Fréttablaðið - 15.06.2011, Side 26
15. JÚNÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ● golf ● kynning
Hin taívanska Yani Tseng styrkti
stöðu sína á heimslista kvenna í
golfi þegar hún vann sinn fimmta
alþjóðlega titil á þessu ári um
helgina.
Tseng, sem situr á toppi
listans, er 22 ára og vann keppni í
Illinois í Bandaríkjunum á LPGA-
mótaröðinni á laugardag. Þetta
er í annað sinn á þessu ári sem
hún vinnur á LPGA mótaröðinni
en einnig sjöundi titill hennar á
LPGA mótaröðinni á fjórum árum.
Í viðtali eftir sigurinn á laugar-
dag sagðist Tseng ekki hugsa
lengur um stöðu sína á toppi
heims listans þar sem það væri
markmið sem hún hefði nú þegar
náð. „Mér hefur gengið frekar
vel svo ég hugsa ekki lengur um
það, vegna þess að það eru svo
margir góðir golfarar á LPGA-
mótaröðinni,“ sagði hún. - mmf
Tseng trónir
enn á toppnum
Yani Tseng er 22 ára og situr á toppi
heimslista kvenna í golfi. NORDICPHOTOS/AFP
● ELSTU GOLFLEIÐ
BEININGARNAR Hug-
leiðingar sem læknaneminn
Thomas Kincaid skrifaði í dag-
bók sína árið 1687 eru álitnar
vera elstu leiðbeiningarnar um
golfspilun. Hann spilaði golf á
golfvellinum í Bruntsfield Links
nærri háskólanum í Edinborg.
Dagbókarfærsla Kincaid frá
20. janúar það ár inniheldur
meðal annars hugleiðingar um
golfkerfi fyrir fatlaða. Þá segist
hann hafa farið út á golfvöll eftir
kvöldmat og lýsir golfsveiflunni
á þennan veg: „Ég uppgötvaði
að eina leiðin til að spila golf
væri að standa eins og maður
gerir í skylmingum með litla
sverðið, beygir hnén lítið eitt
og heldur fótunum, bakinu og
höndunum beygðum, föstum
eða stífum og slakar alls ekki á
meðan slegið er.“
● HVAÐ ER GOLF? Golf er íþrótt þar sem leik-
menn reyna að koma kúlu í holu í sem fæstum högg-
um og er notast við kylfur með mismunandi fláa. Golf
er ein af fáum íþróttum sem ekki eru spilaðar á ákveðið
stórum velli eða vallarhelmingi, stærðin fer eftir stærð
golf vallarins.
Golf er talið vera frá Skotlandi og hefur verið spilað í
að minnsta kosti 500 ár á Bretlandseyjum. Elsti golfvöllur
í heimi er Old Links völlurinn við Musselburgh. Golf eins
og við þekkjum það í dag hefur verið spilað á Old Links
síðan 1672, svipaðar íþróttir voru þó leiknar nokkrum
öldum fyrr.
Heimild: wikipedia.org
Sólstöðuhátíð víkinga
í Hafnarfirði 16.- 20. júní 2011
Víkingamarkaður - Leikhópur
Bardagavíkingar - Erlendir víkingar
Víkingaveitingastaðir í tjöldum
Kraftajötnar - Handverksvíkingar
Dansleikir - Víkingasveitin
Glímumenn - Eldsteikt lamb
Víkingaveislur öll kvöld, o.fl.o.fl.
Fimmtudagur 16. júní.
13.00 Markaður opnaður.
14.00 Bardagasýning
Kynning á viðburðum næstu
daga, sögumenn,
götulistamaður, bogfimi,
tónlist, o.s. frv.
18.00 Bardagasýning.
20.00 Víkingaveisla
í Fjörugarðinum.
21.00 Lokun markaðar.
23.00 Dansleikur Ólafur Árni
Bjarnason
Trúbador og víkingur.
03.00 Lokun.
Föstudagur 17. júní.
13.00 Markaður opnaður.
14.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
14.30 Víkingaskóli barnanna.
15.00 Bardagasýning.
16.00 Víkingasveitin
16.30 Bogfimikeppni víkinga.
17.00 Bardagasýning.
18.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
19.00 Bardagasýning.
20.00 Víkingaveisla
í Fjörugarðinum.
