Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 38
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Fyrsta plata Péturs Ben og Ebergs nefnist Numbers Game. Þar blanda þeir félagar saman poppi, rokki og elektróník á aðgengileg- an og fagmannlegan hátt. Pétur Ben og Einar Tönsberg, öðru nafni Eberg, hafa sent frá sér plötuna Numbers Game. Tón- listin er einhvers konar blanda af poppi, rokki og elektróník. „Þessi plata kom mjög áreynslulaust. Það var mjög auð- velt að semja hana,“ segir Pétur, sem er hæstánægður með sam- starfið við Eberg. Þeir hafa hvor um sig verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og hugsuðu margir sér gott til glóð- arinnar þegar fregnir bárust af samstarfinu. Pétur gaf út sóló- plötuna Wine For My Weakness árið 2006. Síðan þá hefur hann haft í nógu að snúast, unnið með Mugison, samið kvikmyndatónlist við Bjarnfreðarson og Foreldra og tekið upp plötur fyrir Bubba og Ellen Kristjánsdóttur. Eberg hefur gefið út þrjár sólóplötur, átt lög í erlendum auglýsingum og er annar hluti dúettsins vinsæla Feldbergs. Þeir félagar kynntust árið 2005 eftir að Einar flutti heim frá Bretlandi. „Við kynntumst í lengsta „sándtékki“ sögunnar á Iceland Airwaves,“ segir Pétur og hlær. „Við vorum að spila á sama tíma og José Gonzáles. Hann var þarna einn með gítar og tók sér góðan tíma í að fá hljóð á hann.“ Þeir ákváðu að einn góðan veður- dag skyldu þeir vinna saman og það tækifæri kom þegar Pétur var beðinn um að velja með sér listamann fyrir ótilgreint verk- efni. „Ég valdi að tala við hann og það gekk rosalega vel. Við ákváð- um að þetta skyldi ekki vera end- irinn á okkar samstarfi og vildum reyna að gera EP-plötu eða stóra plötu. Svo varð ekkert úr þessu verkefni en platan er til,“ segir hann og segist vel geta hugsað sér að vinna aftur með Eberg. Ýmsir góðkunnir gestir skjóta upp kollinum á Numbers Game og má þar nefna Mugison, Sigtrygg Baldursson, Nóa úr Leaves, Gísla Galdur og þær Maríu og Hildi úr Amiinu. Á plötunni er meðal annars hið vinsæla lag Come On Come Over sem flestir ættu að þekkja úr Nova-auglýsingum. Fram undan hjá Pétri og Eberg eru tónleikar í Tjarnarbíói 21. júlí og á Græna hattinum á Akur- eyri kvöldið eftir. Sjálfur er Pétur einnig að undirbúa næstu sóló- plötu sína sem kemur líklega út fyrir jól. freyr@frettabladid.is Áreynslulaus nafnaleikur GEFA ÚT NUMBERS GAME Fyrsta plata Péturs Ben og Ebergs nefnist Numbers Game þar sem blandað er saman poppi, rokki og elektróník. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG 16.000 SÁ FJÖLDI TÓNLEIKAGESTA sem sá Rihönnu detta á tónleikum sínum í Edmonton í Kanada. Hún var að flytja lagið What ś My Name þegar hún datt fram fyrir sig, beint á andlitið. Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM-nám) hefst við Háskólann í Reykjavík í haust. MPM-námið er hagnýtt stjórnendanám sem hentar þeim sem vilja stýra flóknum og krefjandi verkefnum hér á landi eða erlendis. Þeir sem ljúka MPM-námi fá alþjóðlega vottun IPMA (Alþjóðasamtök verkefnastjórnunarfélaga). Umsækjendur skulu hafa lokið grunnnámi í háskóla og æskilegt er að þeir hafi a.m.k. þriggja ára reynslu úr atvinnulífinu. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 1. ÁGÚST hr.is/mpm “The MPM programme has a technical and human compass which provides a truly holistic perspective and will engage students on all levels whatever their experience. It is a superbly practical education for those looking to develop their project management competence.” Bob Dignen, kennari í MPM-námi “It is important in project driven organiza- tions to have employees with an in depth and nuanced understanding of project management. To manage a project is not just about following a standard procedure. A situational approach to handling the challenges when managing a project is essential for the success. The master programme enables you to develop such competencies.” Morten Fangel, PhD í verkfræði og kennari í MPM-námi v Gríptu tækifærið og græjaðu þig upp fyrir bústaðinn. Magnaðir miðvikudagar! 4GB minnislykill fylgir öllum netlyklaáskriftum í dag Á m eða n b irg ðir e nd as t.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.