Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 29. júní 2011 17 Íslenskum pólitík- usum er mikið í mun að varðveita það sem er, einkum þeim sem eru upp á atkvæði lands- byggðarinnar komnir. Aukning peningamagnsins um 3,3% myndi koma í veg fyrir allan niðurskurð ríksins í ár án hærri skatta. M-ið, m.siminn.is Skannaðu kóðann eða sendu sms-ið M í 1900 og fáðu M-ið beint í símann þinn Skannaðu hérna til að sækja Meira Ísland B arcode Scanner SAMSUNG GALAXY S 79.900 kr. SAMSUNG GALAXY S II 109.900 kr. Ómissandi ferðafélagi Hafðu með þér frábæran síma á ferðum þínum um landið í sumar og gerðu hverja stund að algjöru ævintýri. Hvort sem þú ferð í fjallgöngu, útilegu, veiði eða golf þá er rétti síminn ómissandi ferðafélagi. 1.000 króna inneign á mán. í 12 mán. Notaðu 1.000 króna inneignina sem fylgir með öllum þessum símum til að fara oftar á Netið í símanum, hringdu oftar og sendu fleiri SMS. Upplifðu meira Ísland með Símanum!**6.953 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 9.453 kr. á mánuði dreift á 12 mánuði * 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. 1.000 kr. inneign á mán. í 12 mán. fylgir. Símalán-afborgun: Símalán-afborgun:INNEIGN INNEIGN Stærsta 3G net landsins Allar tilraunir til að taka af einkabönkunum lögvar- inn rétt þeirra til að búa til lög- eyri landsins og dreifa því valdi á aðila sem eru ábyrgir gagn- vart almenningi eru óábyrgar. Við leggjum því til að fulltrúar Stjórnlagaráðs leiði hjá sér til- lögur IFRI, grasrótarfélags um fjármálaútbætur, þess efnis að „Lögeyrisvaldinu“ skuli dreift í Stjórnarskrá. Ríkinu verður aldrei treystandi til að búa til lögeyri þjóðarinnar, eins og IFRI leggur til. Valddreif- ing og ábyrgð gagnvart almenn- ingi mun ekki virka með þetta vald. Ríkið mun freistast til að gefa út of mikið af nýjum pening- um með óðaverðbólgu í kjölfarið. Sumir segja að einkabankarnir freistuðust sjálfir til þess að búa til of mikið af nýjum peningum, sem blés út húsnæðisbólu og end- aði í hruni, en það var Seðlabank- anum að kenna. Seðlabankinn var ábyrgur fyrir því að leyfa okkur að auka peningamagnið um tæp 400% á árunum frá einkavæðingu til hruns. Einkabankarnir eru aðeins ábyrgir gagnvart eigend- um sínum, og þá aðallega okkur stóreigendum. Í umræðunni og á Vísindavef Háskóla Íslands segir að þegar einkabankar búa til nýjar skuldir þá séu þeir í raun að búa til nýja peninga. Við viljum meina að þetta sé gott fyrirkomulag sem Seðlabankinn viðhefur. Fyrir því eru tvær megin ástæður. Fyrri ástæðan: Við búum til nýja peninga sem skuldir. Skuldir eru góðar. Bankarnir okkar búa til nýja peninga með bókhalds- færslu sem viðskiptavinir fá lán- aða á vöxtum fyrir að veðsetja eignir sínar og vinnuframlag. Skuldsett fólk vinnur meira og fer síður í verkfall. Skuldsettum ríkjum er auðveldara að stjórna í krafti peninga. Síðari ástæðan: Peningaútgáfan okkar rýrir kaupmátt króna sem eru í umferð og veldur því krónu- eigendum fjárhagsskaða. Þetta er gott. Fjárhagsskaðinn fær fólk sem á krónur til að losa sig við þær með aukinni neyslu og fjár- festingu, sem í gegnum banka- kerfið þýðir meiri skuldir. Þegar allt kemur til alls gæti Seðlabankinn alveg búið til alla nýja peninga skuldlaust og Alþingi ákveðið hver skyldi njóta góðs af þeim í fjárlögum. Aukn- ing peningamagnsins um 3,3% myndi koma í veg fyrir allan niðurskurð ríksins í ár án hærri skatta. En við bankaeigendur höfum staðið lengi í þessari réttindabar- áttu og gerum það sem þarf til að verja réttindi okkar. Við höfum tryggt okkur réttinn til að búa til nýjar krónur, að upphæð sem sum ár slagar hátt í fjárlög ríkisins, og réttinn til að ráða hver nýtur góðs