Fréttablaðið - 15.06.2011, Síða 32
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR
Horfið er aftur til fyrri
tíma þegar stigið er inn
fyrir þröskuldinn á Gömlu
bókabúðinni við Hafnar-
stræti 3-5 á Flateyri. Húsið
við Hafnarstræti á sér
enda langa sögu, en þar
var starfrækt verslun frá
1908 til 1999. Lengst af
ráku hjónin Jón Eyjólfs-
son og Guðrún Arnbjarnar-
dóttir verslun með sitt lítið
af hverju, allt frá álnavöru
til málningar og sælgætis.
Eftir andlát Jóns árið 1950
rak Guðrún verslunina til
dánardægurs árið 1983.
Tóku börn og barnabörn
þeirra hjóna þá við rekstri
verslunarinnar og héldu
honum áfram til ársins
1999.
Árið 2003 festi Minja-
sjóður Önundarfjarðar
kaup á húsinu, sem hýsir
auk verslunarinnar heimili
þeirra Jóns og Guðrúnar.
Íbúð þeirra stendur óbreytt
að mestu leyti. Gestir fá
tækifæri til að skyggnast
inn í íbúðina og njóta þess
gamla anda sem þar svífur
yfir vötnum. Minjasjóður-
inn rekur einnig bókaversl-
un og minjagripaverslun
í húsinu. Þar er hægt að
kaupa notaðar bækur eftir
gömlu búðarvigtinni, en
kíló af lestrarefni kostar
þúsund krónur.
Þar má einnig kaupa
ýmsa minjagripi og sælgæti
í kramarhúsum. Auk þess
sultur og seyði frá Dalbæ á
Snæfjallaströnd, fjallagrös,
jurtate og fleira. Í búðinni
geta börn spreytt sig á
að vigta grjón og hveiti á
gömlu voginni eða skrifa
með bleki og griffli.
Gamla bókabúðin var
nýverið opnuð fyrir sumar-
ið og verður höfð opin út
ágúst frá 11 til 17 alla daga
nema sunnudaga, þegar hún
er opin frá 14 til 17.Elskulegur eiginmaður minn, faðir og
bróðir,
Magnús Magnússon
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann
7. júní. Útför hans fer fram í Grafarvogskirkju 20. júní
kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja
heldur Hjálparstarfsemi Kattholts. Reikningsnúmerið
er 0113-15-38-1290 og kt. 550378-0199. Magnús hefði
viljað það.
Ingibjörg Erla Birgisdóttir
Ólöf Margrét Magnúsdóttir
Halldór Magnússon Gunnlaug Eyfells Árnadóttir
Ólafur Erlingsson Sigríður Margrét Rósinkransdóttir
Svavar Magnússon Emilía Júlía Kjartansdóttir
Einlægar þakkir fyrir allar þær
fallegu og hlýju kveðjur sem okkur
bárust vegna andláts föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Þorsteins Jóakimssonar
bifreiðarstjóra,
Hlíf 2, Ísafirði.
Starfsfólk heimahjúkrunar á Hlíf og læknar og starfs-
fólk Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði fá sérstakar
þakkir fyrir einstaka alúð og góða umönnun.
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Páll Kristmundsson
Rósa Þorsteinsdóttir Árni Aðalbjarnarson
Gunnar Theodór Þorsteinsson Elín Huld Halldórsdóttir
Friðgerður Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
60 ára afmæli
Lilja Jónsdóttir
er sextug í dag, 15. júní. Af því tilefni
munu hún og eiginmaður hennar
Snorri Guðmundsson taka á móti
ætting jum og vinum milli klukkan
18 og 20 í Oddfellowhúsinu að
Vonarstræti 10 í Reykjavík.
Vonast þau til að sjá sem fl esta.
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Dóra Magga
Arinbjarnardóttir
lést fimmtudaginn 9. júní á deild B2, Landspítala í
Fossvogi. Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurður Gestsson
Guðný Elíasdóttir Hörður Ingi Torfason
Grétar Páll Stefánsson Erla Sveinbjörnsdóttir
Kristín Þóra Sigurðardóttir Haraldur Ragnarsson
Salbjörg Sigurðardóttir Guðmundur Magnús
Halldórsson
Gestur Sigurðsson Íris Huld Guðmundsdóttir
Linda Sigurðardóttir Páll Jóhannes Aðalsteinsson
Axel Baldvinsson Halldóra Pétursdóttir
Björgvin Kristjánsson Sigríður Ingólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Hans Ploder
fagottleikari,
lést á Landspítalanum Fossvogi hvítasunnudag
12. júní. Jarðarför verður auglýst síðar.
Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir
Franz Ploder
Aðalheiður Ploder
Bryndís Ploder
Björgvin Ploder
Jóhanna Ploder
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn,
Ómar Árnason
cand act, til heimilis að Móabarði 20,
Hafnarfirði,
lést á St. Jósefsspítala laugardaginn 11. júní.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrafnhildur Oddný Kristbjörnsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Haukur Frímann Pálsson
mjólkurfræðingur frá Sauðárkróki,
Nónhæð 2, Garðabæ,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
13. júní, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju
í Garðabæ mánudaginn 20. júní klukkan 15.00.
Sigurlaug Valdís Steingrímsdóttir
Steingrímur Hauksson Maggý Dögg Emilsdóttir
Sigrún Hauksdóttir Sigbjörn Ármann
Theodóra Hauksdóttir Sigurður Sævar Gunnarsson
og barnabörn
Einlægar þakkir til allra þeirra er
sýndu samúð og vinarhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, systir, ömmu og langömmu,
Valgerðar Guðrúnar
Vilmundardóttur
Skúlagötu 20, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A6 Landspítala
Fossvogi og starfsfólks Múlabæjar fyrir góða umönnun.
K. Kolbrún Baldursdóttir Guðmundur Fr. Ottósson
Ásgeir Torfason Hrefna S. Sigurnýasdóttir
Ástríður G. Torfadóttir Trausti Þ. Ævarsson
Valgerður G. Torfadóttir Elías Kári Halldórsson
Ragnhildur Torfadóttir Kristján Sigurðsson
Þórunn Vilmundardóttir
Jón Árni Vilmundarson
barnabörn og barnabarnabörn
Páll Ólafsson
Norðurbrún 1, Reykjavík,
lést föstudaginn 10. júní síðastliðinn.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigurður Ólafsson.
Innilegar þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
G. Kjartans Sigurðssonar
vélstjóra, Háaleiti 27, Keflavík.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja fyrir alúð og góða umönnun.
Megi guðs blessun fylgja ykkur öllum.
Erla Sigurjónsdóttir
Sigurjón Kjartansson Gerður Eyrún Sigurðarsóttir
Margrét Ragna Kjartansdóttir Pétur Valdimarsson
Hafdís Kjartansdóttir Árni H. Árnasson
Sif Kjartansdóttir Haukur H. Hauksson
Lilja Guðrún Kjartansdóttir Svanur Þorsteinsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Okkar ástkæra
Guðrún Guðmundsdóttir
kjólameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann 13. júní
síðastliðinn.
Guðmundur Helgi Haraldsson
Helga Þorkelsdóttir
Kristrún Haraldsdóttir Þorbjörn Rúnar Sigurðsson
og aðrir aðstandendur.
AFTUR TIL FORTÍÐAR Í gömlu bókabúðinni á Flateyri er selt alls konar
góðgæti, sultur, sælgæti, fjallagrös og fleira.
Kíló af bókum á þúsund krónur