Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 4
27. júní 2011 MÁNUDAGUR4 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,6625 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,02 116,58 185,64 186,54 164,79 165,71 22,09 22,22 21,160 21,284 17,954 18,060 1,4455 1,4539 184,30 185,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR MENNTAMÁL Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kynnt niðurstöður úr samkeppni um nýtt einkennis- merki ráðsins. Háskóli Íslands fagnar 100 ára afmæli á árinu og mun Stúdenta- ráð stýra hátíðarhöldunum í sept- embermánuði. Þá verður blásið til kynningarherferðar á Stúd- entaráði og er nýja einkennis- merkið liður í þeirri herferð. Einkennismerkið byggir á útliti aðalbyggingar Háskólans og hlut- verki Stúdentaráðs sem málsvara stúdenta. - mþl Stúdentaráð Háskóla Íslands: Nýtt kenni- merki SHÍ GENGIÐ 24.06.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is www.ms.is þér að vinna kalkið úr mjólkinni. Meira fjör með Fjörmjólk! Nú í nýju m umbúðum með skrúftapp a FRAKKLAND Sex fjallgöngumenn létust í snjóflóði í frönsku Ölpun- um á laugardag. Breskur göngu- garpur fann líkin á leið sinni upp Neige Cordier tindinn. Að sögn bæjarstjóra Villar- d‘Arene höfðu fórnarlömbin skipt sér upp í tvo hópa og fetað sig eftir slóða sem er gjarnan not- aður af skíða- og göngufólki. „Fórnarlömbin virðast hafa lent í snjó- og grjótskriðu.“ Ekki hefur enn verið gefið upp hverrar þjóðar göngumennirnir voru. - sm Slys í frönsku Ölpunum: Sex fórust í snjóflóðum AFGANISTAN Átta ára gömul stúlka lét lífið eftir að hafa verið nörruð til þess að færa lögreglumönnum pakka er innihélt sprengju. Uppreisnarmenn færðu telp- unni pakkann og báðu hana um að færa lögreglumönnum er sátu í bíl skammt frá. Er stúlkan nálgaðist bílinn var sprengjan gerð virk með þeim afleiðingum að stúlkan lét lífið. Fjöldi manna slasaðist í árásinni, þar á meðal nokkur börn. Sýslumaðurinn í Char Cheno, þar sem árásin átti sér stað, sagði hana grimma og siðlausa. -sm Átta ára stúlka lést í sprengju: Plötuð til að bera sprengju HEILBRIGÐISMÁL Ástandið á lyflækn- ingadeild Landspítalans verður svo slæmt á tímabili í júlí að einung- is verða þar sjö deildarlæknar að störfum, samkvæmt heimildum blaðsins. Að lágmarki eiga lækn- arnir að vera 22. Deildin er sú yfirgripsmesta á spítalanum, með 300 inni- liggjandi sjúk- linga að meðal- tali. Formaður Félags almennra lækna, Eyjólf- ur Þorkelsson, segir ástandið á Landspítalan- um svo slæmt að álag á starfsfólk sé við hættu- mörk. Líkur á mistökum auk- ist eftir því sem á lagið verði meira. „Þetta snýst um öryggi, bæði sjúklinga og starfsmanna. Það er meiri hætta á að læknar greini vitlaust, þeir misnoti lyf eða áfengi og eigi erfitt með samskipti þegar álagið fer yfir mörkin,“ segir hann. „Auk þess er hægt að skemma fólk fyrir lífstíð ef það situr uppi með að sjúkling- ur deyi á þeirra vakt sem ef til vill hefði mátt bjarga.“ Hann bendir á að sérfræði- læknar, kandídatar eða lækna- nemar muni manna stöður yfir sumartímann sem áður hafi verið ætlaðar deildarlæknum. Þar sé í sumum tilvikum verið að setja lítt reynda einstaklinga í aðstæð- ur sem fylgi ábyrgð sem þeir ættu ekki að axla. „Margir læknar kvíða ástandinu í sumar,“ segir hann. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, tekur í sama streng og segir félagið hafa heyrt beint frá læknum á deildinni sem kvíði sumrinu. Félagið hafi vitað af því að mikill álagstími væri í uppsiglingu og rætt hafi verið við framkvæmdastjóra lyflækninga- sviðs í vor. Hún hafi sagt að þetta yrði erfitt en lítið væri hægt að gera í málunum. „Þetta er ófremdarástand. Þegar fólk er orðið þreytt aukast líkurnar á mistökum. Það óttast ég,“ segir Birna. Vilhelmína Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri sviðsins, segir að vissulega verði júlí erfiður, en tekur þó fyrir að staðan verði óvið- unandi. „Þetta er einhver misskilningur. Við erum með yfir 100 sérfræði- lækna, kandídata og deildarlækna á deildinni og þeir fara í sumarfrí eins og gengur. Það er engin stór- breyting á því sem verið hefur,“ segir hún og bætir við að það sé ekki rétt að það verði einungis sjö læknar starfandi á deildinni í júlí heldur verði þeir oftast tólf. Þó sé erfitt að útiloka að það geti komið einstaka dagar eða vika þar sem þeir verði færri. „Við vissum fyrirfram að þetta yrði okkar erfiðasti mánuður,“ segir hún. „Álagið verður meira en að jafnaði, en ekki óviðunandi.