Fréttablaðið - 29.06.2011, Side 18

Fréttablaðið - 29.06.2011, Side 18
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og út- farir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid. is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Aldarfjórðungur er nú liðinn síðan þrír vinir úr Ölfusi tóku sig saman og stofn- uðu litla hestaleigu í útjaðri Hvera- gerðis og síðan á Völlum við Hvera- gerði, til að hafa eitthvað fyrir stafni á sumrin. Þá óraði þá ekki fyrir að hún yrði sú stærsta á landinu og heitið Eld- hestar þekkt um allan heim. „Upphaflega var hestaleigan nú bara hugsuð sem aukabúgrein með fáein- um hrossum og ferðum um svæði sem var ferðamönnum ekki aðgengilegt á annan hátt; nokkuð sem við félagarn- ir gætum dundað okkar við í skólafrí- um á sumrin. Svo urðum við smám saman að fjölga túrum samhliða vax- andi eftirspurn og áður en við vissum af hafði fyrirtækið þróast út í stórveld- ið sem það er í dag,“ minnist Hróðmar Bjarnason, sem hefur orð fyrir vin- unum, þeim Sigurjóni Bjarnasyni, bróður sínum, og félaganum Þorsteini Hjartar syni. Ekki er annað hægt að segja en að það séu orð að sönnu. Hrossin eru orðin á fjórða hundrað talsins, ferðirnar fleiri og fjölbreytt- ari og búið að reisa gistiaðstöðu og nýtt hesthús á Völlum. „Eldhest- ar eru í raun ekki lengur bara hesta- leiga heldur alhliða ferðaþjónusta sem býður jafnframt upp á mat og gist- ingu í hefðbundnu svefnpokaplássi og á Hótel Eldhestum, fyrsta Svans-vott- aða hóteli lands- ins,“ útskýrir hann og segir standa til að opna reiðhöll árið 2012. „Hlutverk hennar verður að efla námskeiðahald utan vertíðar og styrkja markaðssetningu íslenska hestsins með sögulegri sýningu sem ferðamenn geta notið.“ Hróðmar tekur fram að þótt hesta- leigan hafi sannarlega tekið stakka- skiptum og bjóði vikulangar ferðir um allt land séu hestaferðir um Hengils- svæðið enn kjarninn í starfseminni. „Þar er margar náttúruperlur að sjá, Reykjadal, Marardal og Kattatjarnir,“ bendir hann á og bætir við að boðið sé upp á allt frá klukkustundar löngum ferðum upp í nokkurra daga ferðir þar um. „Allt fer það eftir því hvað fólk vill gefa sér langan tíma í að njóta þess sem einstakt umhverfið hefur upp á að bjóða.“ Spurður út í afmælisplön segir Hróð- mar að vegna anna muni þau þurfa að bíða um ár. „Þá ætlum við að gefa út myndskreytt kver með ágripi af sögu Eldhesta, sem er við hæfi þar sem þá munum við hafa starfað í 25 ár. Svo er aldrei að vita nema við sláum upp smá veislu,“ segir Hróðmar og kveðst hvergi nærri af baki dottinn þótt árin séu orðin þetta mörg. „Nei, ég á mörg ár eftir hér, enda er uppbyggingin ennþá í fullum gangi, þróunin ör og alltaf spennandi hlutir að gerast.“ roald@frettabladid.is ELDHESTAR: FAGNA 25 ÁRA AFMÆLI Hvergi nærri af baki dottnir UNGUR Í ANDA „Ég á mörg ár eftir hér, enda er uppbygg- ingin ennþá í fullum gangi,“ segir Hróð- mar Bjarnason, einn eigenda Eldhesta. ALHLIÐA FERÐAÞJÓNUSTA Eldhestar bjóða ekki aðeins upp á hestaferðir heldur einnig gistingu og mat. ÁGÚST GUÐMUNDSSON leikstjóri er 64 ára í dag „Það er orðið æ ljósara að menn gera ekki myndir á Íslandi nema með styrk.“ 64 Merkisatburðir 1198 Páll Jónsson biskup lýsir yfir helgi Þorláks biskups Þór- hallssonar fyrirrennara síns. 1613 Leikhús Shakespeares, The Globe í London, brennur til kaldra kola eftir að neisti berst úr fallbyssu við sýningu á Hinriki VIII. 1632 Gísli Oddsson er kjörinn Skálholtsbiskup á Alþingi. 1802 Fyrsti dómur Landsyfirréttar kveðinn upp. 1912 Nýja bíó í Reykjavík hefur kvikmyndasýningar á Hótel Íslandi. 