Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 27.06.2011, Blaðsíða 42
27. júní 2011 MÁNUDAGUR26 Grindavíkurvöllur, áhorf.: 1.038 Grindavík KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–15 (3–7) Varin skot Hannes 3 – Óskar 4 Horn 4–4 Aukaspyrnur fengnar 9–15 Rangstöður 3–3 KR 4–5–1 Hannes Halldórsson 6 Magnús Már Lúðv. 6 Grétar S. Sigurðars. 6 Skúli Jón Friðgeirss. 7 *Guðm. R. Gunn. 8 Gunnar Örn Jónsson 8 (89. Gunnar Þ. G. -) Ásgeir Örn Ólafsson 6 Bjarni Guðjónsson 7 (81. Kjartan Henry -) Óskar Örn Hauksson 5 (68. Viktor Bjarki 5) Guðjón Baldvinsson 5 *Maður leiksins GRINDAV. 4–4–2 Óskar Pétursson 6 Guðm. E. Bergsteinss. 5 Orri Freyr Hjaltalín 5 Ólafur Örn Bjarnason 6 Ray A. Jónsson 5 Matthías Ö. Friðrikss. 4 (72. Scott Ramsay -) Jamie McCunnie 6 Jóhann Helgason 6 Yacine Si Salem 6 (72. Óli B. Bjarnas. -) Magnús Björgvinss. 7 Robbie Winters 7 0-1 Ásgeir Örn Ólafsson (49.) 0-2 Guðm. Reynir Gunnarsson (54.) 0-3 Gunnar Örn Jónsson (86.) 0-3 Guðm. Árs. Guðm. (8) Vodafone-völlur, áhorf.: óuppg. Valur Víkingur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–7 (5–4) Varin skot Haraldur/Sindri 2 – Magnús 4 Horn 4–5 Aukaspyrnur fengnar 10–5 Rangstöður 1–1 VÍKINGUR 4–3–3 Magnús Þormar 6 Walter Hjaltested 6 (66. Marteinn Briem 6) Milos Miojevic 6 (75. Kjartan D. Bald. -) Mark Rutgers 8 Sigurður E. Lárusson 7 Denis Abdulahi 7 Kristinn Magnússon 6 Halldór S. Sigurðss. 6 Baldur I. Aðalsteinss. 5 (83. Patrik Atlason -) Pétur Markan 4 Viktor Jónsson 5 *Maður leiksins VALUR 4–3–3 Haraldur Björnsson 4 Jónas Tór Næs 5 Atli Sveinn Þórarinss. 5 Halldór Kr. Halldórss. 6 Pól J. Justinussen 6 *Haukur Páll Sig. 8 Guðjón Pétur Lýðss. 6 Christian Mouritsen 4 (76. Þórir Guðjónss. -) Arnar Sveinn Geirss. 4 Ingólfur Sigurðsson 5 (27. Sindri Snær J. 5) Hörður Sveinsson 3 (49. Rúnar Már S. 7) 0-1 Marteinn Briem (79.) 1-1 Guðjón Pétur Lýðsson (86.) 2-1 Haukur Páll Sigurðsson (93.) 2-1 Þorvaldur Árnason (7) Pepsi-deild karla Fylkir - Þór 1-1 Valur - Víkingur 2-1 Grindavík - KR 0-3 STAÐAN KR 8 6 2 0 17-6 20 ÍBV 8 5 1 2 11-6 16 Valur 7 5 0 2 9-4 15 Fylkir 8 4 2 2 13-11 14 Stjarnan 8 3 2 3 12-13 11 FH 7 2 3 2 11-8 9 Keflavík 6 2 2 2 9-8 8 Breiðablik 7 2 2 3 10-13 8 Þór 8 2 2 4 8-14 8 Grindavík 8 2 1 5 9-14 7 Víkingur 8 1 3 4 5-10 6 Fram 7 0 2 5 4-11 2 NÆSTU LEIKIR Breiðablik - Keflavík í kvöld kl. 19.15 Fram - FH í kvöld kl. 20.00 1. deild karla Þróttur - BÍ/Bolungarvík 2-2 0-1 Hafþór Atli Agnarsson (15.), 1-1 Dusan Ivkovic (20.), 1-2 Atli Guðjónsson (43.), 2-2 Sveinbjörn Jónasson (70.). STAÐAN ÍA 8 7 1 0 23-3 22 Selfoss 8 5 1 2 20-9 16 Haukar 8 4 1 3 12-9 13 BÍ/Bolungarvík 8 4 1 3 11-14 13 Þróttur 8 3 2 3 10-11 11 Fjölnir 8 3 2 3 12-15 11 ÍR 8 3 2 3 11-15 11 Grótta 8 2 4 2 6-8 10 KA 8 3 1 4 9-13 10 Víkingur Ó. 8 2 3 3 8-10 9 Leiknir 8 0 4 4 6-11 4 HK 8 0 2 6 9-19 2 ÚRSLIT GOLF Mikil spenna var á lokadegi Eimskipsmótaraðarinnar á Hval- eyrarvelli í Hafnarfirði í gær þar sem úrslit réðust í karlaflokki í bráðbana. Haraldur Franklín Magnús úr GR tryggði sér sigur í bráðabana gegn Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem er einnig úr GR. Í kvennaflokki sóð Tinna Jóhannsdóttir, Keili, uppi sem sig- urvegari. Haraldur og Guðmundur Ágúst léku báðir hringina þrjá á samtals -4. Guðmundur Ágúst var með tveggja högga forskot fyrir loka- holuna. Haraldur Franklín fékk fugl (-1) á lokaholunni á meðan Guðmundur Ágúst fékk skolla (+1) og þeir voru því jafnir. Ólafur Björn Loftsson úr NK varð þriðji á -2 samtals. „Þetta var ekkert það stress- andi. Ég var að spila með einum góðum vini mínum í hollinu og svo gömlum golfkennara okkar, honum Ólafi Má Sigurðssyni,“ sagði Har- aldur við Fréttablaðið. „Þetta var því frekar heimilislegt.