Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 SS Gólf ehf. að Kársnes braut 100 í Kópavogi sér hæfir sig í lagningu flot- og epoxy- gólf- efna og stein teppa. Fyrirtækið SS Gólf ehf. var stofnað árið 2005 og hefur haslað sér völl í lagningu gólfefna fyrir matvælaframleiðslu, til dæmis í fiskvinnslu og sláturhúsum. Einnig hafa gólfefnin frá SS Gólfum reynst vel í bílskúrum, á svölum, hjá lyfjafyrirtækj- um, í iðnaðarhúsnæði, eldhúsum og víðar. Fyrirtækið sérhæfir sig í lagningu flot- og epoxy- gólfefna auk steinteppa. Epoxy-efni eru fúgulaus gólf- efni með hátt efnaþol. Þau henta vel á gólf þar sem álag er mikið, en lokað yfirborðið kemur í veg fyrir að óhreinindi komist ofan í gólfið. Þannig er það auðvelt í þrifum og hentar vel á stöðum þar sem hreinlæti þarf að vera í góðu lagi, til dæmis í framleiðslueldhúsum og á spítölum. Steinteppin eru einnig vinsæl og henta vel í sýn- ingarsölum, verslunum, skrifstofum, á stigagöngum og öðrum stöðum sem þurfa slitsterk gólfefni. Stein- teppin bjóða upp á möguleika á fjölbreytni en þau eru til í ýmsum litum og kornastærðum frá tveimur milli- metrum upp í tólf millimetra. Framkvæmdastjóri SS Gólfa er Sigurður Sigurðs- son og leiðir hann vel valinn hóp starfsmanna fyrir- tækisins. Margir starfsmannanna hafa allt að 25 ára reynslu í faginu og hafa unnið við lagningu gólfefna bæði hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni www.ssgolf.is Henta vel á bílskúrsgólf, verslanir og fiskverkanir Steinteppin bjóða upp á möguleika á fjölbreytni en teppin eru til í ýmsum kornastærðum og litum. Starfsmenn SS Gólfa hafa langa reynslu af lagningu gólfefna. Gólfefnaval leggur áherslu á heildarlausn á hreinsi- og viðhaldsvörum fyrir park- et. Við höfum fundið mikið fyrir því undanfarið að fólk velur að endurnýja parketgólfin sín með slípun og lökkun í stað þess að rífa þau upp og leggja ný. Sumir kjósa að breyta um lit á gólfinu en aðrir velja hefðbundið lakk,“ segir Gunnar Þór Jóhannesson hjá Gólf- efnavali. Gólfefnaval flytur inn viðhalds- vörur fyrir allar gerðir parkets frá Bona í Svíþjóð. Bona hefur að leið- arljósi að vinna með og framleiða eins umhverfisvænar vörur og nú- tímatækni býður upp á. Gunnar Þór segir viðhalds- og hreinsivörur frá Bona sífellt að sækja á. „Fólk er æ betur upp- lýst um hvað sé gott fyrir það og þess nánasta umhverfi. Tækni í framleiðslu umhverfisvæns lakks hefur aukist, það er slitsterkt og ekki eins lyktarmikið og marg- ar aðrar gerðir lakks. Við bjóðum fólki að starfsmenn Gólfefnavals komi í heimahús eða fyrirtæki, þar metum við ástand parketsins og leggjum síðan til hvað hægt sé að gera og hvað sé hagkvæmast að nota á parketið. Þá eru einnig fáanleg efni eins og Bona Refres- her og Bona Freshen Up sem fólk getur sjálft borið á parketið til að fríska upp á rispað og snjáð gólf og endur unnið gljáann á því án þess að slípa það,“ útskýrir Gunnar Þór. „Ef viðargólfið er hins vegar illa farið bendum við á fagmenn sem hafa fengið kennslu í meðferð þeirra efna sem Gólfefnaval býður upp á,“ heldur Gunnar Þór áfram. „Með þar til gerðum tækjabúnaði frá Bona getum við boðið upp á nánast ryklausa parketslípun eða 99,7% rykfrítt umhverfi. Rykfrí parketslípun sparar fólki og fyrir- tækjum líka mikla vinnu við þrif eftir að parketið hefur verið slíp- að og lakkað. Það er mun ódýrara að endurslípa parketið en kaupa nýtt,“ segir hann. Bona-ræstingarlínan er hluti af vöruþekkingu sem byggist á yfir 90 ára reynslu Bona í meðferð viðargólfa. Sápan er pH-hlutlaus og umhverfisvæn. Hana má í raun nota á alla hluti heimilisins s.s. hurðir, gler, innréttingar, málaða veggi og að sjálfsögðu á parketið og önnur gólfefni. Nýtt á Íslandi er Bona-spreymoppan sem er þægileg í notkun og er ætluð til að auðvelda öll gólfþrif og gera þau ánægjulegri. „Bona-spreymopp- an er ávallt tilbúin og ekki þarf lengur að blanda sápu eða standa í vatnsburði. Eða eins og einn við- skiptavinurinn okkar sagði: „Ég þurfti að velja á milli þess að ráða mér konu til að þrífa hjá mér eða finna önnur úrræði, vegna gikt- ar í höndunum. Eftir að ég kynnt- ist Bona-spreymoppunni ræð ég sjálf við að þrífa allt,“ sem er ein- mitt hugmyndin á bak við Bona- spreymoppuna,“ segir Gunnar Þór. „Með Bona-spreymoppunni tryggir þú ávallt að lítið magn af vatni fari á yfirborð parketsins.“ „Allar vörur frá Bona fást hjá okkur í Gólfefnavali, Vatnagörð- um 14,“ segir Gunnar, „en ræst- ingavörurnar fást einnig í Hag- kaupum Garðabæ, Skeifunni, Kringlunni og í Smáralind“. Gamalt verður sem nýtt Parketgólf slitna með tímanum rétt eins og hver önnur gólfefni. Gólfefnaval hefur um langt árabil boðið upp á heildarlausn í slípun og lökkun með umhverfisvænu parketlakki. Sífellt fleiri kjósa að endurslípa gamla parketið í stað þess að rífa það af og kaupa nýtt. EPOXYGÓLFEFNI fyrir gólf sem mæðir mikið á... Helena Ýr Gunnarsdóttir er starfsmaður Gólfefnavals. MYND/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.