Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 29. júní 2011 11 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn MENNING Jörundi hundadagakonungi er gert hátt undir höfði á nýjum veitingastað, Happi, við Austurstræti 22. Segja má að Jörundur sé snúinn aftur heim, en hann dvaldi í hús- inu sumarið 1809, eftir að hafa tekið völdin hér á landi. Kristján Vigfússon, einn eigenda Happs, segir að sögu Jörundar séu gerð skil á sýn- ingu í húsinu, enda sé það við hæfi á hans gamla heimili. Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ritar texta sýningarinnar, en hún hefur öðrum fremur rannsakað sögu Jörundar. Jörundur steig hér á land í lok júní 1809 og rauf einokun Dana, en hann var í fylgd bresks sápukaupmanns. Hann gekk ásamt nokkrum sjóliðum á fund Trampe greifa, æðsta fulltrúa Danakonungs, og tók í raun völdin á landinu. Segja má að hann hafi skrifað stjórnarskrá fyrir landið, sem meðal annars kvað á um kosningarétt til handa öllum. Valdatíð hans varð þó endalepp en böndum var komið yfir hann í lok ágúst sama ár og hann tók við völdum. Hefur valdatíð hans verið kennd við hundadaga. Austurstræti 22 er eitt þeirra húsa sem skemmdist í brunanum árið 2007. Það hefur nú verið endurreist og miklar endurbætur hafa átt sér stað á reitnum. - kóp Sýning um Jörund hundadagakonung í hans gamla heimili í Landsyfirréttarhúsinu við Austurstræti 22: Jörundur snúinn aftur í Austurstrætið AUSTUSTRÆTI 22 Landsyfirréttarhúsið gamla hefur fengið aftur sitt virðulega yfirbragð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Íslensk kona á þrítugs- aldri hefur verið ákærð fyrir tilraun til stórfellds fíkniefna- smygls. Konunni er gefið að sök að hafa í janúar staðið að inn- flutningi á 144,68 grömmum af e-töfludufti ætluðu til sölu hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin, sem unnt er að framleiða úr um 1845 e-töflur, flutti konan innvortis til Íslands. Hún kom í flugi frá Kaupmanna- höfn en var handtekin við kom- una til Keflavíkurflugvallar. - jss Ákærð fyrir fíkniefnasmygl: Með e-töfluduft falið innvortis HEILBRIGÐISMÁL Samkvæmt nýjum tillögum landlæknis verður gerð krafa um að allir á methylhpenidat-lyfjum (rítalíni) séu með lyfjaskírteini til að fá þeim ávísað. Samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi um ára- mót, geta einungis geðlæknar, barna- og unglingageðlæknar, taugalæknar og barnalæknar sótt um lyfjaskírteini fyrir þá einstaklinga sem þurfa á lyfj- unum að halda. Samkvæmt landlækni benda fyrstu niðurstöður til þess að breyttu reglugerðirnar séu að bera árangur, þó fær enn nokk- ur fjöldi einstaklinga lyfjunum ávísað án skírteinis. - sv Landlæknir breytir reglum: Þurfa skírteini vegna rítalíns RÍTALÍN Nú þarf að framvísa lyfja- skírteini til þess að fá rítalíni ávísað hjá lækni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.