Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 42
29. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR34 sport@frettabladid.is KRISTJÁN ARASON og lærisveinar hans í Íslandsmeistaraliði FH í handknattleik karla mæta norsku meisturunum í Haslum í forkeppni Meistaradeildarinnar í septemberbyrjun. Sigur á Haslum og mótherjum frá Makedóníu eða Ísrael tryggir liðinu sæti í C-riðli Meistaradeildar en þar verða mótherjarnir meðal annars Þýskalandsmeistarar Hamburg. FÓTBOLTI Staða Víkings í Pepsi- deild karla er ekkert sérstök. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins einn sigur í sumar. Sá sigur kom hinn 2. maí í 1. umferð deildarinnar gegn Þór. Síðan þá hefur hvorki gengið né rekið hjá drengjunum hans Andra Marteins- sonar. Þrátt fyrir dapurt gengi stend- ur ekki til að reka Andra. Hann tók við liðinu í byrjun mars eftir að Leifi Garðarssyni var vikið frá störfum. Andri fékk því ekki mik- inn tíma til þess að undirbúa liðið eftir sínu höfði fyrir Íslandsmótið. „Við erum sannfærðir um að við séum með nógu hæfan þjálfara til þess að halda okkur uppi. Það er engin panikk í gangi. Ég get alveg lofað því,“ sagði Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Vík- ings, en hann segir menn í Víkinni enn bera höfuðið hátt. „Það er engan bilbug á okkur að finna þrátt fyrir erfitt gengi. Það er sterk liðsheild í Víkinni. Það hafa verið mikil meiðsli hjá okkur, sem hefur ekki hjálpað til. Það er kannski frasi en við höfum ekki enn getað stillt upp okkar sterk- asta liði í sumar. Við lítum þannig á málið. Þessi hópur er að okkar mati nógu góður til þess að klára verkefni sumarsins, sem er ein- faldlega að tryggja sæti í úrvals- deildinni,“ sagði Björn. Hann hefur þó í hyggju að styrkja liðið, enda skiptir það Víkinga öllu að halda sæti sínu í deildinni. „Við munum styrkja okkur. Það er ýmislegt í farvatninu hvað það varðar. Það er alveg ljóst að við bætum við okkur einum til tveim- ur mönnum. Við í Víkinni svífumst einskis til þess að klára þetta verk- efni, sem er að halda liðinu uppi. Við höfum ákveðna háleita drauma og verkefni sumarsins skiptir miklu máli til að þeir draumar geti ræst. Það eru allir meðvitaðir um það.“ Andri þjálfari er heldur ekki af baki dottinn. „Ef ég væri búinn að missa trúna á verkefnið væri ég hættur. Mér þykir of vænt um þetta félag til þess að bara vera hér,“ sagði Andri við Fréttablaðið, en hann hefur þegar nælt í einn leikmann. Framherjinn Magnús Páll Gunn- arsson, sem áður lék með Blikum, er búinn að semja við liðið og fleiri eru á leiðinni eins og áður segir. „Við þurfum styrkingu fram á við enda höfum við ekki verið nógu kröftugir þar. Því er heldur ekki að neita að við þurfum meiri breidd og höfum ekki alveg ráðið við þau áföll sem við höfum lent í. Við höfum verið mjög óheppnir með meiðsli. Við eigum efnilega leikmenn en þeir geta ekki tekið á sig of mikla ábyrgð strax. Þeir eiga að styðja við þá sem eldri eru og smám saman kom- ast inn í okkar leik,“ sagði Andri. Hann á von á því að Helgi Sigurðs- son verði klár í næsta leik og svo kemur Björgólfur Takefusa inn aftur síðar, en báðir hafa verið meiddir. henry@frettabladid.is Svífumst einskis til þess að halda liðinu uppi Stjórn knattspyrnudeildar Víkings stendur heils hugar við bakið á þjálfaranum Andra Marteinssyni þó svo að Víkingur hafi ekki unnið leik síðan í byrjun maí. Víkingar hafa þegar bætt við sig einum leikmanni og fleiri eru væntanlegir. ÓHEPPNIR MEÐ MEIÐSLI Andri Marteinsson, þjálfari Víkings, getur verið öruggur með sína stöðu hjá félaginu. Hann segir sitt lið hafa verið einstaklega óheppið með meiðsli í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pepsi-deild kvenna Breiðablik - Þór/KA 2-4 0-1 Sandra Jessen (18.), 1-1 Fanndís Friðriksdóttir (37.), 2-1 Fanndís Friðriksdóttir (56.), 2-2 Manya Makoski (62.), 2-3 Mateja Zver (73.), 2-4 Manya Makoski (75.) ÍBV - Grindavík 2-1 0-1 Sarah Wilson (52.