“ Hann segist hafa notið þess að pressan hafi ekki verið á honum lengst af. „Ég var á eftir eigin- lega allan daginn og því að reyna að sækja á forystu Guðmundar. Hann var reyndar frekar óhepp- inn í bráðabananum og fór tvisvar í sandgryfju og fékk skolla.“ Hann var ánægður með spila- mennskuna um helgina. „Púttin gengu vel hjá mér og náði ég að setja allt ofan í af stuttu færi. Það getur verið mjög dýrt að klikka á því.“ Tinna Jóhannsdóttir úr Keili vann upp sex högga forskot Val- dísar Þóru Jónsdóttur úr Leyni á lokakeppnisdegi Eimskipsmótar- aðarinnar í golfi. Tinna lék Hval- eyraholtsvöllinn á 70 höggum eða -1 í gær og var samtals á 7 höggum yfir pari eftir þrjá hringi. Valdís Þóra varð önnur á +8 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK varð þriðja á +9. Valdís Þóra og Tinna voru jafn- ar á +7 eftir 15 holur á lokadegin- um en Valdís fékk skolla (+1) á 17. braut en Tinna gerði engin mistök og lék síðustu 8 holurnar á pari. Hún fékk tvo fugla (-1) á fyrri 9 holunum og skolla á 10. braut (+1) en aðrar brautir lék hún á pari. Tinna hefur sigrað á tveimur síðustu stigamótum Eimskipsmót- araðarinnar á þessu tímabili en Guðrún Brá sigraði á því fyrsta. - seth, esá Haraldur Franklín Magnús, GR, og Tinna Jóhannsdóttir, Keili, unnu þriðja stigamótið í Eimskipsmótaröðinni: Var frekar heimilislegt hjá okkur í hollinu HARALDUR FRANKLÍN Hafði betur gegn félaga sínum úr GR, Guðmundi Ágústi Kristjánssyni, í bráðabana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓTBOLTI KR-ingar styrktu stöðu sína á toppi Pepsídeildar karla með góðum 3-0 sigri á Grindvík- ingum suður með sjó í gærkvöldi. Vesturbæingar eru því enn á toppi deildarinnar með 20 stig en Grind- víkingar sitja eftir í 10 sæti með einungis 7 stig. Það var þó ekki að sjá í fyrri hálfleik að liðin væru að berjast sitt á hvorum enda deildarinnar. Fyrri hálfleikur var með dauf- ara móti og lítið markvert gerð- ist. KR-ingar voru þó ívið sterk- ari en náðu þó ekki að skapa sér nein afgerandi færi. Færaleysið hrjáði einnig heimamenn og stað- an því markalaus er flautað var til hálfleiks. Rúnar Kristinsson þjálf- ari KR-inga hefur líklegast mess- að vel yfir sínum mönnum í leik- hléinu því allt annað KR-lið mætti til leiks. Eftir einungis 10 mín- útna leik í seinni hálfleik var stað- an orðin 0-2 gestunum í vil. Fyrst skoraði Ásgeir Ólafsson með skoti úr teignum og skömmu síðar skor- aði Guðmundur Reynir Gunnars- son skallamark eftir vel útfærða skyndisókn. Eftir þessa góðu byrj- un KR-inga náðu þeir tangarhaldi á leiknum og slepptu því ekki það sem eftir lifði leiks. Varamaðurinn Kjartan Henry Finnbogason inn- siglaði svo sigur sinna manna með þriðja markinu undir lok leiksins. Ólafur Örn Bjarnason spil- andi þjálfari Grindvikinga var að vonum súr að leik loknum. „Frammistaða míns liðs var ekk- ert alslæm í fyri hálfleik og við fengum ákeðin tækifæri fyrstu 45 mínútur leikins. Við vorum oft við það að sleppa í gegn og oft vantaði einungis herslumuninn hjá okkur, en því miður náðum við ekki að nýta okkur neitt af því sem við fengum í dag og það er erfitt gegn jafn sterku liði og KR. Þeir eru erfiðir ef þeir skora fyrsta mark- ið og það er erfitt að eiga við þá ef þeir ná völdum í leiknum. Við samt sem áður gáfum þeim þessi mörk, vorum klaufar og sjálfum okkur verstir í því að missa boltann á hættulegum stöðum á vellinum.