Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 32
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR24 Samfélags- og upplýsingamiðstöðin Kjósarstofa var opnuð á laugardaginn var í Ásgarði Kjós. Um 70 manns sóttu opn- unarhátíðina. Guðmundur Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps, opnaði stof- una formlega eftir að stjórn Kjósarstofu hafði kynnt gestum starfsemi hennar. Í Kjósarstofu má sjá sýningu um SÓL í Hvalfirði, upplýsingar um Kjósina og kaupa handverk og bækur sem tengjast svæðinu. Að opnun í Ásgarði lokinni safnaðist fólk saman við varð- eld í Ólaskógi og bakaði brauð yfir eldi á meðan Steindór Andersen kvæðamaður flutti kvæði um Kjósina og ýmsar stemmur. Erla Stefánsdóttir sagði einnig frá vættum á svæðinu og Bjarki Bjarnason sagði nýjustu fréttir af Íra- fellsmóra. Ragnar Gunnarsson lék á milli atriða á harmon- ikku og gítar. - rat Opnun Kjósarstofu Guðmundur Davíðsson, oddviti Kjósarhrepps, opnaði Kjósarstofu. MYND/KJÓSARSTOFA Fjörug dagskrá er fyrirhuguð í Byggðasafni Vestfjarða á laugardag en safnið fagnar þá 70 ára afmæli sínu. Svokölluð saltfiskveisla hefur verið árviss hefð hjá safninu en afmæl- inu og veislunni er slegið saman við Tjöruhúsið í Neðsta- kaupstað. Meðal þess sem boðið verður upp á er rækja sem soðin verður í stórum potti, sem gestir geta pillað sjálfir, að ógleymdum sjálfum saltfisknum. Þá mun tónlistarmaður- inn Þórir Baldursson sjá um að leiða djasssveit en hefð er fyrir því að djasstónlist hljómi á hátíðinni. Nú þegar hafa borist um 70 pantanir fyrir mat en skrán- ing í veisluna er hjá Byggðasafninu í síma 896 3291 og á net- fanginu jon@isafjordur.is - jma Byggðasafn Vestfjarða sjötugt STÓRAFMÆLI Á LAUGARDAG Saltfiskur og rækja eru í aðalhlutverki í afmæli Byggðasafns Vestfjarða. Einkasýning Huldu Hlínar Magnúsdóttur var opnuð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á laugardag og stend- ur til 10. júlí. Verkin einkennast af sterkum litasamsetn- ingum og eru stór í sniðum. Hulda Hlín nam málaralist við Lista- akademíu Ítalíu (Accademia di Belle Arti) í Florens, Bologna, Feneyjum og Róm þar sem hún útskrifaðist með hæstu einkunn. Hún lauk auk þess mast- ersprófi í listfræði frá Bologna-háskóla. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í Róm meðal annars í Obiettivo Pax í Museo della Fanteria (2004) og haldið einkasýningar í Listasal Iðuhússins (2011) og í Turninum Kópavogi (2010) svo dæmi séu nefnd. Litadýrð í Ráðhúsinu STERKIR LITIR Verk Huldu eru stór í sniðum og einkennast af sterkum litasam- setningum. Áætlunarferðir hefjast í dag á milli Egilsstaða og Végarðs í Fljótsdal og verður fram haldið daglega til 3. ágúst. Þrjár ferðir eru á dag, sú fyrsta er frá Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum kl. 7.30 en síðasta ferð úr Fljótsdal er kl. 16.45. Stoppistöðvar eru á Skriðuklaustri, við Hengifoss og á Hall- ormsstað. Ferðirnar eru hluti af klasasamstarfi til eflingar ferðaþjónustu á Upphéraði. Hallormsstaður og Fljótsdalur státa af stærsta skógi landsins, næsthæsta fossinum, aflmestu virkjuninni, klaust- urminjum, menningarsetri og vistvænni gestastofu fyrir stærsta þjóðgarð Evrópu. Á svæðinu eru allar tegundir af gistingu, allt frá svefnpokaplássi og tjaldsvæðum upp í hótel svítur og sumarhús. Þar