Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 2
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR2 TRÚMÁL Biskup kaþólsku kirkj- unnar, Pétur Bürcher, hefur leit- að til Róberts R. Spanó lagapró- fessors, sem var í forsvari fyrir rannsóknarnefnd kirkjuþings, og beðið hann um að velja fulltrúa í óháða rannsóknarnefnd fyrir kaþólsku kirkjuna. Róbert tekur ekki sjálfur sæti í nefndinni en setur henni starfs- reglur og markmið. Hann telur líklegt að nefndin verði skipuð þremur einstaklingum eins og rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar. Nefndin verður að öllum líkind- um skipuð fólki með sérþekkingu á sviði lögfræði og heilbrigðis- mála. Þar sem ásakanirnar innan kaþólsku kirkjunnar beinast einn- ig að starfsfólki innan grunnskóla telur Róbert líklegt að einstakl- ing ur með sérþekkingu á þeim málum verði kallaður til. „Punkturinn verður að lík- indum sá sami og var til stað- ar í hinni nefndinni, þó að ekki sé sjálfgefið að málin séu þau sömu,“ segir Róbert. Hann segir að endanleg skipun nefndarinn- ar muni liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan ágúst og stefnt sé að því að hún geti hafið störf fyrir 1. september. Nefndin skilar biskupi skýrslu um störf sín en einungis verða helstu niðurstöður og til- lögur nefndarinnar birtar opin- berlega. Nefndin mun rannsaka þær ásakanir sem komið hafa fram um kynferðislegt ofbeldi af hálfu þjóna kirkjunnar og starfs- manna stofnana sem henni tengj- ast. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá biskupi, þar sem hann biður einnig þá einstaklinga afsökunar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu starfs- manna kirkjunnar. - sv Punkturinn verður að líkindum sá sami og var til staðar í hinni nefndinni RÓBERT R. SPANÓ RANNSÓKNARNEFND KIRKJUÞINGS FERÐAÞJÓNUSTA Ferðafélag Íslands (FÍ) tekur yfir rekstur Horn- bjargsvita og mun sjá um hann næstu tíu til fimmtán árin. Frá þessu var geng- ið í gær. Samn- ingurinn er við Siglingastofnun ríkisins, sem er eigandi staðar- ins. Ólafur Örn Haraldsson, for- maður FÍ, segir rekstur vitans falla mjög vel að starfsemi félagsins. Ferðir um Hornstrand- ir séu einhverjar þær vinsælustu sem félagið býður upp á. Þá hafi deild félagsins á Ísafirði nýverið verið endurreist og hann vonist eftir góðu samstarfi við hana um reksturinn. Ævar Sigdórsson yfirgefur nú Hornbjargsvita eftir nokkurra ára dvöl. Hann segir tilfinningarnar blendnar, en flutningur fjölskyldu- meðlima af landi brott skýri brott- hvarf þeirra. Sumarfrí síðustu ára hafi farið í vitann og það gangi ekki lengur. Fjölskyldan sé þó öll hálfpartinn í sjokki, enda hafi dvölin á Hornbjargi verið gríðar- lega mikil reynsla og óvenju lær- dómsrík. „Þetta hefur verið erfitt en mjög gaman og við höfum notið þess að vera þarna. Ég skil þó við þetta í góðum höndum og vonast til að starfsemi Ferðafélagsins verði far- sæl á þessum stað.“ Ævar segist þó ekki hafa sagt skilið við Hornbjargsvita fyrir fullt og allt. „Við settum í samn- ing að við fjölskyldan ættum inn- komu þarna svo lengi sem Ferða- félagið sæi um reksturinn. Við erum eins og Hilton-erfingjarnir, eigum alltaf uppbúna svítu þegar við erum á ferðinni,“ segir Ævar og hlær. Ólafur Örn segir Hornbjarg hafa mikil náttúruleg sérkenni og það verði upplifun fyrir ferða- menn að gista þar. Félagið hygg- ist auka þjónustu á svæðinu. Hann segir staðinn ríkan af sögu og gamalgróið félag eins og FÍ vilji rækta tengslin við söguna. „Í því skyni má nefna nafna minn Óla komma sem var þar lengi. Ég fann eitt sinn rauða stjörnu úr blikki við vitann, hel- víti mikla, líklega voru einir 60 sentímetrar á milli tindanna. Þetta minnti mig á hinar fornu týndu töflur í túni sem fundust aftur og ég endurreisti hið fallna merki og kom því virðulega fyrir. Svona er staðurinn fullur af sögu og skemmtilegheitum,“ segir Ólafur, en nafni hans kommi hlaut viðurnefni sitt vegna fylgispektar við stefnu Jósefs Stalín. kolbeinn@frettabladid.is Fá réttindi Hilton- erfingja í vitanum Ferðafélag Íslands hefur samið um rekstur Hornbjargsvita. Fyrrum staðarhald- ari kveður staðinn með eftirsjá en mun ávallt eiga uppbúna svítu þar. Staður- inn á sér ríka sögu og tengja má hann óbeint einræðisherranum Jósef Stalín. ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON HORNBJARGSVITI Ferðafélag Íslands mun sjá um rekstur vitans næstu 10 til 15 árin. Ætlunin er að auka þjónustu á svæðinu, en ferðir um Hornstrandir eru gríðarlega vinsælar hjá félaginu. MYND/PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Biskup biður fórnarlömb afsökunar og lætur stofna rannsóknarnefnd: Nefndin svipuð og hjá þjóðkirkjunni PÉTUR BÜRCHER RÓBERT R. SPANÓ Trausti, ertu kominn með ein- hverjar „hárþurrkur“ á teipið? „Ekki frá Gauja sjálfum, en sumir leikmanna liðsins eru ansi metró fyrir framan spegilinn.