Fréttablaðið - 15.06.2011, Síða 20

Fréttablaðið - 15.06.2011, Síða 20
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR20 timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 15. júní 1829 Dómur fellur í Hæstarétti í Kambsránsmálinu þegar sjö menn eru dæmdir til hýðingar. 1926 Lög eru staðfest um almannafrið á helgidögum þjóðkirkj- unnar. 1978 Hussein Jórdaníukonungur kvænist Bandaríkjakonunni Lisu Halaby, sem í kjölfarið fær nafnbótina Noor drottning. 1952 Byggðasafnið í Glaumbæ í Skagafirði er opnað almenn- ingi. 1981 Garðar Cortes óperusöngvari hlýtur bjartsýnisverðlaun Bröstes þegar þau eru veitt í fyrsta sinn. 1985 Minnisvarði um Úlfljót lögsögumann er afhjúpaður að Bæ í Lóni. 1987 Fyrsta uppboðið fer fram á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. SÖNGKONAN ELLA FITZGERALD (1918-1996) lést á þessum degi. „Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur, heldur hvert þú ert að fara. Gefstu ekki upp á draumum þínum, því þar sem ást og innblástur eru getur ekkert farið úrskeiðis.“ „Mamma var mikill örlagavaldur í lífi mínu,“ segir Ísfirðingurinn Elsa Haralds dóttir, spurð hví hún valdi hárgreiðslu að ævistarfi, en í dag fagnar hún 40 ára afmæli hárgreiðslu- stofu sinnar Salon VEH. „Eftir landspróf ætlaði ég í kennara nám en þá hafði mamma beðið Helgu Jóakimsdóttur hár- greiðslumeistara að taka mig sem nema. Eftir sveinspróf hélt ég svo utan til hárgreiðslustarfa í Vínarborg, en þá vildi mamma fá mig heim og hafði sigtað út nýtt verslunarhúsnæði í Glæsibæ þar sem hún hvatti mig ein- dregið til að opna hárgreiðslustofu,“ segir Elsa sem þá opnaði margfræga stofu sína í Glæsibæ, með nafni sem virkar eilítið heimsborgaralegt. „Salon VEH hljómar kannski útlenskt og fínt, en er í raun hvers- dagslegt. Í því felst nafnið mitt, Val- björg Elsa Haraldsdóttir og í Glæsibæ rak ég bæði snyrti- og hárgreiðslu- stofu sem orðið salon stóð fyrir í þá daga,“ segir Elsa sem færði út kví- arnar og opnaði Salon VEH í Húsi verslunar innar 1984. „Tímabil mín í háriðn hafa varað tíu ár í senn. Á áratugnum 1970-80 vann ég marga góða og fallega titla í hár- greiðslukeppnum heima og erlendis, og áratuginn á eftir gerðist ég einn af stofnendum Intercoiffure, en það eru alþjóðleg samtök hárgreiðslufólks sem standa fyrir góðum orðstír og framúrskarandi árangri. Ég var for- seti þess til tíu ára hér heima, á sama tíma og ég rak þrjár stofur og var í innflutningi. Upp úr 1990 var ég svo komin í aðalstjórn alþjóðlegu sam- takanna, þar sem ég gegndi ýmsum embættum til ársins 2008, en stærst þeirra var listrænn ráðunautur,“ segir Elsa sem enn á í vændum kaflaskipti á Salon VEH. „Ég hef haft mikinn áhuga á því hvað viðskiptavinurinn gerir við hár sitt eftir að hann kveður fagmanninn; hvernig hann blæs hár sitt, mundar burstann og hvað hann kann, en mín skoðun er sú að fólk þurfi að njóta leiðsagnar áfram eftir að heim kemur. Því er ég nú að láta útbúa nýtt rými á stofunni þar sem fólk getur valið sér allar vörur sem viðkoma hár umhirðu, en nýtur einnig persónulegrar ráð- gjafar fagfólks sem þjónustar við- skiptavininn skrefinu lengra þannig að hann geti óhikað séð um hár sitt heima á baðgólfi fyrir ólík tækifæri lífs síns,“ segir Elsa full tilhlökkunar. „Á þessum fjörutíu árum hef ég verið svo lánsöm að sjá hvað ein iðn- grein getur veitt manni mikið. Það hefur gert mig hamingjusama að hafa snert allar hliðar hennar og starfað með samferðafólki sem hefur í raun og veru haft áhrif á mig og á þátt í því hvar ég er stödd í dag,“ segir Elsa sem er ekki síður áhrifavaldur í lífi íslensks hárgreiðslufólks, því hún hefur útskrifað yfir 100 nemendur sem eru enn að stærstum hluta í starfi. „Frá fyrstu tíð hef ég haft gott og hæfileikaríkt starfsfólk og alltaf ríkt mikil vinátta og trygglyndi á Salon VEH. Á sama tíma hef ég ávallt verið kröfuhörð og kennt á að hægt sé að gera betur, um leið og ég hef brýnt fyrir nemum mínum að kynnast við- skiptavinum sínum og því hvernig þeir vilja hafa hár sitt. Það er bæði lykill að velgengni og dýrmætt vega- nesti fyrir fagmanninn hvert sem hann fer,“ segir Elsa sem eftir allt saman fékk útrás fyrir kennaradraum sinn í hárinu. „Mamma hafði því rétt fyrir sér, og sem kennari í háriðn hef ég verið tals- maður hennar í fjörtíu ár og vona að framtíðarfólk í íslenskri háriðn hugsi alltaf stórt og vel um fag sitt.