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (85.), 2-1 Berglind Björg Þorvalds- dóttir (90.) Þróttur R. - Valur 1-3 0-1 Elín Metta Jensen (11.), 0-2 Caitlin Miskel, víti (23.), 1-2 Margrét María Hólmarsdóttir (45.), 1-3 Mist Edvardsdóttir (71.) Afturelding - Stjarnan 0-4 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (20.), 0-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (45.), 0-3 Ashley Bares (61.), 0-4 Hugrún Elvarsdóttir (77.) KR - Fylkir 0-1 0-1 Anna Björg Björnsdóttir (81.) Upplýsingar að hluta frá Fótbolti.net. STAÐAN Valur 7 6 1 0 20-6 19 Stjarnan 7 6 0 1 18-5 18 ÍBV 7 5 1 1 17-3 16 Þór/KA 7 4 0 3 14-18 12 Fylkir 7 3 1 3 9-11 10 KR 7 1 4 2 5-6 7 Breiðablik 7 2 1 4 12-14 7 Þróttur R. 7 1 2 4 8-15 5 Afturelding 7 1 1 5 6-19 4 Grindavík 7 0 1 6 6-18 1 ÚRSLIT Lagerhreinsun í Timbursölu BY KO Breidd lýkur 4. júlí Garðhúsgög n – Girðinga einingar – G arðborð – B orðplötur – Sólbekkir – Blómakassa r – og marg t fleiraSíðustu dagar afsláttur60% FÓTBOLTI Nýr þjálfari úrvals- deildarliðs Chelsea í ensku knatt- spyrnunni, Portúgalinn André Villas-Boas, er strax farinn að taka til hendinni á Stamford Bridge. Hann hefur nú slegið af fyrirhugaðan æfingaleik liðsins við hollenska félagið Vitesse Arn- hem sem fram átti að fara í Hol- landi hinn 9. júlí. Leikmenn Chelsea eru vænt- anlegir til æfinga á nýjan leik á mánudaginn og taldi þjálfarinn að leikurinn bryti upp æfinga- áætlun félagins, sem er nýhafin. Forsvarsmenn Vitesse Arnhem eru allt annað en ánægðir. Þeir segja tíðindin mikil vonbrigði bæði fyrir félagið og stuðnings- menn þess. - ktd Chelsea blæs af æfingaleik: André Villas- Boas sagði nei HANN RÆÐUR André Villas-Boas er farinn að láta til sín taka. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Þór/KA sótti dýrmæt þrjú stig í Kópavoginn í gær með 4-2 sigri á Blikum. Leikurinn var hinn fjörugasti á að horfa, galop- inn sem skilaði sér í markaveislu. Eftir að hafa lent marki undir snemma leiks komu Blikar til baka með tveimur mörkum Fanndísar Friðriksdóttur. Mörk- in voru keimlík og komu eftir fallegar stoðsendingar frá Grétu Mjöll Samúelsdóttur. Útlitið gott fyrir heimakonur. Þór/KA neitaði að gefast upp og á fimmtán mínútna kafla gjör- breyttist leikurinn. Akureyring- ar skoruðu þrjú mörk á fimmtán mínútum og tryggði sér sigur. Manya Makoski, sóknarmaður Þórs/KA, fór á kostum í leiknum og skoraði tvö mörk. Fyrra mark- ið var sérstaklega snyrtilegt þar sem hún lyfti knettinum í falleg- um boga yfir Bryndísi markvörð Blika sem var komin langt út úr marki sínu. Sigur Akureyringa var sann- gjarn en liðið barðist vel og hafði yfirburði á miðjunni. Með sigr- inum heldur liðið í við efstu lið en Blikar sitja eftir fimm stigum á eftir Þór/KA. Makoski, sem er Slóveni, var hæstánægð með sigurinn þar sem hún kastaði mæðinni og beið eftir því að rútan legði af stað norður. Hún sagði mikinn mun á því að keyra norður eftir sigur- leiki en þegar ver gengi. Í Vestmannaeyjum leit allt út fyrir fyrsta sigur Grindavíkur þeagr skammt var eftir af leik. Berglind Björg Þorvaldsdóttir bjargaði deginum fyrir ÍBV með tveimur mörkum undir lokin. - ktd Pepsi-deild kvenna í gær: Þór/KA skellti Blikastelpum SJÓÐANDI HEITAR Makoski og Fanndís skoruðu tvö mörk hvor í leiknum. MYND/HAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.