Fréttablaðið - 29.06.2011, Page 25
Við erum á
Flísadeild
Hurðadeild
Starfsmenn frá vinstri til hægri; Gísli, Þórarinn
Gunnar, Birgir, Þorbjörn, Egill Arnar, Smári
Fjölskyldufyrirtæki á
gömlum grunni
Birgisson er ný og glæsileg gólfefnaverslun
sem byggir á áratuga þekkingu, reynslu og
hágæða vörum. Stofnendur og eigendur eru feð-
garnir Birgir Þórarinsson, Egill Arnar Birgis
son og Þórarinn Gunnar Birgisson.
„Við byggjum á áratuga þekkingu og reynslu,
og höldum ótrauðir áfram með valinkunnu
starfsfólki, enda vinnur maður ekki leikinn
nema með því að stilla upp vinningsliði,“ segir
Birgir Þórarinsson stjórnarformaður Birgisson
við Ármúla, þar sem hann hefur rekið verslun
hátt í þrjá áratugi.
„Við feðgar höfum ákveðið að hefja rekstur af-
tur á byrjunarreit, með sömu gæðamerkin og
áður,“ segir Birgir sem hóf fyrstur innflutning
á þekktum vörumerkjum eins og Kährs-par-
ketti, Ringo-innihurðum, Ter Hürne-vegg- og
loftþiljum, harðparketti og parketti, Buctahl-
flísum og hátískuflísum frá Casa Dolce Casa.
„Í Birgisson finna viðskiptavinir eitt mesta
úrval landsins af parketti, flísum, loftaþiljum
og hurðum, og metnaður okkar er að viðskipta-
vinir geti gengið að traustri og ábyrgri ráðgjöf
starfsmanna sem verið hafa hjá mér í langan
tíma,“ segir Birgir sem nú er með sex reynslu-
mikla starfmenn í Birgisson.
„Ég hlakka til að halda áfram og vinna með
fagfólki að uppbyggingu byggingariðnaðarins,
en á sama tíma vil ég sjá stjórnvöld bakka upp
atvinnurekendur og frumkvöðla þessa lands.
Aðeins þannig komum við hjólum atvinnulíf-
sins til að snúast á ný og því má ekki draga ten-
nurnar úr athafnamönnum þannig að þeim séu
allar bjargir bannaðar. Frekar ættu stjórnvöld
að sýna þeim fáu sem hafa þor til að standa í
eigin rekstri jákvæðni og hvatningu til að halda
áfram. Þeir eru nefnilega ekki svo margir sem
eru tilbúnir til að fara út í sjálfstæðan atvinnu
rekstur,“ segir Birgir og vísar til kannanna
viðskiptadeilda háskólanna á því hversu margir
eru tilbúnir stofna eigið fyrirtæki.
„Frumkvöðlaeðli er sjaldgæfur eiginleiki og
mannfólkið þannig gert að vilja öryggi í lífi sínu
og lifibrauði. Því þarf að gefa frumkvöðlum
tækifæri, búa til rétt umhverfi og gæta þess
að skattleggja ekki svo óraunhæft að menn lifi
ekki af. Þegar á móti blæs þurfum við á athaf-
nafólkinu að halda, bæði til að sá í jarðveginn
og skapa öðrum atvinnu, en á meðan ekkert er
að gert fer ekkert í gang,“ segir Birgir.
Hann óttast einnig að þekking fagfólks í íslensk
um byggingariðnaði fari forgörðum fari ekki að
birta til á ný.
„Við megum ekki við því að missa fólk úr landi
sem hefur aflað sér áratuga þekkingar. Það er
dýrmætt íslensku þjóðfélagi og nauðsynlegt
að halda þekkingu í landinu og miðla áfram til
þeirra sem á þurfa að halda,“ segir Birgir sem
þrátt fyrir allt er bjartsýnn á betri tíð.
„Hjá okkur geta viðskiptavinir gengið að
gæðum og öryggi vísum, og treyst því að fá
réttu svörin við spurningum sínum og van-
damálum. Við erum ávallt með vandaða vöru á
besta mögulega verði og með ábyrgð alla leið,
ásamt því að vera fremstir í því að koma inn
með nýjungar eins og við höfum alltaf verið
þekktir fyrir,“ segir Birgir.
Fyrirtæki í eigu Birgis hafa selt yfir milljón
fermetra af sænska gæðaparketinu Kährs á
síðustu 25 árum.
„Ég var spurður af Kährs í Svíþjóð hvað við
gerðum eiginlega við allt þetta parket, og ég
svaraði því til að við notuðum það aðallega í
eldivið,“ segir Birgir og hlær dátt að minnin-
gunni.
Velgengni Kährs-parkets á Íslandi á sér skýring-
ar því parketið er framleitt í Svíþjóð þar sem
kröfur um rakainnihald eru svipaðar því sem
hér gerist.
„Íslendingar kynda hús sín meira en gerist og
gengur á suðlægari slóðum og því þarf parket að
vera sérstaklega þurrkað og með lágt rakainni
hald, helst undir 7 prósent,“ útskýrir Birgir.
Nú eru fleiri en sextíu mismunandi tegundir af
Kährs-parketi til sýnis hjá Birgisson efh, þar
sem nú býðst planka- og þriggja stafa parket á
sérstöku tilboðsverði.
„Hvíttað, mattlakkað og fínfasað planka parket
er vinsælast nú og úrvalið einfaldlega ómót-
stæðilegt,“ segir Birgir.
Þess má geta að á vefsíðunni www.birgisson.is
er auðvelt að fletta í gegnum myndabankann til
að skoða úrval og upplýsingar.
Yfir milljón fermetrar af Kährs-
parketi á gólfum Íslendinga