Fréttablaðið - 29.06.2011, Side 23
GÓLFEFNI
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011
Kynningarblað
Parket
Dúkar
Korkur
Teppi
Marmari
Flísar
Álfaborg hefur í aldarfjórðung selt
landsmönnum gólfefni og bíður nú
nánast allar tegundir, svo sem flísar,
parket, teppi og dúka. Spennandi
sumartilboð eru í versluninni um
þessar mundir og margir sem koma í
verslunina eru að huga að gólfefni
utandyra.
Gólfefnaúrvalið hjá Álfaborg er afar fjöl-breytt en Kolbeinn Össurarson, einn af eigendum Álfaborgar, leggur áherslu
á að verslunin bjóði upp á allar tegundir gólf-
efna en ekki bara flísar, þótt vissulega séu þær
í miklu úrvali.
„Í dag seljum við flísar, parket, teppi, dúka
og öll algengustu gólfefni, í öllum verðflokk-
um; bæði afar ódýr sem og dýrari vandaðar
gerðir,“ segir Kolbeinn en sumargólfefnin eru
í aðalhlutverki um þessar mundir enda ekki
margir mánuðir hérlendis sem hægt er að nota
í að flísaleggja utanhúss.
„Algengt er að fólk sé að flísaleggja svalir,
verandir, tröppur og þess háttar fleti og þar
bjóðum við upp á fullt af góðum lausnum,
bæði í flísum og undirefnum. Í þessum fram-
kvæmdum er nauðsynlegt að nota vatnsvarn-
arefni, til að verja eignina og koma í veg fyrir
að úrfellingar myndist.“
Í flísalagnir utanhúss býður Álfaborg upp á
mikið úrval gegnheilla flísa, en þær eru heppi-
legri en glerjaðar þar sem þær verða ekki jafn
hálar. „Svo eru grasteppin okkar gríðarlega
vinsæl á sumrin, en þau eru til í mismunandi
breiddum og við sníðum þau einnig eftir þörf-
um fólks. Grasteppin eru vinsæl á svalirnar og
henta þeim vel sem leggja ekki í það að flísa-
leggja, en steinninn verður miklu skemmti-
legri með grasteppinu og gefur ákveðna nátt-
úrustemningu.“ Grasteppin eru á sumartil-
boði, kosta 1.450 krónur fermetrinn.
Sumarbústaðafólk er margt hvert að huga
að gólfefnum í bústaðinn og í þeim efnum
hefur Álfaborg margt að bjóða. „Algengt er að
fólk velji flísar með viðaráferð, sem líta út eins
og parket, á bústaðinn. Þá er líka töluvert um
að fólk vilji viðarparket og svo er plastparket-
ið alltaf að verða vinsælla og vinsælla, sérstak-
lega það sem lítur út eins og gólfborð.“
Að lokum minnist Kolbeinn á óvenju gott til-
boð á Tarkett-viðarparketi sem stendur yfir,
þriggja stafa eik á 3.990 krónur fermetrinn.
„Það er frábært verð fyrir sænskt gæðaparket
með viðarlæsingu og mjög slitsterku lakki.“
Allt á gólf á einum stað
„Algengt er að fólk flísaleggi svalir, verandir, tröppur og þess háttar fleti og þar bjóðum við upp á fullt af góðum lausnum, bæði í flísum og undirefnum,“ segir Kolbeinn
Össurarson, einn af eigendum Álfaborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FLÍSAR ÚTI OG INNI
Gegnheilar flísar eru góð
lausn á svæði, bæði utan- og
innandyra, þar sem mikið mæðir
á, svo sem á svölum, veröndum
og bílskúrum. Álfaborg er með
gott verð á gegnheilum flísum,
í stærðinni 30x30, en þær kosta
aðeins 1.990 krónur fermetrinn
og eru til í tveimur litum. Einnig
er Álfaborg með öll efni sem
nota þarf til flísalagna utanhúss.
Starfsfólk Álfaborgar ráðleggur
fólki við valið, en passa þarf
að nota rétt efni við erfiðar
aðstæður eins og utandyra.
VINSÆLT Á GÓÐU VERÐI
FRÁ TARKETT
Woodstock harð/plastparket
frá Tarkett er mjög vinsælt gólf-
efni á góðu verði, aðeins 2.890
fermetrinn. Þrír litir eru til á
lager hjá Álfaborg. Þeir eru hefð-
bundin eik, hvíttuð eik og dökk
eik. Woodstock er 8 millimetra
þykkt og er í háum styrkleika-
flokki, AC4 Class 32, og er því
bæði hentugt fyrir heimilið og
atvinnuhúsnæðið. Einstaklega
auðvelt er að leggja efnið, þar
sem því er smellt saman bæði á
langhlið og í enda.
viðarparket
Verðdæmi:
Eik 3ja stafa kr. 3.990 m2
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755