Fréttablaðið - 29.06.2011, Side 10
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR10
Landsbankinn fjármagnar
byggingu hótels á Akureyri
Við óskum Eignasamsteypunni og Icelandair Hótel
til hamingju með opnun nýs hótels á Akureyri.
ATVINNUMÁL Alcoa og Norðurál, sem
starfrækja álverin á Reyðarfirði og
á Grundartanga, þurftu að hafna
mörg hundruð manns sem sóttu um
sumarvinnu í álverunum í sumar.
Fimm sóttu um hvert starf sem
Fjarðaál auglýsti. Norðurál tak-
markaði auglýsingar um störf við
Vesturland vegna aðsóknar undan-
farinna ára.
Í sumar eru um eitt hundrað
ungmenni í sumarvinnu í álverinu
á Reyðarfirði en 165 hjá álverinu á
Grundartanga.
Elín Jónsdóttir, sérfræðingur í
mannauðsteymi Fjarðaáls, segir
að fyrirtækinu hafi borist um 500
umsóknir. Flestar hafi verið frá
framhalds- og háskólanemum á
aldrinum átján til 25 ára. Sex af
hverjum tíu koma af Austurlandi en
40 prósent úr öðrum landshlutum.
„Þessir krakkar koma víðs
vegar að en þau eiga flest teng-
ingu hingað á svæðið. En þetta er
gríðarlegur fjöldi sem sýnir þess-
ari vinnu áhuga,“ segir Elín. Hún
segir jafnframt að á umsækjendum
sé að heyra að litla vinnu sé að fá
og margir njóti þess að hafa unnið
áður hjá fyrirtækinu.
Mikið er talað um samfélagsleg
áhrif þess að stór fyrirtæki rísi.
Elín segir að þessu megi finna stað
enda sé alltaf viss hópur sem íleng-
ist eftir að hafa unnið í álverinu
með skóla. „Sumir verða um kyrrt
af því að það er erfiðara fyrir
marga að fara í skóla þar sem þeir
njóta ekki sama stuðnings frá for-
eldrum sínum og þeir gerðu fyrir
hrun.“
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, segir að sumarstörf hafi
aðeins verið auglýst á Vesturlandi
en reynsla liðinna ára sýni að þegar
auglýst sé á landsvísu sæki fimm
til sex um hvert starf. Þrátt fyrir
takmarkaðar auglýsingar sóttu vel
yfir 300 manns um 165 sumarstörf
hjá fyrirtækinu.
Stefna Norðuráls er að starfsfólk
komi sem mest úr nágrannabyggð-
um en um 80 prósent starfsmanna
eru búsett á Akranesi, í Borgar-
nesi og nærsveitum. Þessi stefna
nær einnig yfir ráðningar sumar-
starfsfólks.
„Þessi störf hjá okkur eru umset-
in enda möguleiki á ágætis tekjum
yfir sumarið,“ segir Ragnar sem
bætir við að hluti starfsfólksins
hafi menntað sig í beinu sambandi
við sumarstörf í álverinu og skili
sér seinna sem menntaðir fastráðn-
ir starfsmenn. svavar@frettabladid.is
Ásókn í störf hjá álverunum
Fimm manns sóttu um hvert laust sumarstarf hjá álveri Alcoa á Reyðarfirði. Bæði Alcoa og Norðurál þurfa að
vísa skólafólki frá í hundraðavís. Fjórir af hverjum tíu sem fá vinnu í Fjarðaáli koma úr öðrum landshlutum.
STÓRIR VINNUSTAÐIR Sumarvinna er ekki sjálfsögð eins og kemur fram í fjölda
umsókna um sumarstörf álveranna á Reyðarfirði og á Grundartanga. SAMSETT MYND/RÓSA
NÁTTÚRA Hvítabjörninn sem var
felldur í Rekavík á Hornströndum
í byrjun maí var ríflega þriggja
ára gömul birna. Hún var við það
að verða kynþroska; 95 kíló og 173
sentimetrar að lengd.
Birnan var skotin úr þyrlu
Landhelgisgæslunnar tæpum sex
tímum eftir að hún sást fyrst á
vappi í fjörunni í Hælavík. Björn-
inn var fluttur samdægurs til
Reykjavíkur og afhentur Náttúru-
fræðistofnun Íslands.
Karl Skírnisson, dýrafræðing-
ur á Tilraunastöðinni á Keldum,
sá um rannsóknir á dýrinu ásamt
fleirum. Birnan er talin hafa fylgt
móður fram á seinni hluta vetrar
2010 en eftir það hafi hún þurft
að standa á eigin fótum. Gróflega
áætlað nam fituforði birnunnar
ekki nema um fimm prósentum af
líkamsþyngd sem telst óeðlilega
lítið miðað við árstímann. Útilok-
að er að þessi óverulegi fituforði
hefði nægt birnunni til að tímgast
í ár. Krufning leiddi ekkert annað
óeðlilegt í ljós.
Birnan hafði ekkert étið áður en
hún var felld en nokkrar gráleit-
ar vængfjaðrir, væntanlega af fýl,
fundust í maga og nokkrar bringu-
fjaðrir af svartfugli fundust aftast
í meltingarveginum. Það bendir
til þess að birnan hafi ekki verið
alveg nýkomin í land. - shá
Hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík reyndist illa haldinn miðað við árstíma:
Grindhoruð þriggja ára birna
HÆLAVÍKURBANGSINN Nokkrar fugls-
fjaðrir fundust í maga og meltingar-
færum birnunnar. MYND/LHG
DANMÖRK Um 65 þúsund dönsk
börn bjuggu við fátækt árið 2009
og hefur þeim fjölgað stórlega
frá árinu 2002. Þetta kemur fram
í frétt danska ríkisútvarpsins.
Samkvæmt Efnahagsráði verka-
lýðshreyfingarinnar óx hlutfall
fátækra barna um 51 prósent.
Viðmið OECD, sem notuð eru í
þessari könnun, skilgreina heim-
ili sem fátækt ef tekjur þess eru
undir 50 prósentum af meðal-
tekjum. Aukningin er rakin til
þess að styrkir og framlög til
tekjulágra hafa lækkað. - þj
Kanna fátækt í Danmörku:
Fjölgun í hópi
fátækra barna
NOREGUR Nýjum lögum um fyrir-
tækjaskatt á Svalbarða er ætlað að
koma í veg fyrir að stórfyrirtæki
nýti sér eyjuna sem skattaskjól.
Hingað til hefur skatthlutfallið
verið 16 prósent í stað 28 prósenta
eins og gerist á meginlandi Nor-
egs, en nú mun sérstaki skattur-
inn einungis gilda um fyrirtæki
með árstekjur undir 10 milljónum
norskra króna.
Aftenposten nefnir fyrirtækið
Seadrill. Á vegum þess er einn
starfsmaður á Svalbarða og sér
um útleigu á tveimur olíubor-
pöllum. Á síðasta ári sparaði sú
starfsemi um 85 milljónir norskra
króna í skattgreiðslur, um 1,8
milljarð íslenskra. - þj
Skattabreytingar í Noregi:
Svalbarði ekki
skattaparadís
SKATTASKJÓL Svalbarði verður ekki
eins aðlaðandi fyrir stórfyrirtæki eftir
breytingar á skattalögum.
LEITAR AÐ JARÐSPRENGJUM Jórdönsk
kona leitar að jarðsprengjum nálægt
landamærum Sýrlands, þar sem stefnt
er að því að hreinsa 104 kílómetra
langt svæði alveg af sprengjum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP