Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 16
16 15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á hyggjur af því að siðgæði næstu kynslóðar fari hrakandi eru líklega jafngamlar siðmenningunni. Þeim eldri finnst oft innprentun góðra siða, gilda og aga hafa tekizt illa hjá þeim yngri. Samt skrimtir mannkynið og má jafnvel halda því fram að margt hafi skánað í aldanna rás. Fréttir af börnum og unglingum snúast oft um einhver vanda- mál, ógnir og hættur sem að þeim steðja. Fjölmiðlar eru yfir- fullir af fréttum um kynferðisbrot gegn börnum, áfengisdrykkju og fíkniefnaneyzlu ungmenna, námsörðugleika, brottfall úr skólum, geðraskanir, offitu- og átröskunar vanda, ólæti og afbrot. Þess vegna er líka full ástæða til að taka eftir góðu fréttunum. Í Fréttablaðinu í gær voru tvær mjög góðar fréttir af unglingum á framhaldsskólaaldri. Önnur var af niðurstöðum evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD. Samkvæmt þeim hefur áfengisneyzla ungmenna snar- minnkað undanfarin sextán ár. Í fyrra sögðust 24 prósent 15 til 16 ára unglinga hafa orðið drukkin mánuðinn áður en spurt var, en árið 1994 sögðust 64% hafa fundið á sér nýlega. Þá kom fram að aðgangur unglinga að áfengi hefði minnkað mjög á þessu árabili. Hin fréttin var af nýrri skýrslu rannsóknamiðstöðvarinnar Rann- sókna og greiningar við Háskólann í Reykjavík, sem sömuleiðis byggist á ýtarlegri könnun meðal unglinga og samanburði við eldri kannanir. Hann leiðir meðal annars í ljós að áfengisneyzla hefur minnkað um tíu prósent á fjórum árum og reykingar um þriðjung hjá 16 og 17 ára framhaldsskólanemum. Þá hreyfa unglingarnir sig meira en áður og verja meiri tíma með foreldrum sínum. Nákvæm gögn vantar um ástandið á foreldrum þessara barna þegar þeir voru á sama aldri en ýmislegt bendir til að ungmennin taki foreldrum sínum jafnvel fram í hollu líferni og bindindissemi. Það er auðvitað ekki bara þeim sjálfum að þakka; þrotlaust for- varnastarf þeirra sem eldri eru virðist hafa borið nokkurn árangur. Og börn eyddu varla meiri tíma með foreldrum sínum nema af því að foreldrarnir gefa sér þann tíma í samveruna. Í könnun Rannsókna og greiningar er ýmislegt sem telja má neikvætt; til dæmis kemur fram að lestur 16 og 17 ára krakka á bæði bókum og blöðum hefur minnkað talsvert á fjórum árum. Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri rannsóknamiðstöðvarinnar, segir við Fréttablaðið að það kunni að endurspegla að lestur unglinga hafi færzt yfir á netsíður og ný raftæki á borð við iPad. Það er áreiðan- lega rétt hjá Jóni. Þessi kynslóð er líkleg til að lesa meira á tölvuskjá en á pappír og það þarf alls ekki að vera slæmt, ef innihaldið er upp- byggilegt. En kannanir sem mæla hagi ungmenna þurfa auðvitað líka að taka mið af slíkum breytingum í samfélagsháttum. Svo mikið er víst að þeir sem eru nú í framhaldsskóla kunna betur á tölvur og ýmis tól en foreldrar þeirra flestra geta látið sig dreyma um að gera. Þeir eru með opnari huga og víðari sjóndeildarhring og eiga fleiri tækifæri. Sennilega þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af þeim. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Tímabundið ákvæði í lögum um greiðslu-aðlögun einstaklinga, þess efnis að frestun greiðslna hefjist við móttöku umsóknar, fellur niður hinn 1. júlí næst- komandi. Ljóst er að Alþingi mun ekki framlengja gildistíma þessa ákvæðis og mun það því skipta töluverðu máli fyrir skuldara hvort þeir sækja um greiðslu- aðlögun fyrir eða eftir næstu mánaðamót. Breyting þessi hefur engin áhrif á þær umsóknir um greiðsluaðlögun sem berast fyrir 1. júlí. Það að fá greiðslufrestun þýðir að ekki má krefja skuldara eða