“ Elsa fer daglega í kaffisopa yfir á Salon VEH en vinnur sjálf á heildsölu sinni í sama húsi. „Ég er enn í leiðsögn og ráðgjöf í starfi mínu þar. Víst er oft beðið um mig á gólfinu og hver veit hvað verð- ur? Það getur vel verið að ég taki dag og dag við stólinn þegar fram líða stundir, því mér finnst gaman að hafa hendur í hári viðskiptavina og eiga við þá yndisleg samskipti, sem ég sakna mjög. Margir hafa fylgt stofunni allan tímann og helst vildi ég hitta þá í hvert sinn sem þeir koma. Á Salon VEH hefur alltaf verið vel tekið á móti öllum, en því miður hafa ekki allir upplifað að fara á góða stofu og láta sinna sér. Það er notaleg upplifun og á hárgreiðslustofum eiga allir að fá á tilfinninguna að þeir séu einstakir.“ thordis@frettabladid.is ELSA HARALDSDÓTTIR HÁRGREIÐSLUMEISTARI: FAGNAR 40 ÁRUM SALON VEH Saknar yndislegra samskipta Á SALON VEH Í 40 ÁR Elsa Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari fór eftir sveinspróf til Sviss þar sem hún lærði frönsku meðfram hárgreiðslustörfum og ól með sér draum um að starfa í hátískuborginni París. Óeirðirnar 1968 gerðu drauminn að engu og hún fór til Vínar í staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI SIGURJÓN SIGHVATS- SON kvikmynda- fram- leiðandi er 59 ára. PÉTUR GUNNARS- SON rit höfundur er 64 ára. SIGRÚN MAGNÚS- DÓTTIR fyrrverandi borgar- fulltrúi er 67 ára. FINNUR GEIR BECK fyrrverandi fréttamaður er 36 ára. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Jakobsdóttir Hverahlíð 20, Hveragerði, áður til heimilis að Dalbraut 17, Bíldudal, lést miðvikudaginn 8. júní á Landspítalanum. Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 13.00. Ásgeir M. Kristinsson Guðjóna Kristjánsdóttir Guðbjörg Kristinsdóttir Birna Kristinsdóttir Jóna Elín Kristinsdóttir Guðbjartur Ólafsson Guðmundur Kristinsson Guðbjörg Benjamínsdóttir Kristján Hörður Kristinsson Valdís Valdimarsdóttir Helga Kristinsdóttir Þórarinn Viðar Hjaltason ömmu- og langömmubörn Okkar ástkæri Friðrik Jens Friðriksson fyrrv. héraðslæknir, Smáragrund 4, Sauðárkróki, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Oddný Finnbogadóttir Björn Friðrik Björnsson Emma Sigríður Björnsdóttir Iain D. Richardson Alma Emilía Björnsdóttir og börn. Eiginmaður minn, Hörður Sigurgrímsson bóndi í Holti, er látinn. Anna Guðrún Bjarnardóttir Alexandrína, drottning Danmerkur og Íslands, lagði hornstein að byggingu Landspítala Íslands við hátíðlega athöfn að viðstöddum miklum mannfjölda fyrir 85 árum. Til að minnast þeirra tímamóta þegar konur fengu kosningarétt 1915 ákváðu reykvískar konur að hefja fjársöfnun til að greiða fyrir stofnun spítala fyrir landið allt í Reykjavík. Sjóðirnir urðu reyndar tveir: Landspítalasjóður Íslands sem var byggingarsjóður og Minningar- gjafasjóður Landspítala Íslands sem átti að styrkja sjúklinga í fjárhagslegum vandræðum. Fimmtán ár liðu frá því byrjað var að safna fjármunum fyrir byggingu Landspítala Íslands þar til elsta hús spítalans við Hringbraut var tekið í notkun. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði bygginguna, sem reis á árunum 1925 til 1930. Fyrsti sjúklingurinn var lagður inn á Land- spítalann 20. desember 1930 og við þann atburð miðast afmælisdagur spítalans. ÞETTA GERÐIST: 15. JÚNÍ 1926 Hornsteinn lagður að Landspítala

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.