Fréttablaðið - 29.06.2011, Síða 16
16 29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR
Sagt er að nem-
um sé hollast að
sækja framhaldsnám til
útlanda eins og þeir hafa
gert lengst af.
SAMSUNG MINI
27.900 kr.
SAMSUNG GIO
39.900 kr.
SAMSUNG ACE
54.900 kr.
siminn.is
2.620 kr.
á mánuði dreift á
12 mánuði *
3.620 kr.
á mánuði dreift á
12 mánuði *
4.870 kr.
á mánuði dreift á
12 mánuði *
1.000 kr.
inneign á mán.
í 12 mán. fylgir.
1.000 kr.
inneign á mán.
í 12 mán. fylgir.
1.000 kr.
inneign á mán.
í 12 mán. fylgir.
Símalán-afborgun: Símalán-afborgun: Símalán-afborgun:INNEIGN INNEIGN INNEIGN
*Ef greitt er með kreditkorti er hægt að dreifa eftirstöðvunum vaxtalaust á allt að 12 mánuði. Greiðslugjald er 295 kr./mán. **Gildir meðan birgðir endast.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
6
6
7
2
Nútímasamfélög krefjast æ meiri þekkingar til að takast
á við flókin viðfangsefni. Krafa
atvinnulífs, stofnana og stjórn-
sýslu um vel menntað starfsfólk
eykst stöðugt. Þeim fjölgar sem
kjósa háskólamenntun til að eiga
betra tækifæri til að fá eftirsókn-
arverð störf.
Samfélög reka háskóla til að
byggja upp og bæta samfélagið til
framtíðar. Reynsla aldanna hefur
sýnt að menntun og þekkingar-
sköpun leiðir til meiri lífsgæða
og blómlegra lífs. Í Hagsýn, vef-
tímariti Efnahags- og viðskipta-
ráðuneytisins frá í desember sl.,
er bent á að menntun og nýsköp-
un auki hagvöxt og framleiðni til
lengri tíma.
Hlutverk háskólanna er einkum
tvenns konar; að mennta fólk á
öllum aldri til starfa í samfélaginu
og skapa nýja þekkingu með rann-
sóknum. Rannsóknir háskóla-
kennara hafa líka það hlutverk að
skapa vettvang til að þjálfa áhuga-
sama nemendur í vinnubrögðum
rannsókna. Ný þekking getur
haft áhrif á þróun samfélagsins,
orðið grunnur að nýjum atvinnu-
tækifærum og nýsköpun, aukið
skilvirkni og lagt drög að betra
samfélagi. Í rannsóknanámi læra
nemendur að skilgreina viðfangs-
efnið, setja fram tilgátu, prófa til-
gátuna, komast að niðurstöðu og
kynna niðurstöðuna fyrir alþjóða-
vísindasamfélaginu og nærsam-
félagi sínu. Á sama tíma þjálfast
nemendur í aðferðafræði greinar-
innar, gera mælingar, meðhöndla
talnasöfn, greina heimildir og
stunda rökleiðslu. Á þessum vett-
vangi eru doktorsnemar þjálfað-
ir til að takast á við viðfangsefni
framtíðarinnar, viðfangsefni sem
enn hafa ekki litið dagsins ljós. Til
að tryggja gæði doktorsþjálfunar
verða rannsóknaverkefnin ætíð
að standast alþjóðlegar gæða-
kröfur og vera hæfar til birtingar
í vísindaritum sem gangast undir
strangt, alþjóðlegt jafningjamat.
Sumir hafa gagnrýnt að íslensk-
ir háskólar leggi áherslu á að þróa
doktorsnámið og fjölga doktors-
nemum. Sagt er að nemum sé
hollast að sækja framhaldsnám
til útlanda eins og þeir hafa gert
lengst af. Það er að sönnu leið til
mikils þroska að sækja nám til
útlanda, kynnast nýrri menn-
ingu og margbreytilegum rann-
sóknaverkefnum. En án innlends
doktorsnáms er ekki hægt að afla
nýrrar þekkingar um verkefni sem
eru Íslendingum mikil væg. Dæmi
um slík verkefni eru rannsóknir
á íslenskum eldfjöllum og jarð-
fræði sem hlotið hafa viðurkenn-
ingu um allan heim. Enn fremur
má telja verkefni sem tengjast lýsi
og öðrum fiskafurðum, lyfjavirk-
um efnum úr íslenskri náttúru,
erfðasjúkdómum, og rannsóknir
á íslenskri sögu, bókmenntum og
menningu. Sérstakur áhugi er nú á
rannsóknum á áhrifavöldum efna-
hagshrunsins og hvernig stjórn-
tæki gætu komið að gagni til að
sagan endurtaki sig ekki. Minna
má á að nýsköpunin sem fram fer
innan Marels, Össurar, Actav-
is, Orfs og Marorku, til að nefna
nokkur fyrirtæki sem eru vax-
andi á alþjóðamarkaði, er knúin
áfram af framlagi starfsmanna
sem fengu vísindalega þjálfun í
háskólum.