1941 Flutningaskipinu Heklu er sökkt er það er á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna. 1951 Ísland sigrar Svíþjóð í landsleik í knattspyrnu 4:3. Ríkharð- ur Jónsson skorar öll mörk Íslands. 1952 Ásgeir Ásgeirsson er kjörinn forseti Íslands. 1960 Mannbjörg verður er flutningaskipið Drangajökull sekkur í Pentlandsfirði norðan Skotlands. 1964 Krabbameinsfélag Íslands opnar leitarstöð í Suðurgötu í Reykjavík. 1974 Isabel Perón verður forseti Argentínu eftir lát eiginmanns síns, forsetans Juans Perón. Á þessum degi árið 1941 var flutningaskipinu Heklu sökkt er það var á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna. Kafbátur, sem líklega var þýskur, skaut tundurskeyti fyrirvaralaust að skipinu laust fyrir klukkan þrjú eftir hádegi. Skeytið olli gríðar- legum skemmdum og tók skipið að sökkva. Á Heklu hafði verið 20 manna áhöfn en sjö komust lifandi á björgunarfleka sem var sæmi- lega búinn vistum. Dvölin á björgunarflekanum varð löng og ströng, sérstaklega vegna kulda og vosbúðar. Á fjórða degi skall á óveður sem stóð í tvo sólarhringa. Að því loknu komu skipverjar auga á stórt skip og skutu upp neyðarblysum. Það skip sneri frá sem þótti heppilegt síðar meir þar sem það var þýskt birgðaflutningaskip sem stuttu síðar var sjálft skotið niður. Það var ekki fyrr en á tíunda sólarhringnum sem skipbrotsmönnum var bjargað um borð í breskt herskip. Þeir voru síðan fluttir til Kanada. Einn skipbrotsmannanna lést á leið til lands og því fórust í allt 14 skipverjar af Heklu. Heimild: Í aldanna rás ÞETTA GERÐIST: 29. JÚNÍ 1941 Flutningaskipið Hekla skotið í kaf Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, María Finnsdóttir leikskólakennari, lést sunnudaginn 26. júní sl. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 5. júlí nk. kl. 13.00. Ragnar Hólmarsson Svavar Ragnarsson Lillian Ragnarsson Finnur Ragnarsson Harpa Dögg Kjartansdóttir Kári Hólmar Ragnarsson Elín Ósk Helgadóttir og barnabörn. Yndislegi drengurinn okkar, bróðir og barnabarn, Sindri Dagur Garðarsson Jörundarholti 202, Akranesi, lést á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins að morgni 24. júní. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðju daginn 5. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarreikning nr. 552-14-601309 kt. 111177-5709. Garðar Garðarsson Guðleif Hallgrímsdóttir Guðmundur Gestur Garðarsson Dagný Björk Garðarsdóttir Hallgrímur Hafliðasson Sigurbjörg Þórðardóttir Dagný Guðmundsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnhildur Oddný Guðbjörnsdóttir Hraunbæ 103, áður Hábæ 33, andaðist í Holtsbúð 23. júní. Jarðsett verður frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 5. júlí kl. 13.00. Jónína Haraldsdóttir Vilhjálmur Albertsson Stefanía Haraldsdóttir Halldór Ármannsson Sigurður Már Haraldsson Rósa Friðriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru Soffíu S. Ó. Axelsdóttur Pétur Axel Pétursson Þuríður Elísabet Pétursdóttir Pétur Jökull Pétursson Guðmundur Ketill Guðfinnsson Stefán Pétursson Védís Guðjónsdóttir María Pétursdóttir Auður Alfífa Ketilsdóttir Ásta Soffía Pétursdóttir og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, Oddný Jónsdóttir áður Sæfelli, Seltjarnarnesi, sem lést 14. júní sl., verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 15.00. Guðni Sigþórsson Helga Guðmundsdóttir Guðrún J. Sigþórsdóttir Guðmundur Ingi Jónsson Sigþóra O. Sigþórsdóttir Brynjar Sigtryggsson Helga Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.