Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 34
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR26 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Það er fátt notalegra en að hoppa upp í flugvél um sumarnótt við Miðjarðar- hafið, fá sér svo léttan blund í náttmyrkr- inu og rumska ekki fyrr en nætursólin gægist yfir norðurheimskautið. ÞAR SEM ég er svo brenndur af því að hafa verið hér á landi í hruninu ákvað ég síðan í geislum nætursólar að taka sér- staklega vel eftir því, meðan á dvöl minni stæði hér á landi, hvernig land og þjóð hefðu breyst frá því að örlaganornirnar veittu þeim þessar þungu lexíur. ÉG MAN það vel að þegar allt var að fara á hvolf taldi ég fullvíst að ekk- ert yrði sem áður. Innra með mér var ég sífellt að kveðja þetta gamla, góða Ísland og bjó mig meira að segja undir að þurfa að ganga í lörfum þegar Levi’s-bux- urnar, sem ég keypti á vor- dögum 2005, væru úr sér gengnar. Ég drakk hvert rauðvínsglas líkt og það væri hið hinsta þar sem slíkur lúxus myndi hverfa í tómið með Íslandi hinu gamla. ÞAÐ VAR alltaf verið að tala um að við myndum fara svona og svona langt aftur í tímann, rétt eins og líðandi stund væri einungis fyrir þá efnameiri. Ég var farinn að lesa Öldina okkar til að gera mér í hugarlund hvað við ættum í vændum. Þegar ég var síðan kominn að umfjölluninni um Thomsens- bíl greip örlaganornin í stýrið og ég hélt af landi brott. SVO VAR það hugarfarið sem átti að taka slíkum stökkbreytingum að ég var farinn að halda að eflaust þyrfti maður að kynn- ast sínum íslensku vinum og ættingjum upp á nýtt. NÚ ER ég kominn til baka, hef meira að segja dvalið hér nokkra daga við rannsókn mína. ÞÓTT RANNSÓKNIN sé enn á byrjunar- stigi hef ég strax greint gífurlegar breyt- ingar. Ég man til dæmis ekki eftir slíkum kulda í júnímánuði fyrir hrun. Síðan er Gillz orðinn skornari, eflaust vegna mikils samdráttar. En hvað sem þessum breyt- ingum áhrærir hef ég nú þegar ákveð- ið hvað gera skuli næst þegar heimurinn virðist vera að farast. Þá ætla ég að minn- ast orða Nóbelskáldsins okkar þegar hann sagði: „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernveginn, þótt margur efist um það á tímabili.“ Ísland eftir ragnarök ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. sælgæti, 6. kusk, 8. fornafn, 9. bókstafur, 11. aðgæta, 12. slagorð, 14. urga, 16. pípa, 17. til viðbótar, 18. niður, 20. tveir eins, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. kringum, 4. peninga- græðgi, 5. af, 7. ólaglegur, 10. viðmót, 13. atvikast, 15. sálar, 16. egna, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mér, 9. eff, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17. enn, 18. suð, 20. dd, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15. anda, 16. æsa, 19. ðð. Frú Bryndís hefur spurt mig í mörg ár hvernig ég fari að því að líta svona vel út! Ég ákvað að segja henni sannleikann! Jahá! Að þú setjir avókadó og agúrkur á andlitið á þér? Nei, nitróglyserín- trixið. Ó, þetta sama og þú notar til að losna við vörturnar? Ég hef eitt- hvað ruglast! Æ, það var nú leiðinlegt! Þú ert nú meiri zauðurinn Elza, ZAUÐUR! Þegar þú minnist á það Stanislaw, þá virkarðu eitt- hvað stærri. Ég stækkaði um fjóra sentímetra í mánuðinum. Höfum það fimm. Má ég fá bita af þessari samloku? Fyrsti og síðasti dagur Hermanns á Dýravernd- armiðstöð- inni. Almáttugur! Þetta er svo lítil skrifstofa að maður gæti ekki einu sinni sveiflað ketti hér inni! JÆKS! Ég skil þetta ekki! Af hverju vill Lóa ekki lengur faðma mig? Kannski er þetta bara tímabil sem hún er að ganga í gegnum. Ooo- ooo! En yndislegt faðmlag! Einmitt, gamla góða „ég elska alla nema mömmu mína“-tíma- bilið. Jæja róleg! Nú er nóg komið af kossum! Gísli Pálmi setur sig í gang

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.