Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 2
5. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 UMHVERFISMÁL Á urðunarstöðinni á Álfsnesi má finna gamlan bíl- garm sem líklegast getur státað af lengsta púströri í heimi. Þann- ig vill til að púströr bílsins hefur verið lengt og síðan tengt í gaslögn eina sem er um kílómetri að lengd. Þetta var þó ekki til gamans gert heldur var þetta neyðarúr- ræði í síðasta mánuði þegar í ljós kom að súrefni komst inn í gaslögn og þar sem hún er neðanjarðar leit úr fyrir að það yrði bæði tíma- frekt og kostnaðarsamt að komast að lekanum. Virtist ekkert annað í stöðunni en að grafa yrði lögn- ina upp með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Eins hefði verið hægt að panta rándýrt efni, að sögn Guðmars Guð- mundssonar stöðvarstjóra, sem hefði síðan komið þeim á sporið þannig að þeir gætu geng- ið að lekanum. En þótt bruðl landans komi sér ágætlega fyrir starfsliðið á Álfsnesi vill það sjálft síst af öllu temja sér slíkt háttalag. Því varð úr að Sorpumenn fengu bíldruslu á svæðið og tengdu púströrið í leiðsl- una. „Síðan bjuggum við svo um að hægt var að hella úrgangsolíu ofan í pústið. Þá var bara að þenja vél- ina og hella síðan úrgangsolíunni ofan í púströrið og hleypa þessu svo í leiðsluna. Þá leið ekki á löngu uns reykur stóð upp úr jörðinni og kom hann náttúrulega úr leiðsl- unni þar sem bilunin var.“ Bifreiðin er af gerðinni Mazda MS6 árgerð 1991. Guðmar Guð- mundsson stöðvarstjóri segir að starfsmenn í Álfsnesi hafi fund- ið hann í blaðaauglýsingu. „Þetta þótti mikill sportbíll á sínum tíma,“ segir Guðmar. „Hann er örugglega hundfúll yfir örlögum sínum, hann var framleiddur til að pikka upp stúlkur á rúntinum en ekki til að standa hérna á Álfs- nesi með pústið út í loftið,“ segir hann og hlær við. jse@frettabladid.is Gamall bíll tengdur við leka gasleiðslu Mazda af 91 árgerðinni kom að góðum notum þegar leka varð vart í gaslögn á urðunarstöðinni á Álfsnesi. Bíllinn er líklega með lengsta púströr í heimi. LÍKLEGAST LENGSTA PÚSTRÖR Í HEIMI Þessi bíll kom að góðum notum á Urðunarstöðinni á Álfsnesi þó ekki hafi hann farið fetið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUÐMAR GUÐMUNDSSON LÖGREGLUMÁL Móðir sveinbarnsins sem fannst látið um helgina við Hótel Frón í Reykjavík mun dvelja áfram á sjúkrahúsi í dag og jafnvel á morgun. Hún verður yfirheyrð strax eftir útskrift af spítalanum. Eftir skýrslutökur verður hún flutt á Litla-Hraun. Konan hefur verið úrskurðuð í tveggja vikna gæslu- varðhald og gert að sæta geðrannsókn. Barnið var krufið í gær og er nú verið að vinna úr fyrstu upplýsingum sem fengust við krufninguna. Niðurstöður munu leiða í ljós dánarorsök og dánar- stund. Móðirin, sem er rúmlega tvítug og ættuð frá Litháen, ól barnið á Hótel Fróni, þar sem hún hafði unnið sem herbergisþerna í fjóra mánuði. Hún bjó um barnið í ruslagámi við hótelið þar sem lögreglan fann það eftir ábendingu frá bráðamóttöku Landspít- alans þangað sem konan kom stuttu eftir fæðinguna. Í hegningarlögum segir að ef móðir deyðir barn sitt í fæðingu eða um leið og það er fætt, og ætla má að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hún hafi komist í við fæðinguna, þá varði það fang- elsi allt að 6 árum. Síðast kom upp mál af þessu tagi hér á landi árið 1992. 26 ára gömul kona fæddi barn og deyddi það strax eftir fæðingu. Líkið fannst í farangursgeymslu bifreiðar hennar. Konan var dæmd í 18 mánaða skil- orðsbundið fangelsi þann 23. júní 1993. - jss, sv Lögregla vinnur með fyrstu upplýsingar úr krufningu barns sem lést um helgina: Verður yfirheyrð eftir útskrift RUSLAGÁMURINN VIÐ HÓTEL FRÓN Barnið fannst látið í gámnum við leit lögreglu á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRAKKLAND, AP Um leið og ákæran gegn Dominique Strauss-Kahn fyrir nauðgunartilraun á hóteli í New York tók að liðast sundur bárust fréttir frá Frakklandi um að hann verði einnig þar kærður fyrir nauðgunartilraun. Það er franska blaðakonan og rithöfundurinn Tristane Banon sem ætlar í dag að leggja fram kæru á hendur honum fyrir að hafa reynt að nauðga sér þegar hún ætlaði að taka viðtal við hann fyrir nokkrum árum. Þar með minnka á ný mögu- leikar Strauss-Kahns til að eiga hugsanlega endurkomu í frönsk stjórnmál. - gb Strauss-Kahn ekki sloppinn: Einnig kærður í heimalandinu STRAUSS-KAHN Í NEW YORK Ásamt Önnu Sinclair, eiginkonu sinni. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS VIVAG SÁPA KEMUR JAFNVÆGI Á SÝRUSTIG Á KYNFÆRA- SVÆÐINU, MINNKAR ÚTFERÐ DREGUR ÚR LYKT EKKI NOTA HVAÐ SEM ER... FÆST Í APÓTEKUM, FJARÐARKAUP OG HAGKAUP Haukur, kyssir þú svona illa? „Greinilega fyrst ég fékk þennan voðalega Júdasarkoss til baka.“ Haukur Holm greindi frá því í gær að hann hafi fengið koss frá Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, áður en hann fór í sumarfrí en nokkrum dögum síðar fékk hann svo uppsagnar- bréf. ATVINNUMÁL Alls bárust Vinnu- málastofnun fjórar tilkynningar um hópuppsagnir í júní. Samtals var sagt upp 123 einstaklingum. Aðeins er um að ræða hrein- ar uppsagnir í einu tilviki. Um endur skipulagningu og sölu fyrir tækis úr þrotabúi er annars að ræða. Góðar líkur eru á að starfsmönnum verði boðin endur- ráðning. Þrjár uppsagnir eru frá fyrir- tækjum á höfuðborgarsvæðinu og ná þær til 112 manns og ein frá fyrirtæki á Vestfjörðum, ellefu manns. - shá 123 einstaklingum sagt upp: Hópuppsagnir í júní voru fjórar DÓMSMÁL Reykjavíkurborg var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykja- víkur til að greiða Brimborg tæpar 136 milljónir króna ásamt dráttar- vöxtum, gegn því að Brimborg skili lóð við Lækjarmel. Brimborg fékk úthlutað lóð við Lækjarmel snemma árs 2006 og greiddi þá rúmar 113 milljónir í gatnagerðargjöld. Þann 9. október 2008 sendi fyrirtækið borginni yfirlýsingu um að það vildi skila lóðinni og fá gjöldin endurgreidd. Tæpum tveimur mánuðum síðar samþykkti borgarráð að ekki væri hægt að skila lóðum undir atvinnu- húsnæði nema með sérstakri heim- ild frá borgarráði. Ekki væri leyfi- legt að skila lóðum einhliða. Erindi sem Brimborg sendi í framhaldinu til að fá slíka heimild var hafnað. Í dómi héraðsdóms segir að Brimborg hafi haft réttmætar væntingar til þess að úthlutun lóð- arinnar gengi til baka við yfirlýs- ingu þess efnis, og að gjöldin yrðu endurgreidd í samræmi við fyrri stjórnsýsluframkvæmd. Reykja- víkurborg hafi borið á grundvelli almennra reglna stjórnsýsluréttar að taka tillit til þessara væntinga Brimborgar, en það hafi ekki verið Brimborg vildi skila Reykjavíkurborg lóð undir atvinnuhúsnæði eftir hrunið: Greiði Brimborg 136 milljónir HÆSTIRÉTTUR Fyrirtækið hafði réttmæt- ar væntingar um að geta skilað lóðinni, að mati héraðsdóms, en Hæstiréttur hefur snúið svipuðum málum. Hæstiréttur hefur dæmt Reykja- víkurborg í vil í öðrum lóðar- skilamálum, meðal annars í maí síðastliðnum. Í maí voru þrjú mál um lóðarsamninga fyrir réttinum og var dæmt Reykjavíkurborg í vil í þeim öllum. Í öllum málunum var vísað í annað mál frá því í nóvember í fyrra þar sem mála- tilbúnaði lóðarhafa um einhliða skilarétt, brostnar forsendur og brot á jafnræðisreglu var hafnað. Hæstiréttur hefur sýknað borgina gert. Því beri borginni að endur- greiða gatnagerðargjald gegn skil- um á lóðinni. - þeb VEIÐI Guðlaug K. Kristinsdóttir landaði 104 sentimetra hrygnu á Eyrinni á svæði eitt í Laxá í Aðal- dal í gær. Laxinn var 49 senti- metrar í ummál og því líklega yfir 25 pundum að þyngd. Fiskurinn er sá stærsti sem veiðst hefur í Aðaldalnum á þessu sumri. Kenningar eru uppi um að jafnvel sé hér kominn kandídat fyrir metfisk sumarsins. Því andmælir Orri Vigfússon, leigutaki Laxár, og segir það hafa verið bókað á Laxárfélagsfundi í vetur að 30 punda lax myndi koma á land í sumar. - shá Ævintýri fyrir norðan: Landaði risalaxi í Aðaldalnum DANMÖRK Mikil smithætta er í vatni sem flætt hefur yfir götur Kaupmannahafnar síðustu daga. Mörg þúsund rottur, dauðar og lifandi, hafa komið upp úr niðurföllum vegna flóðanna þar. Rotturnar bera með sér marga smitsjúkdóma sem hafa líklega mengað vatnið. Því er fólk sem hefur komist í snertingu við vatn- ið hvatt til þess að leita til læknis finni það fyrir flensueinkennum á næstunni. Jafnframt er fólk hvatt til að vera með viðeigandi hlífðarbúnað þegar þrifið er eftir flóðin. - þeb Flóðin í Kaupmannahöfn: Rottur meng- uðu vatnið GLÆSILEG HRYGNA Laxinn tók rauða snældu á Eyrinni í Kistukvísl fyrir neðan Æðarfossa. MYND/ÞORGEIR FRÍMANN ÓÐINSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.