Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 18
Sportlif.is leitar að fólki til að taka þátt í Boot Camp-keppninni 2011
sem er hluti af Þrekmótaröðinni og verður haldin í Mosfellsbæ
27. ágúst. Sportlíf stefnir á að vera með tvö fimm manna lið. Leitað er
að fólki í góðu formi og getur það öðlast frían þátttökurétt í mótinu.
Bókin Íslenskar lækningajurtir
eftir Arnbjörgu Lindu Jóhanns-
dóttur, nálastungu- og grasa-
lækni, hefur verið endurútgefin. Í
nýrri útgáfu hefur kynningu á kín-
verskri læknisfræði verið bætt við.
„Kínverskar lækningar eru
önnur leið til sjúkdómsgreiningar
en hin hefðbundna vestræna leið.
Kínverska kerfið á í raun miklu
betur við jurtir,“ útskýrir Arn-
björg Linda en hún nam kínversk-
ar lækningar í Englandi eftir að
hafa menntað sig í nálastungu- og
grasalækningum þar ytra.
„Ég fór út í kínverska læknis-
fræði til að öðlast betri skilning á
viðfangsefninu en kínverska kerfið
er elsta kerfi sem jurtir hafa verið
greindar eftir,“ útskýrir Arnbjörg.
Í bókinni yfirfærir hún kín-
versku fræðin á flestar íslensku
jurtanna og útskýrir eiginleika
hverrar jurtar bæði samkvæmt
kínverska kerfinu og því vest-
ræna. „Þetta er í fyrsta sinn sem
kínversk læknisfræði er kynnt á
íslensku máli,“ segir Arnbjörg.
Bókin er skreytt bæði teikning-
um og ljósmyndum. Hverri jurt er
lýst og hvar hún vex, hvaða hlutar
hennar eru nýttir og hvenær á að
tína hana. Þá eru lýsingar á hvern-
ig á að búa til te, bakstra eða krem
úr jurtunum.
Nánari upplýsingar um kín-
verska læknisfræði eru á síðunni
nalastungur.is. heida@frettabladid.is
Góð áhrif íslenskra jurta
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, nálastungu- og grasalæknir, hefur yfirfært kínverskar lækningar á
íslenskar jurtir. Í endurútgefinni bók hennar, Íslenskar lækningajurtir, er að finna þann fróðleik.
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, nálastungu- og grasalæknir, yfirfærði kínversk fræði á
íslenskar jurtir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Vallhumall
Notkun: Gott er að drekka vallhumalste í byrjun
flensu eða kvefs. Þá hefur hann löngum verið tal-
inn ein besta jurtin sem hér er völ á til að græða
sár en þá er unnið smyrsl úr blómunum.
Kínversk fræði: Vallhumall er styrkjandi fyrir lifur
og hjarta yin. Jurtin leiðréttir lifrar qi og hefur
þannig krampalosandi áhrif víða í líkamanum. Vall-
humall er einnig kælandi og er þess vegna góður í
upphafi flensu eða hálsbólgu þar sem hiti fylgir og
særindi.
Íslenskar lækningajurtir bls 89.
Neglur gegna því hlutverki að hjálpa til
við að grípa utan um hluti og með-
höndla þá. Þær vernda einnig fremsta hluta
fingra og táa, sem er afar næmur. Enn frem-
ur gera neglur okkur kleift að klóra aðra líkams-
hluta og virka því eins og klær margra dýrategunda.
Heimild: Visindavefur.is
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI
MENNING
ÚTSALA
HAFIN!
Dúnmjúkar
brúðargjafir