Verkefni eins og þau sem talin
eru hér að ofan mynda verðugan
vettvang til þjálfunar í öguðum
vinnubrögðum vísindamanns. Til
að halda uppi kraftmiklu vísinda-
starfi á Íslandi skiptir máli að
sækja doktorsnema til annarra
landa og fá þá til þjálfunar meðan
þeir vinna að eflingu á íslensk-
um rannsóknum. Þannig skap-
ast þekking innanlands og um
leið geta Íslendingar endurgold-
ið umheiminum menntun dætra
sinna og sona. Aðeins er hægt að
skapa eftirsóknarverðan þjálfun-
arvettvang og laða erlenda nem-
endur til landsins ef gæði rann-
sóknanna og doktorsnámsins eru
mikil á alþjóðamælikvarða.
Litlar þjóðir þurfa að beita hug-
kvæmni til að hafa roð við hag-
vexti stórra þjóða, Brasilíu, Rúss-
lands, Indlands og Kína, sem
eflist nú hröðum skrefum. Sú hug-
kvæmni byggir á að virkja fólk
með þekkingu og nýjar hugmynd-
ir til að auka grósku í atvinnulíf-
inu. Þjóðir sem við berum okkur
saman við leggja nú metnað sinn
í að efla háskólastarf, einkum
rannsóknir og framhaldsnám. Ef
Íslendingar ætla á ný að öðlast öfl-
ugt atvinnulíf og verða samkeppn-
ishæfir um vel menntað vinnuafl
þarf að efla háskólanám og rann-
sóknir í landinu.
Á að efla doktorsnám á Íslandi?
Mikil var gleði mín og hvílík-ur léttir þegar ég heyrði við-
tal við bankastjóra Landsbankans,
Steinþór Pálsson, í fréttum sjón-
varps nýlega. Þar tilkynnti hann
að tekin hefði verið um það ákvörð-
un í Landsbankanum að leiðrétta
skuldamálin hjá viðskiptavinum
bankans. Mig minnir að hann hafi
sagt að það væri öllum í hag. Við-
skiptavinir í skilum áttu að fá sér-
lega vinveittar móttökur og end-
urgreiðslu vaxta eitthvað aftur í
tímann. Hvílíkur léttir!
Óvenjulétt á fjármálafæti fór ég
í viðtal við minn ágæta þjónustu-
fulltrúa í bankanum. Vildi fá að vita
milliliðalaust hversu mikil fjárhæð
„kona í skilum“ fengi vegna endur-
greiðslu á vöxtum og jafnvel ein-
hverja leiðréttingu á ofsaverð-
tryggðu láni.
Það kom í ljós að ég á ekki rétt
á neinni lækkun lána. Gleðitíðindin
fólust í því að veðsetningin er ekki
yfir þeim prósentum sem Lands-
bankinn miðar við. Aukaatriði er
það víst að eignahluturinn minn í
íbúðinni hafi þurrkast út í hruninu.
Lánið mitt sem ég tók fyrir 7 árum í
Landsbankanum var kr. 12.400.000
en var í dag (27. júní) kl. 13.05; - kr.
18.063.364.
Von mín hafði verið að þær fimm
milljónir sem ég átti í íbúðinni
kæmu afkomendum mínum til góða.
Ég vissi þó að ég átti rétt á end-
urgreiðslu vaxta. Okkur þjónustu-
fulltrúanum reiknaðist gróflega að
það væru um það bil 240.000 krón-
ur. Og hér kemur ástæða þess að
ég sest niður og hamra hér á lykla-
borðið. Þessar 240.000 krónur sem
ég átti að fá endurgreiddar í vöxt-
um sem ég hef borgað ganga upp
í höfuðstól lánsins! Sem sagt svo-
kölluð endurgreiðsla sem ég átti
rétt á fer bara í þennan sama botn-
lausa vasa Landsbankans. Hvort á
að kalla þetta sjónhverfingar eða
níðingsbragð þegar bankinn leyfir
sér að hæðast að skuldaáþján lands-
manna.
Þessar 240.000 krónur hefðu
getað létt aðeins róðurinn hjá þess-
ari láglaunakonu í skilum næstu
mánuðina. Að vera í skilum með
ofsa-vísitölutryggð lán – er ekki
val heldur það sem maður neyðist
til að gera því ekki er hægt að bæta
lögfræðikostnaði ofan á afborg-
anir sem fólk er að sligast undan.
Guð hjálpi þeim sem eru með börn
sem þurfa að fá að borða allan mán-
uðinn!
Nú vil ég biðja þá sem sterkir eru
í stærðfræðinni að hjálpa mér að
reikna út hvað þessi 240.000 króna
„endurgreiðsla vaxta“ hefði orðið
mikil hagræðing og skuldalækkun
fyrir undirritaða; á mánuði næstu
þrjátíu eða fjörutíu árin. Þá verð ég
orðin 86 eða 96 ára gömul.
Vonandi fá þó einhverjir við-
skiptaþræla Landsbankans leiðrétt-
ingu. Ég hvet alla; forðum okkur frá
Landsbankanum – ef við getum. Við
þessum tilfærslum á aurum segi
ég – NEI TAKK! Þessari 240.000
króna tilfærslu getur bankastjóri
Landsbankans Steinþór Pálsson
troðið þangað sem aldrei skín ljós!
Auglýsingaskrum
Landsbankans!Menntamál
Sigríður Ólafsdóttir
lífefnafræðingur, í
háskólaráði HÍ
Fjármál
Jónína Óskarsdóttir
bókavörður