“ Trausti Salvar Kristjánsson vinnur að gerð heimildarmyndar um knattspyrnuþjálfar- ann Guðjón Þórðarson. Guðjón hefur löngum þótt óhræddur við að láta í sér heyra í búningsklefanum. DÓMSMÁL Meintur barnaníðing- ur í Vestmannaeyjum gekk laus í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hendur lögreglu. Hann er grunaður um að hafa níðst á fórnarlambi sínu, átta ára stjúp- dóttur sinni, svo mánuðum skipti. „Sé það svo að gæsluvarðhalds- úrskurðurinn verði staðfestur í Hæstarétti, þá hlýtur lögreglu- stjórinn á Selfossi auðvitað að hafa gert mistök,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Selfossi. „Hins vegar er það augljóst að ég á ekki gott með að tjá mig um málið á þessu stigi, meðan Hæsti- réttur hefur ekki fellt sinn dóm um gæslu- varðhaldsúr- skurð héraðs- dóms. Ég tel að í raun eigi að reka svona alvarleg og hryllileg mál eins og þarna er um að ræða fyrir dómstólum en ekki í fjöl- miðlum,“ bætir Ólafur Helgi við og undirstrikar að enn hafi ekki verið gefin út ákæra í umræddu máli. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær var umræddur maður úrskurðaður í gæsluvarðhald síð- astliðinn laugardag og hefur hann kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Í fórum hans fannst síðastliðið haust fjöldi ljósmynda og hreyfi- mynda sem hann hafði meðal ann- ars tekið af sér og barninu. - jss ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON Meintur barnaníðingur í Eyjum laus í um ár eftir að barnaníðsmyndir fundust: Lögregla gæti hafa gert mistök BANDARÍKIN Christine Lagarde hefur verið útnefnd fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, fyrst kvenna. Tilkynnt var um ákvörð- unina í gær, eftir að Banda- ríkin og Rúss- land höfðu lýst yfir stuðningi við hana. Ríki eins og Kína, Indland og Brasilía studdu hana einnig. Í til- kynningu frá sjóðnum segir að bæði Lagarde og keppinautur hennar um stöðuna, Mexíkóinn Agustin Carstens, hafi verið vel hæf. Lagarde hefur verið fjármála- ráðherra Frakklands í fjögur ár, og mun taka við stjórnartaumun- um hjá AGS hinn 5. júlí. - þeb Christine Lagarde skipuð: Yfirmaður AGS fyrst kvenna CHRISTINE LAGARDE KJARAMÁL Samninganefndir SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu og Fríhafnarinnar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Hann er á svipuðum nótum og þeir samningar sem stéttarfélagið hefur gert að undanförnu. Kjarasamningurinn framleng- ist til 31. janúar 2014 og felur í sér krónutölu- eða prósentuhækkan- ir, eftir því hvað gagnast félags- mönnum betur. Eftir á að greiða atkvæði um samninginn. - kóp Nýir kjarasamningar nást: SFR semur við Fríhöfnina FRÍHÖFNIN Atkvæðagreiðslu um nýjan samning lýkur klukkan 11 hinn 5. júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Maður sem lést í slysi við íshelli í Kverkfjöllum á mánudag hét Jesus Martinez Barja. Hann var 51 árs spænskur ríkisborg- ari, búsettur í Hafnarfirði. Hann lætur eftir sig þrjú börn. Maðurinn var ásamt sex sam- löndum sínum í íshellinum í Kverkfjöllum þegar ís hrundi á hann með þeim afleiðingum að hann lést. Lést þegar ís hrundi á hann Hálendisvegir opnaðir Nú er orðið opið um Dómadalsleið F225 og upp í Lakagíga F206. Einnig er búið að opna veginn um Kaldadal 550 og svokallaða Þríhyrningsleið sem er hluti af F910 fyrir austan. SAMGÖNGUMÁL KJARAMÁL „Menn eru ennþá að ræða saman og vonandi boðar það eitthvað gott,“ segir Kjart- an Jónsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflug- manna. Kjaradeila flugmanna hjá Icelandair var rædd hjá Ríkis sáttasemjara í gærkvöldi og var fundi ekki lokið þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Í gærkvöldi var gert ráð fyrir að ekkert flug Icelandair yrði fellt niður í dag vegna yfirvinnu- banns flugmanna sem raskað hefur flugi undanfarna daga. - þeb Samningafundur fram á kvöld: Flug á ekki að raskast í dag FERÐIR Starfshópur um samgöng- ur í Vatnajökulsþjóðgarði, sem skipaður var í vor vegna deilna sem staðið hafa um stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökuls- þjóðgarðs, er farinn í sumarfrí. Stefnt var að því að hópurinn skilaði tillögum í júní en hann fékk frest til haustsins. „Það sem ákveðið var í stjórn- unar- og verndaráætlun stendur óbreytt í sumar,“ segir Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Með áætl- uninni var ýmsum leiðum lokað, meðal annars fyrir umferð öku- tækja og reiðhesta. - mmf/ sjá Allt Deilur um umferð í þjóðgarði: Lokanir í gildi út sumarið SPURNING DAGSINS KAUPSTAÐARSALAT MEÐ GRILLUÐUM HUMRI Kaupstaðarsalat með grilluðum humri, mangó, melónum, jarðarberjum, grænmeti og speltbrauði. Vel útilátin og seðjandi máltíð! www.fruberglaug.is 100 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 990 kr. GILDIR Í 24 TÍMA 1.990 kr. Verð 50% Afsláttur 1.000 kr. Afsláttur í kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.