“ sunna@frettabladid.is Álagið á starfsfólk er við hættumörk Formenn læknafélaga segja líkur á læknamistökum aukast vegna læknaskorts á lyflækningadeild. Lágmarksfjöldi deildarlækna er 22 en þeir verða helmingi færri um tíma í júlí. Framkvæmdastjóri hjá LSH segir ástandið ekki óviðunandi. BIRNA JÓNSDÓTTIR FÉLAGSMÁL Tekin var fyrsta skóflustungan að nýjum íbúðum aldraðra í Bolungarvík á laugar- dag. Það er Byggingarélag heldri borgara í Bolungarvík sem stend- ur að baki framkvæmdinni, að sögn fréttavefsins vikari.is. Um er að ræða þriggja hæða byggingu sem mun telja 15 íbúð- ir sem eru 70 - 90 fermetrar að stærð. Áætlað er að verð minni íbúðanna verði 19 milljónir en að þær stærri kosti 24 milljónir. Reiknað er með að það taki átján mánuði að fullklára bygg- inguna en stefnt er að því að húsið verði orðið fokhelt 1. des- ember næstkomandi. - shá 15 íbúðir fyrir aldraða: Íbúðir rísa á Bolungarvík Ökklabrotnaði við Glym Kona á sjötugsaldri ökklabrotnaði þegar hún var á göngu við fossinn Glym í Hvalfirði í hádeginu. Sjúkrabíll kom á vettvang og flutti konuna á spítala í Reykjavík. SLYS VILHELMÍNA HARALDSDÓTTIR SLYS Sjúkraflutningamenn hjá Brunavörnum Suðurnesja sinntu um tug útkalla á laugardag og fimm á föstudag. Á Sólseturshátíðinni í Garði bárust þrjú útköll þar sem sjúkra- bíls var þörf, en í tveimur þeirra var um að ræða pústra á milli gesta. Sex útköll komu á sama klukkutímanum á laugardags- morgun en í öllum tilvikum var um veikindi að ræða. - ka Erill á Suðurnesjum: Pústrar í Garði VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 30° 26° 26° 30° 31° 24° 24° 27° 28° 30° 28° 29° 20° 33° 21° 22°Á MORGUN Stekkingur allra vestast en annars hægari. MIÐVIKUDAGUR Fremur hægur vindur. 8 7 10 13 141612 8 7 7 13 11 14 11 7 6 8 8 7 8 5 9 9 6 9 9 9 8 5 9 10 11 15 ÁFRAM AF NORÐI Það verður ekkert lát á norðlægum áttum á næst- unni og því má búast við frekar svölu veðri áfram, að minnsta kosti norðan- og austan- lands. Það verður nokkuð bjart sunnan og vestan til en væta um landið norðan- og austanvert. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður DÝRALÍF Kríuvarp hefur farið illa af stað í ár. Í vörpum á Snæfells- nesi fannst ekki stakt hreiður við talningu í síðustu viku, en Nátt- úrufræðistofnun og Háskólasetrið á Snæfellsnesi vinna nú að því að rannsaka kríuvörpin. „Síðastliðin ár höfum við verið við mælingar á Snæfellsnesi en þar kom í ljós að ungarnir voru ekki að fá nægilega mikið að éta yfir sum- arið. Þar er því fæðuskortinum um að kenna,“ segir Freydís Vig- fúsdóttir, doktorsnemi í dýravist- fræði. Freydís og samstarfsmenn henn- ar hafa verið við mælingar á Norð- austurlandi síðustu þrjá daga. „Við erum í fyrsta skipti við mæl- ingar á Melrakkasléttu og hér segja heimamenn að varp hafi verið lélegt undanfarin ár og það sér verulega á vörpunum þetta sumarið. Svo hefur veðurfarið einnig verið lélegt, sem bætir vissulega ekki úr skák,“ segir Freydís. Hún segir kríurnar jafn- framt vera harðgera fugla sem eigi að geta staðið svona hret af sér. „Nú stefnum við að því að mæla fæðu unganna og vaxtarþroska, en það mun þá segja okkur hvernig varpið gengur,“ segir Freydís. - ka Algjört hrun hefur orðið í kríuvarpi samkvæmt nýjum tölum: Ekkert hreiður fannst við talningu KRÍA Kríuvarp hefur farið illa af stað í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ferðum Herjólfs fjölgað Ferðum Herjólfs á milli Lands og Eyja hefur verið fjölgað úr 4 í 5 ferðir á dag á mánudögum og miðvikudögum. Þessi breyting gildir frá og með 29. júní og að minnsta kosti fram í miðjan ágúst en þá verður metið hvort þetta fyrirkomulag haldi áfram út sumartímabilið. SAMGÖNGUR Á LANDSPÍTALANUM Í júlí verða aðeins sjö læknar á vakt suma daga á lyflækninga- deild, samkvæmt heimildum blaðsins, en að lágmarki eiga þeir að vera 22. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.