ábyrgðarmenn um gjaldfallnar kröfur eða greiðslur af lánum, ekki má gjaldfella skuldir, gera fjárnám, framkvæma kyrrsetn- ingu eða fá eigur seldar nauð- ungarsölu. Kröfuhafar mega ekki taka við greiðslum þegar greiðslufrestun er í gildi. Þeir sem sækja um eftir 1. júlí fá hins vegar ekki greiðslufrestun fyrr en umsóknin hefur verið samþykkt. Miklu getur því skipt hvenær sótt er um greiðslu- aðlögun og því mikilvægt fyrir þá sem telja sig þurfa greiðslufrestun strax og telja sig uppfylla skilyrði greiðsluaðlögunar að sækja um greiðsluaðlögun fyrir 1. júlí. Fjölmargar fjölskyldur eru í sárum vegna þess að þær ráða ekki við greiðslu- byrði skulda sinna. Mikilvægt er að fólk leiti sér aðstoðar sem fyrst þegar í þennan vanda er komið, meðal annars með því að leita til umboðsmanns skuldara. Hægt er að leita til embættisins með því að koma í Kringluna 1 alla daga frá kl. 9-15. Ekki þarf að panta tíma. Einnig er hægt að hringja á símatíma milli kl. 13-15. Færir ráðgjafar embættis- ins veita þeim sem til embættis- ins leitar ókeypis aðstoð við að finna það úrræði sem hentar. Mikill meirihluti afgreiddra umsókna um greiðsluaðlögun hefur verið samþykktur, eða 790 umsóknir af þeim 950 sem afgreiddar hafa verið. Um 8 prósentum umsókna hefur verið synjað og um 9 prósent hafa verið aftur- kallaðar að frumkvæði umsækjenda sjálfra. Að auki hafa verið afgreidd um 500 önnur greiðsluerfiðleikamál, þar sem leitað er vægari lausna en felast í greiðslu- aðlögun. Ekki frestun greiðslna nýrra umsókna Greiðslu- aðlögun Ásta S. Helgadóttir umboðsmaður skuldara Kröfuhafar mega ekki taka við greiðslum þegar greiðslu- frestun er í gildi. TÍMAMÓTATÓNLEIKAR ÚTGÁFUTÓNLEIKAR GUSGUS VERÐA Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 18. júní. NÝJA PLATAN ARABIAN HORSE HEFUR FENGIÐ TOPPDÓMA Á ÍSLANDI OG ERLENDIS OG ÞETTA ER ÞVÍ EINN AF TÓNLISTARVIÐBURÐUM ÁRSINS. STÓRVIÐBURÐUR Í ÍSLENSKRI TÓNLIST Í BEINNI ÚTSENDINGU Á LÍFINU Á VÍSI. Í BEINNI Á LÍFINU Á VÍSI Grænu áherslurnar Yngsti stjórnmálaflokkurinn, Hægri græn, heldur upp á eins árs afmæli 17. júní. Líkt og við slík tilefni er öllu til tjaldað og hefur einn forsvarsmanna flokksins, Guðmundur Franklín Jóns- son, reifað helstu stefnumál flokksins. Þar má nefna lækkun eldsneytisskatta og að strax verði hafnar stór- framkvæmdir í Helgu- vík, á Grundartanga og Bakka við Húsavík. Skattalækkanir eru þekkt stefnumál hægri- manna, en það verður að viðurkennast að stór- framkvæmdirnar ríma heldur illa við það sem hingað til hefur verið kennt við grænar áherslur. Útburðurinn Ungir sjálfstæðismenn hyggjast verðlauna einn af spámönnum sínum og veita frelsisverðlaun kennd við Kjartan Gunnarsson. Það er allt gott og blessað, en óneitanlega vekur athygli að í tilkynningu frá þeim segir að Kjartan hafi verið ötull við að „bera út hugmyndir frjáls- hyggjunnar“. Hefðu það ekki átt að vera vinstrimenn sem fögnuðu því að frjálshyggjan væri borin út? Hvaða ókláruðu verk? Trúarleiðtoginn Karl Sigurbjörnsson er umdeildur maður þessa dagana. Þjáðar konur leituðu til Karls í von um sálgæslu eftir að hafa sakað trúarleið- toga Karls á þeim tíma, Ólaf Skúlason, um kynferðislega áreitni. Ljóst er að Karl gerði mistök og erfitt er að skilja það öðruvísi en að hagsmunir trúar- söfnuðarins hafi verið settir ofar hagsmunum kvennanna. Karl talar sjálfur um vantraust á kirkjuna, en tekur jafnframt fram að hann hlaupi ekki frá ókláruðu verki. Sá grunur kann að læðast að mönnum að það verk snúi að æru Karls sjálfs en ekki söfnuðar hans. kolbeinn@frettabladid.is Er næsta kynslóð jafnvel skárri en foreldrarnir? Góðar fréttir af unglingunum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.