“ Ásgeir Örn Ólafsson einn af markaskorurum KR-inga var hæstánægður með sigurinn og ekki síst sitt framlag til leiksins. Það er frábært að ná þremur stig- um hérna. Ég er sáttur með minn leik og frábært að skora mitt fyrsta mark í úrvalsdeild með KR.“ - ae KR vann 3-0 sigur á Grindavík suður með sjó og er með 20 stig af 24 mögulegum á toppnum: KR-ingar enn taplausir á toppi deildarinnar Á SIGURBRAUT Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Valsmenn unnu ótrúlegan sigur, 2-1, á Víkingum í 8.umferð Pepsi-deildar karla á Vodafone- vellinum í gær. Valsmenn misstu mann út af með rautt spjald eftir hálftíma leik og léku einum færri út leiktímann. Víkingar komust yfir þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum, en það mark gerði varamaðurinn Marteinn Briem. Valsmenn fengu vítaspyrnu á 86. mínútu þegar Marteinn Briem braut á Rúnari Má Sigur- jónssyni, leikmanni Vals, en Guð- jón Pétur Lýðsson skoraði örugg- lega úr þeirri spyrnu. Eftir þetta var aðeins eitt lið inni á vellinum og Valsmenn ætluðu greinilega að klára dæmið. Það gekk eftir og Haukur Páll Sigurðsson náði að skalla boltann í netið nokkr- um sekúndum áður en Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Magnaður sigur hjá Valsmönnum og mikill karakter sem liðið sýndi í gær. „Þetta er hrikalega ljúft,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, leikmað- ur Vals, eftir leikinn í gær. „Við ætluðum alltaf að sækja til sigurs þó svo að við yrðum einum færri. Það var gríðarlegur vilji og baráttu í öllu liðinu og það skilaði þessum sigri.“ Valsmenn urðu einum færri eftir um hálftíma leik en það hafði ekki mikil áhrif á leik liðsins. „Við héldum bara áfram okkur skipulagi og héldum boltanum vel innan liðsins, þrátt fyrir að vera einum færri. Við lögðum bara það mikla vinnu á okkur í kvöld og þá uppsker maður oftast sigur. Þegar við jöfnuðum leikinn þá sóttum við boltann strax í netið og menn voru staðráðnir í því að vinna hérna á heimavelli,“ sagði Haukur Páll. „Það er komið það eðli í þetta lið að gefast ekki upp og það sá maður í kvöld,“ sagði Kristján Guðmunds- son, þjálfari Vals, eftir leikinn í gær. „Frammistaða leikmanna heilt yfir var í fínu lagi í kvöld og menn lögðu sig virkilega mikið fram eftir að við urðum einum færri. Eftir að við jöfnum leikinn þá losn- ar um ákveðna spennu hjá leik- mönnunum og strákarnir nýttu sér það og náði að innbyrða sigur. Við þjálfararnir erum virkilega ánægðir með þann karakter sem liðið sýndi í kvöld og það styrkir bara þá trú sem við höfum á þess- um strákum.“ „Það er alltaf svekkjandi að tapa og en meira svekkjandi að tapa á þennan hátt,“ sagði Andri Mar- teinsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við vorum einum fleiri megn- ið af leiknum og með hann í fínu jafnvægi en síðan gerist bara eitt- hvað síðustu tíu mínúturnar. Þeir eru allt í einu betri á öllum svið- um og það virkaði hreinlega eins og þeir væru einum fleiri, sem er óskiljanlegt. Svona gerist ef menn klára ekki sína vinnu og við buðum bara hættunni heim í kvöld,“ sagði Andri Marteinsson eftir leikinn í gær. - sáp STYRKIR TRÚ MÍNA Á STRÁKUNUM Valsmenn unnu magnaðan sigur á Víkingum, 2-1, þrátt fyrir að hafa leikið manni færri í meira en 60 mín- útur og lent undir í leiknum. Haukur Páll Sigurðsson skoraði sigurmark Vals með lokaspyrnu leiksins. SKORAÐI JÖFNUNARMARKIÐ Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Vals, með boltann í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.