Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 42
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR34 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Ísland heldur enn í veika von um að komast áfram í undan- úrslit á Evrópumeistaramóti U-21 landsliða þrátt fyrir tap fyrir Sviss í gær. Liðið er enn stiga- laust í keppninni og hefur ekki enn skorað mark. Möguleikar Íslands felast í því að vinna Dani nógu stórt um helgina og treysta á að Sviss- lendingar vinni sinn leik gegn Hvít-Rússum. Af frammistöðu liðsins að dæma í gær er hins vegar ljóst að sú von snýst fyrst og fremst um leik að tölum. Strákarnir voru langt frá þeirri spilamennsku sem einkenndi liðið í undankeppninni og kom þeim hingað til Danmerkur. Í gær urðu þeir undir á öllum sviðum knatt- spyrnunnar, sama hvert er litið. Fabian Frei skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins og náði þar með að rota íslenska liðið. Liðið náði ekki rænu fyrr en í síðari hálfleik en þá var staðan orðin 2-0 og Svisslendingar með leik- inn í höndum sér. Íslendingar skoruðu að vísu mark sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu og fengu eitt færi til viðbótar sem ekki var nýtt. Eyjólfur Sverrisson lands- liðsþjálfari reyndi að koma sínum mönnum inn í leikinn með því að breyta um leikaðferð í hálfleik og skipta tveimur varamönnum inn á – þó svo að sá síðari hafið komið inn á þegar stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleiknum. „Ég vildi að strákarnir róuðu leikinn aðeins niður og hægðu á honum. Svisslendingar stjórnuðu ferðinni algerlega í fyrri hálfleik og við þurftum að brjóta upp leik- inn. Við þurftum líka að hafa þor, vera nær leikmönnum og þétt- ari fyrir. Þegar einn leikmaður stendur í svæði þurfa hinir líka að vera í svæði,“ sagði Eyjólfur við Fréttablaðið eftir leikinn. „Ég talaði einnig mikið um það í hálfleik að fótbolti byrjar allt- af á baráttunni. Þú þarft fyrst að sýna andstæðingnum að þú ætlar þér að vera með undirtök- in í leiknum og þá fyrst kemur fótboltinn. Við sýndum það í allri undankeppninni að þegar bar- áttan er í lagi er fótboltinn líka í lagi. Þannig var það alls ekki í fyrri hálfleik.“ Eggert Gunnþór Jónsson, hægri bakvörður Íslands, var ekki að skafa af hlutunum. „Þetta var alveg hrikalegt og það eru engar afsakanir sem við getum falið okkur á bak við. Við komumst aldrei í gang og þeir voru að leika sér að okkur hvað eftir annað. Við litum út eins og vitleysingar,“ sagði Eggert. Svisslendingar voru búnir að vinna baráttuna á miðjunni strax á fyrstu mínútu og gáfu völdin aldrei eftir. Ekki var nóg með að Svisslendingar stjórnuðu spilinu lengst af í leiknum heldur voru þeir einnig gríðarlega duglegir að setja pressu á Íslendinga þegar strákarnir fengu svo loksins boltann. Fyrir utan stuttan kafla í síðari hálfleik áttu Íslendingar fá sem engin svör við því. Þeim var einfaldlega ekki leyft að spila sinn leik. „Það vantaði alla grimmd í okkur,“ sagði Eggert. „Þeir unnu öll návígi og börðust allan tím- ann. Markið setti okkur úr jafn- vægi og við komumst aldrei í takt við leikinn. Við vorum auðvitað búnir að fara yfir hvernig þeir spila en náðum samt aldrei að loka á það í fyrri hálfleik. Þetta breyttist í þeim síðari en þá voru þeir komnir með 2-0 forystu og lögðu áherslu á að halda fengnum hlut. Okkur gekk betur í seinni hálfleik en þá var það of seint.“ Of margir leikmenn íslenska liðsins brugðust í gær og mátti sjá á viðtölum við þá eftir leik að þeir vissu það sjálfir manna best. Eyjólfur náði ekki að leysa þau vandamál sem fylgdu því að missa Aron Einar Gunnarsson í leikbann og kom enn betur í ljós í gær hversu dýrkeypt það hefur reynst íslenska liðinu. Liðið hefur fengið öll sín fjögur mörk á sig eftir að Aron Einar fékk rauða spjaldið og gæði liðsins hafa um leið fallið um marga flokka. Ekkert annað kemur til greina en að láta slag standa gegn Dönum og reyna að grípa síðasta hálmstráið. Leikurinn er þó fyrst og fremst tækifæri fyrir strák- ana að sýna sitt rétta andlit og minna okkur hin á að þrátt fyrir allt séu bjartir tímar fram undan í íslenskri knattspyrnu. Álaborg, áhorf.: 1903 Ísland Sviss TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–13 (3–6) Varin skot Haraldur 3 – Sommer 2 Horn 1–5 Aukaspyrnur fengnar 25–19 Rangstöður 2–5 ÍSLAND 4–3–3 *Haraldur Björnsson 7 Eggert Gunnþór Jónsson 6 Hólmar Örn Eyjólfsson 5 Jón Guðni Fjóluson 5 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Guðmundur Kristjánsson 5 Bjarni Þór Viðarsson 4 (46. Birkir Bjarnason 6) Gylfi Þór Sigurðsson 5 Rúrik Gíslason 6 Alfreð Finnbogason 3 (46. Björn Bergmann Sigurðarson 7) Kolbeinn Sigþórsson 5 0-1 Fabian Frei (1.) 