Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 22
Citroën C5 er sá bíll sem erfiðast er að stela samkvæmt sænskri rannsókn á 120 nýjum bílum af ýmsum tegundum. Aðrir vel þjófavarðir bílar eru ýmsar gerðir Volvo, Audi, Volkswagen, Porsche, Renault, Seat og Saab. www.fib.is ÍSLENSKT KISUNAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli Harðfisktöflur sem kisur elska VINSÆLVARA St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 G ÐIR SKÓR GOTT VERÐ St. 23-35 Kr. 1.995 St. 29-35 Kr. 3.895 St. 19-24 Kr. 4.595 St. 23-35 Kr. 1.995 FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUM Á VÍSI „Það sem ákveðið var í stjórnunar- og verndar- áætlun stendur óbreytt í sumar,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökuls- þjóðgarðs. Miklar deilur hafa staðið um stjórn- unar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs sem lögð var fram síðasta sumar og samþykkt í vetur. Í áætluninni var ýmsum leiðum lokað, meðal annars fyrir umferð ökutækja og reið- hesta, áfram er þó hægt að fara gangandi um svæðið. Hagsmunasamtökin Ferðafrelsi héldu „jarðarför ferðafrelsis“ síðasta haust í Vonar- skarði til að mótmæla áætluninni. Við undirritun stjórnunar- og verndaráætl- unar óskaði umhverfisráðherra, Svandís Svav- arsdóttir, eftir því við stjórn þjóðgarðsins að frekara samráð yrði haft um samgöngumál. Starfshópur um samgöngur í Vatnajökulsþjóð- garði var stofnaður í kjölfarið og samanstendur af fulltrúum níu hagsmunaaðila. Stefnt var að því að starfshópurinn myndi skila af sér í júní en frestur var veittur fram á haustið. Inntur eftir upplýsingum um starf samráðshópsins bendir Þórður á Þröst Olaf Sigurjónsson, ráð- gjafa starfshópsins, sem stýrir vinnu hans. Þröstur segir að lagt hafi verið upp með þrjá vinnufundi en meiri tíma þurfi til að vinna úr athugasemdum hagsmunaaðila og tillögum sem aflað var á fimmtíu manna samráðsfundi með hagsmunasamtökum í maí. „Núna er fólk ein- faldlega komið í sumarleyfi og við tökum upp þráðinn eftir sumarið,“ segir Þröstur og bætir við að stefnt sé að því að halda áfram um miðj- an ágúst. En hvað verður gert í sambandi við samgöngur á svæðinu í sumar? „Það er allt óbreytt en ég er nú ekki bestur til að svara því. Þórður Ólafsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðs- ins, þekkir þetta betur.“ Þórður er inntur eftir því hvaða vinna fari fram vegna samráðs um samgöngur í Vatnajök- ulsþjóðarði í sumar þar sem samráðshópurinn sé kominn í sumarfrí. „Hópurinn er ekki búinn að skila af sér og vinnuáætlunin gerir ráð fyrir því að starfshópurinn skili tillögum til stjórnar í haust. Þröstur er með verkstýringuna og þau munu skila af sér,“ útskýrir Þórður sem segir líklegt að það dragist fram í nóvember að til- lögurnar verði lagðar fram. martaf@frettabladid.is Samráðshópur farinn í sumarfrí Starfshópur um samgöngur í Vatnajökulsþjóðgarði var stofnaður í vor vegna deilna sem staðið hafa um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Áætlað var að hópurinn myndi skila af sér í júní en hann fékk frest til haustsins. Á meðan helst allt óbreytt. Lakagígar eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs en deilur standa um samgöngur í þjóðgarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslandus ísbar við Austurveg á Selfossi hefur upp á margt að bjóða. Fyrir utan ís má þar kaupa kaupa ýmsa minjagripi, lyklakippur, segla, lundafígúrur og ýmis- legt sem tengist náttúruperlum landsins. Þar má einnig fá sérhönnuð öskubox sem innihalda ösku úr Eyjafjallajökli en þau eru vinsæl meðal ferðamanna. Þeir sem eru á leið í matarboð og vantar eitthvað til að koma með geta nælt sér í kerti, servíettur eða fallega kaffibolla sem búið er að pakka fallega í sellófan og auðvelt er að grípa með sér. Fjölbreytnin er enn meiri hjá eigendum ísbarsins því í hinum enda búðar- innar er rekin tískuvöruverslunin Basic plus sem selur kvenfatnað og leggur áherslu á vídd og stærðir. Ekki bara ísbúð EKKI AÐEINS ÍS ER Á BOÐSTÓLUM Í ÍSLANDUS ÍSBAR Á SELFOSSI. Á Íslandus ísbarnum við Austurveg á Selfossi er hægt að kaupa ís og minjagripi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.