af þessum nýju peningum. Við höfum í raun lögvarin rétt- indi til að skattleggja krónueign landsmanna með því að búa til nýja peninga sem við svo lánum landsmönnum aftur með vöxt- um. Við eigum rétt á arði af öllu saman og ef einhver bankanna hrynur þá eigum við rétt á að kaupa skuldasöfnin á afslætti og halda áfram að innheimta að fullu. Valdið til að búa til lögeyri landsins eru þau réttindi sem umfram allt annað hafa tryggt okkur þann auð og völd sem gerir okkur ráðandi í samfélaginu. En við erum ekki að biðja um stjórn- arskrárvarnir. Þær væru of aug- ljósar og eru þar að auki óþarf- ar meðan peningar hafa áhrif á úrslit kosninga. Þó að okkur væri óheimilt að borga í kosningasjóði eru þúsund aðrar leiðir fyrir pen- inga að hafa atkvæðavægi. Skynsamt fólk skilur að pen- ingarnir sem við búum til geta ýmist hindrað eða hjálpað metn- aðarfullu fólki og almennt létt því lífið. Við skorum aðeins á fulltrúa Stjórnlagaráðs að nota skynsem- ina og sleppa því bara að ræða um lögeyrisvaldið. Það er allt og sumt sem þið þurfið að gera til að standa vörð um réttindi okkar. Verjum réttindi einkabankanna Frændi minn, Jóhannes Arason (1913-2009), og um tíma bóndi á Múla í Gufudalssveit í Barða- strandasýslu, vann marga vetur við saltfiskverkun í Grindavík. Fyrrum bóndi á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði, Benedikt Pétursson (1892-1964), fór ungur gangandi úr Skagafirði til skólavistar í Flensborg í Hafnarfirði. Framan- greindar athafnir þessara manna eru góð dæmi um þann hreyfan- leika sem um aldir hefur einkennt íslenska þjóð. Hreyfanleika sem meðal annarra er ein orsök þess að vart er hægt að tala um mál- lýskur í íslenskri tungu. Íslenskum pólitíkusum er mikið í mun að varðveita það sem er, einkum þeim sem eru upp á atkvæði landsbyggðarinnar komnir. Þeir vilja til að mynda að byggðir strjálbýlis haldist áfram óbreyttar að íbúatölu og atvinnu- starfsemi. Þetta kalla þeir byggða- stefnu og hún virðist mega kosta næstum því hvað sem er. Hinir sem ekki búa úti á landi skulu borga brúsann. Byggðastefnan felst aðallega í því að sjóða niður núverandi stöðu byggða úti á landi, leggja í krukku með formalíni, varðveita, kons- ervera. Einn hluti nýlegs frum- varps Jóns Bjarnasonar sjávarút- vegsráðherra er á þessum nótum. Þar á að úthluta byggðakvóta til fiskveiða, talað er um línuíviln- un og ég veit ekki hvað og hvað. Hugtök eins og hagkvæmni, arð- sköpun, bætt lífskjör allra lands- manna eru þar aukaatriði. For- maður sjávarútvegsnefndar segir að samfélagsleg sjónarmið skipti ekki síður máli en þau hagfræði- legu. En í samfélagi hverra? Er niðursuða byggða við sjávarsíð- una samfélagsleg aðgerð? Spyr sá sem ekki veit. Íslenskar sjávarbyggðir eiga betra skilið en að verða að eins konar rómantískum sælureitum fyrir útlenda ferðamenn, þorpum þar sem fáeinir smábátar leggja að landi í sumarblíðunni með nokkra fiska innanborðs. Eða að unaðsreitum fyrir örfáa útvalda líkt og Petit Trianon var í Ver- sölum á tíma Lúðvíks sextánda Frakkakonungs þar sem spúsa hans, Marie Antoinette, og hirð- dömur hennar mjólkuðu kýr í tötr- um sveitakvenna. Stærsta, og raunverulega hið eina, byggðavandamál á Íslandi er það að landið haldist ekki í byggð sem þróttmikið samfélag fram- fara, hreyfanleika og blómstrandi mannlífs. Mikilvægt er að það takist að stöðva vaxandi atgerv- isflótta til útlanda og að ungt menntað fólk vilji búa á Íslandi. Ísland má nefnilega ekki verða steinrunnið byggðasafn. Niðursoðnir útkjálkar Fjármál Jón Þór Ólafsson óformlegur talsmaður bankaeigenda Byggðamál Ingimundur Gíslason augnlæknir í Svíþjóð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.