0-2 Innocent Emeghara (40.) 0-2 Strahonja, Króatíu (6) HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR úr Ármanni og ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson keppa bæði í Kladno í Tékklandi í dag og á morgun í einni sterkustu þrautarkeppni heims. Helga Margrét setti Íslandsmet sitt í sjöþraut í Kladno fyrir tveimur árum (5.878 stig) en hún þarf að ná 5.950 stigum til þess að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistara- mótið sem fer fram í Daegu í Suður-Kóreu í haust. Einar Daði keppir þarna í fyrsta skipti í tugþraut í karlaflokki. Við komumst aldrei í gang og þeir voru að leika sér að okkur hvað eftir annað. Við litum út eins og vitleysingar. EGGERT GUNNÞÓR JÓNSSON Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Anton Brink fjalla um EM U21 í Danmörku eirikur@frettabladid.is - anton@frettabladid v Gríptu tækifærið og græjaðu þig upp fyrir bústaðinn. Magnaðir miðvikudagar! 4GB minnislykill fylgir öllum netlyklaáskriftum í dag Á m eða n b irg ðir e nd as t. EKKERT STIG OG EKKERT MARK EFTIR TVO LEIKI Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson gátu ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Strákarnir slegnir í rot í fyrsta höggi Mark Fabians Frei eftir tæpa eina mínútu sá til þess að strákarnir í U-21 landsliðinu áttu aldrei von gegn Sviss í gær. Yfirburðir Svisslendinga voru ótvíræðir lengst af og 2-0 sigur þeirra var síst of stór. FÓTBOLTI Íslenska 21 árs landsliðið á enn smá von að komast í undanúrslitin á EM í Danmörku þrátt fyrir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í riðlinum. Danir unnu 2-1 sigur á Hvít- Rússum í seinni leik riðilsins í gær, en þau úrslit héldu von íslensku strákanna á lífi. Ísland kemst nú í undanúrslitin með því að vinna Dani 4-1 en Svisslendingar verða þá líka að vinna Hvít-Rússa í lokaumferðinni á laugardaginn. Ísland, Danmörk og Hvíta- Rússland væru þá öll jöfn að stigum en íslenska liðið væri með bestan árangur úr innbyrðis- leikjum þessara þriggja liða þar sem liðið væri búið að skora flest mörk. - óój Enn veik von hjá Íslandi: Verða að vinna Danina 4-1 RÚRIK GÍSLASON Spilar í Danmörku og þekkir Danina vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Þeir Gylfi Þór Sigurðs- son og Alfreð Finnbogason sögðu báðir eftir tapið gegn Sviss í gær að þeir væru afar óánægðir með eigin frammistöðu. Sviss vann leikinn, 2-0, og er Ísland enn án stiga í mótinu. „Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir mig,“ sagði Gylfi. „Ég spil- aði langt undir getu bæði í þess- um leik og þeim síðasta. Ég er aðallega ósáttur við sjálfan mig og ég á að spila betur en ég hef verið að gera. Ég skulda liðinu mikið,“ sagði Gylfi. Alfreð tók í svipaðan streng. „Það voru allir á hælunum í kvöld og því miður get ég bara borið ábyrgð á minni frammistöðu. Hún var mjög döpur og ég þarf greini- lega að skoða mín mál.“ Gylfi vonast til að fá tækifæri gegn Dönum á laugardaginn til að endurgjalda stuðningsmönnum Íslands fyrir að styðja við liðið. „Áhorfendurnir í kvöld voru mjög flottir og við strákarnir erum þeim þakklátir fyrir stuðn- inginn. Við þurfum að borga öllum þeim til baka sem hafa flogið yfir til Danmerkur og stutt okkur, með því að sýna okkar rétta andlit gegn Dönum.“ - esá Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason: Ósáttir við sjálfa sig ALFREÐ FINNBOGASON Fékk tækifæri í byrjunarliðinu á móti Sviss en fann sig engan veginn. Hér sést Alfreð í leiknum í Álaborg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.