er einnig að finna úrval göngu- leiða, hesta- og bátaleigu og yfir sumarið eru starfræktir þar þrír veitingastaðir sem leggja áherslu á hráefni svæðsins, svo sem hrútaber, lerkisveppi og hreindýrakjöt. Að klasasamstarfinu standa ferðaþjónustuaðilar á Hall- ormsstað og í Fljótsdal ásamt Landsvirkjun, Tanna Travel og Fljótsdalshreppi. Auk samvinnu um áætlunarferðirnar hefur klasinn gefið út sameiginlegan kynningarbækling á íslensku og ensku undir heitinu Njóttu lífsins við Lagarfljót. Nýjung á Héraði Á FLJÓTSDALSHÉRAÐI Gott er að njóta lífsins við Lagarfljót. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hafliði Þórður Magnússon rithöfundur frá Bíldudal, lést á heimili sínu á Selfossi laugardaginn 25. júní. Minningarathöfn fer fram fimmtudaginn 30. júní í Laugardælakirkju kl. 11.00. Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 16.00. Eva Þórarinsdóttir Björk Hafliðadóttir Magnús B. Óskarsson Sóldögg Hafliðadóttir Jónatan Hertel Jóna Vigdís Evudóttir Sigþór Þórarinsson Una Rós Evudóttir og barnabörn Föðursystir mín, Ragnheiður Helga Vigfúsdóttir lést á Landspítalanum við Fossvog sunnudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Dísa Sigfúsdóttir Inga Jóna Sigfúsdóttir Helgi Vigfús Karlsson Lárus Jón Karlsson Hallur Ólafur Karlsson Þorgeir Bergsson Halla Bergsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, Georg Guðni Hauksson varð bráðkvaddur laugardaginn 18. júní sl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 15.00. Sigrún Jónasdóttir Elísabet Hugrún Georgsdóttir Guðrún Gígja Georgsdóttir Tómas Kolbeinn Georgsson Hrafnkell Tumi Georgsson Jón Guðni Georgsson Karitas Jónsdóttir Haukur Tómasson Sigrún Hauksdóttir Elskulegur faðir minn og afi, Pétur Bárðarson vélstjóri, lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði föstudaginn 24. júní sl. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Ólafur Pétur Pétursson Kristín Eva Ólafsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Björg Jóhannsdóttir Bólstaðarhlíð 13, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hennar láti Rauða krossinn eða Minningarsjóð Hrafnistu njóta þess. Jóhann Ólafsson Jeanne Miller Sigrún Ólafsdóttir Helgi Bergþórsson ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, bróður, föður, tengdaföður, afa og langafa, Ragnars Borg fyrrum ræðismanns og framkvæmdastjóra, sem lést á dvalarheimilinu Grund 15. júní. Starfsfólki V3 á Grund viljum við þakka sérstaklega einstaka umönnun og kærleiksríka framkomu. Ingigerður Þóranna Melsteð Borg Anna Borg Anna Elísabet Borg Rein Norberg Elín Borg Benedikt Hjartarson Óskar Borg Berglind Hilmarsdóttir Páll Borg Ingunn Ingimarsdóttir Eva, Rakel, Thelma, Inga, Hildur Emma og Elín Ósk. Okkar ástkæra eiginkona, móðir, dóttir og systir, Brynhildur Ingadóttir lífeindafræðingur, til heimilis að Fjallalind 88, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 24. júní, verður jarðsungin frá Lindakirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins eða líknardeild Landspítalans. Þorkell L. Magnússon Margrét Stefanía Þorkelsdóttir Guðrún Þorkelsdóttir Friðrik Ó. Þorkelsson Ingi Kristinsson Hildur Þórisdóttir Þórir Ingason Þorbjörg Karlsdóttir Kristinn Ingason Bergdís H. Jónsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.