Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 5. júlí 2011 STJÓRNSÝSLA Alls hefur ríkisstofnunum og ráðu- neytum fækkað um 30 síðan í ársbyrjun 2010, eða um 15 prósent. Þetta er samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar um að fækka stofnunum um 60-80 til ársloka 2012. Alls voru stofnanir ríkis- ins 200 og því gert ráð fyrir fækkun um 30 til 40 prósent. Fyrir Alþingi liggja fjögur frumvörp innan- ríkisráðherra sem gera ráð fyrir að stofnunum ráðuneytisins fækki um tíu. Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður forsæt- isráðherra, segir sameiningar stofnana komnar vel á veg. Í einhverjum efnum séu þær á undan áætlun, til að mynda hafi ekki verið gert ráð fyrir innanríkisráðuneyti á þessu kjörtímabili. Stefnt er að frumvarpi um nýtt atvinnuvega- ráðuneyti á kjörtímabilinu, en óljóst er hvenær það verður lagt fram. Ljóst er að Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, er and- vígur frumvarpinu. Hann hefur þó látið hafa eftir sér að stuðningur hans við ríkisstjórnina velti ekki á því. kolbeinn@frettabladid.is Stofnunum hefur fækkað um fimmtán prósent Ríkisstofnunum og ráðuneytum hefur fækkað um 30 frá ársbyrjun 2010. Áformað að fækka stofnunum um 60 til 80 til ársloka 2012. Frumvarp um nýtt atvinnuvegaráðuneyti í smíðum en ekki er eining um það. Stjórnarráð Ráðuneytum fækkað um tvö. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti og samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneyti sameinað í innanríkisráðuneyti. Heilbrigðis- ráðuneyti og félags- og trygg- ingamálaráðuneyti sameinað í velferðarráðuneyti. Fjármálaráðuneytið Stofnunum fækkað um sjö. Skattstofum fækkað úr níu í eina. Bankasýsla ríkisins stofnuð. Innanríkisráðuneytið Stofnunum fækkað um eina. Flugstoðir ohf. og Kefla- víkurflugvöllur ohf. sameinuð í ISAVIA ohf. Velferðarráðuneyti Stofnunum fækkað um 18. Landlæknir og Lýðheilsustöð sameinuð undir nafni Land- læknisembættisins. Átta heilbrigðisstofnanir á Vestur- landi sameinaðar. Tvær heil- brigðisstofnanir á Norðurlandi sameinaðar í Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar. St. Jósepsspítali sameinaður Landspítalanum. Átta svæðisskrifstofur um mál- efni fatlaðra lagðar niður. Sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytið Stofnunum fækkað um eina. Hagþjónusta landbúnaðarins lögð niður. Utanríkisráðuneytið Stofnunum fækkað um eina. Varnarmálastofnun lögð niður. Þegar orðnar breytingar RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS Ráðuneytum fækkaði um tvö í fyrra og fyrirhuguð er fækkun um eitt í viðbót með stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stjórnarráð Fækkun ráðuneyta um eitt. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti verða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Innanríkisráðuneyti Stofnunum fækkað um tíu. Rannsóknarstofnun sjóslysa, umferðarslysa og flugslysa sameinaðar í eina. Umferðarstofa, flugmálastjórn og stjórn- sýsluhluti Vegagerðar og Siglingamálastofnunar sameinuð. Framkvæmda- og rekstrarverkefni Vegagerðarinnar og Siglingastofnunar sameinuð. Væntanlegar breytingar landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Landsbankinn vinnur stöðugt að því að styrkja tengslin við viðskiptavini sína. Varðan gegnir þar lykilhlutverki. Þinn eigin tengiliður Öllum Vörðufélögum stendur til boða persónu- legur tengiliður í sínu útibúi sem tryggir gott og skilvirkt samband. Vörðuráðgjöf Saman setjum við upp stöðumat til að meta heildarstöðu fjármála heimilisins og setjum fjárhagsleg markmið sem hægt er að endurskoða árlega. Þannig færð þú góða sem mynda grunninn að fjármálum heimilisins. Fríðindasöfnun Vörðufélagar safna fríð- indum fyrir virk við skipti og valda þjónustu þætti. Þú getur valið hvort þú færð fríðindi í formi Auka- króna Landsbankans, Vildar - punkta VISA og Icelandair eða ferðaávísunar MasterCard. Betri kjör Í Vörðunni nýtur þú hag- stæðari kjara í bankanum, lántökugjöld eru lægri og við kaup í ákveðnum sjóðum borgar þú lægri þóknun. Félagar hafa rýmri gulldebetkorts er fellt niður. Sem heildstæð þjónusta fyrir fjármál heimilisins felur Varðan einnig í sér betri kjör á tryggingum hjá Verði og sérstök tilboð frá samstarfsaðilum til félaga. Kynntu þér Vörðuna eða pantaðu Vörðuráðgjöf á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Kostir þess að vera í Vörðunni - stæðar leiðir til að greiða niður lán. Höfuðstóll lána Tími MANNÚÐARMÁL Birgitta Jónsdótt- ir, þingmaður Hreyfingarinnar, heimsótti um helgina bandaríska skipið Dirfska vonarinnar (e. Audacitiy of Hope) þar sem það var bundið við bryggju í Aþenu. Stjórn- endur skipsins hyggja á sigl- ingu til Gasa til að rjúfa hafn- bann það sem Ísrael hefur viðhaldið í rúm fimm ár. Skipinu var snúið við af gríska hernum um helgina með vopna- valdi. Birgitta segir á heimasíðu sinni að það hafi gefið henni mikið að heimsækja skipið og hitta það hugrakka fólk sem þar er. Skemmst er að minnast svipaðrar farar í maí 2010 sem endaði með árás ísraelskra sérsveitarmanna. Að minnsta kosti tíu mótmælend- ur létu lífið í þeim aðgerðum. Birgitta gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hún hvetur aðra kjörna fulltrúa til að styðja för skipanna nú. Árásir Ísraela á Gasa megi ekki falla í gleymskunnar dá. - kóp Stöðva skip á leið til Gasa: Birgitta hittir frelsisflotann Skæruliðaforingi slapp Leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar FARC, Alfonso Cano, í Kólumbíu slapp í fyrradag úr klóm stjórnarhersins. Þetta kom fram í yfirlýsingu forseta landsins en yfirvöld í landinu hafa í áraraðir barist við skæurliðana. KÓLUMBÍA BIRGITTA JÓNSDÓTTIR Skothvellir á Stokkseyri Ölvaður maður var handtekinn á Stokkseyri í gærkvöld eftir að skot- hvellir heyrðust frá húsi hans. Lög- regla rannsakar málið. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.