20.00 Lokun markaðar.
22.30 Dansleikur í Fjörukránni.
Gylfi, Rúnar Þór og Megas
halda uppi gleðinni.
04.00 Lokun.
Laugardagur 18. júní.
13.00 Markaður opnaður.
13.00 Kraftakeppni Magnúsar Ver
14.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
14.20 Kraftakeppni Magnúsar Ver
14.40 Víkingaskóli barnanna.
15.00 Bardagasýning.
15.30 Sagnafólk í Hellinum
16.00 Rósin okkar Þjóðleg tónlist
16.00 Kraftakeppni Magnúsar Ver
16.30 Bogfimikeppni víkinga.
17.00 Bardagasýning.
18.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
19.00 Bardagasýning.
20.00 Víkingaveisla
í Fjörugarðinum.
20.00 Lokun markaðar.
23.30 Bjartmar Guðlaugsson.
00.15 Dans á Rósum
04.00 Lokun
Sunnudagur 19. júní.
13.00 Markaður opnaður.
14.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
14.30 Víkingaskóli barnanna.
15.00 Bardagasýning.
15.30 Sagnafólk í Hellinum
16.00 Rósin okkar Þjóðleg tónlist
16.30 Bogfimikeppni víkinga.
17.00 Bardagasýning.
18.00 Hringhorni sýnir forna leiki.
19.00 Bardagasýning.
19.30 Loka athöfn og
víkingahátíð slitið
20.00 Víkingaveisla í
Fjörugarðinum.
20.00 Lokun markaðar.
23.00 Tónlist í Fjörugarðinum
að hætti víkinga.
02.00 Lokun.
Dagskrá sólstöðuhátíðar 2011
Sólstöðuhátíð víkinga verður sett í fimmtánda sinn þann 16. júní
og að vanda verður hún fjölbreytt. Dágóður hópur erlendra
víkinga kemur til okkar, sumir í fimmtánda skiptið. Að venju eru
flestir frá Norðurlöndunum og stærsti hópurinn kemur frá
Færeyjum. Þá má nefna að einn besti handverksmaður
Grænlands verður með okkur á hátíðinni. Sögumenn,
götulistamenn, handverksmenn sem höggva í steina og tré eða
berja glóandi járn, bardagamenn og bogamenn, svo eitthvað sé
nefnt. Víkingahópurinn okkar Rimmugýgur og víkingahópurinn
Hringhorni frá Akranesi verða að vanda með sína skemmtilegu
bardaga og glímutök á hátíðinni. Fjöldinn allur af víkingum
víðsvegar af landinu hefur boðað komu sína á hátíðina. Á þriðja
hundrað víkingar verða á svæðinu þegar mest lætur og fjölhæfir
eru þeir eins og sjá má á upptalningunni hér að framan.
Dansleikir verða fastir liðir meðan á hátíðinni stendur. Þeir sem
koma fram eru Gylfi, Megas og Rúnar Þór, Bjartmar Guðlaugsson
og hljómsveitin Dans á Rósum og víkingurinn og trúbadorinn
ÓlafurÁrni Bjarnason. Einnig mun hljómsveitin Rósin okkar koma
fram en hún hefur sérhæft sig í þjóðlegri tónlist og ekki má
gleyma okkar frábæru Víkingasveit.
Í lokin vil ég þakka þeim sem stutt hafa þetta framtak í gegnum
árin en lógóin þeirra sjást hér til hliðar. Þeir hafa ekki brugðist og
eru búnir að standa með okkur í gegnum öll árin, þeim verður
seint fullþakkað.
Það er von mín að þessi hátíð eigi eftir að halda uppi merki
víkinga og halda áfram að gleðja þá gesti sem á hátíðina koma.
Gleðilega Sólstöðuhátíð Víkinga
Jóhannes Viðar Bjarnason
Fjölskylduhátíð
HOTEL
& Restaurants
Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu okkar www.fjorukrain.is
Sólstöðuhátíð víkinga er fyrir alla fjölskylduna
16. til 20. júní 2011
GARÐABÆR / ÁLFTANES
LÉTTÖL