 karrar, sem eru um 2% af áætluðum heildarfjölda karra í landinu samkvæmt nýlegu stofn- stærðarmati. Talið var á um 3% af grónu landi neðan 400 metra hæðar línu. Talningarnar voru unnar í samvinnu við allar nátt- úrustofur landsins, Þjóðgarðinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarð, Fuglavernd, Skotvís og áhugamenn. Um 65 manns tóku þátt í talning- unni að þessu sinni. Náttúruleg lengd stofnsveiflu íslensku rjúp- unnar er um ellefu ár. Stofninn var í hámarki vorið 1998 og aftur tólf árum síðar, árið 2010. - kóp Rjúpnastofninn á Norðausturlandi helmingast á milli ára: Rjúpum fækkar um 26 prósent RJÚPUR Rjúpum fækkar um nær allt land á milli áranna 2010 og 2011. Mat á veiðiþoli stofnsins mun liggja fyrir í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/KK VINNUMARKAÐUR Alþýðusamband Íslands, Ríkisskattstjóri og Sam- tök atvinnulífsins kynntu í gær átak til eflingar góðra atvinnu- hátta sem sérstaklega er beint gegn svartri atvinnustarfsemi. Kveðið var á um slíkt átak í nýgerðum kjarasamningum. „Það er mat Ríkisskattstjóra að svört atvinnustarfsemi hafi færst hér í aukana á síðustu miss- erum og styðja SA og ASÍ það mat,“ segir Skúli Eggert Þórðar- son ríkisskattstjóri. Átakið ber yfirskriftina: Leggur þú þitt af mörkum? Því er ætlað að hvetja atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín á milli. Skúli segir að 12 til 14 einstaklingar muni fara út í nokkur hundruð lítil og meðal- stór fyrirtæki á næstu þremur mánuðum og verði kröftunum beint að þeim atvinnugreinum þar sem líkur á svartri atvinnu- starfsemi eru taldar mestar. - mþl Taka höndum saman: Átak gegn svartri vinnu DANMÖRK Lögreglan í Kaupmanna- höfn fann eitt og hálft kíló af sprengiefnum ásamt skotvopnum og hluta af lögreglubúningum í bíl í gær. Í bílnum var allt sem þarf til að búa til öfluga sprengju, að sögn lögreglunnar. Lögreglan reynir nú að komast að því hvað ökumaður bílsins ætlaðist fyrir. Maðurinn er 27 ára gamall og er frá Bröndby. Hann er á sakaskrá en ekki fyrir brot af þessu tagi. Hann hefur neitað að segja frá því hvers vegna efnin voru í bíl hans. - þeb Stöðvaður í Kaupmannahöfn: Með sprengiefni og skotvopn VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi á Íslandi mældist 7,4 prósent í apríl og lækkaði um 0,7 prósent milli mánaða. Þá er atvinnuleysið 0,9 prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Algengt er að atvinnuástandið batni milli mars og apríl vegna árstíðabundinna þátta, að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu er 8,2 prósent en 6,1 pró- sent á landsbyggðinni. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum eða 12,1 prósent en minnst á Norður- landi vestra eða 3,2 prósent. Atvinnuleysi meðal karla er 7,7 prósent en 7,1 prósent meðal kvenna. - mþl Færri atvinnulausir: Atvinnuleysi 7,4 prósent í apríl

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.