Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSING ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2011 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365. is s. 512 5462 og Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is s. 512 5447. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Sumarið er tími málningarvinnu og annars viðhalds utanhúss. Garðar Erlingsson, verslunarstjóri Lita- lands að Borgartúni 16, segir mikil- vægt að halda í slík verk með hald- bæra þekkingu að leiðarljósi. „Mjög mikilvægt er að nota vönduð efni og nota þau rétt, og hér fer enginn út án þess að vera með allt slíkt á hreinu.“ En hvers konar þjónustu býður Litaland? „Við sendum menn á stað- inn til ráðgjafar í stærri verkum og til að reikna út áætlaða efnisnotk- un. Einnig getur þú sent okkur mynd af húsinu þínu á husalitun@ litaland.is og getum við litað það í öllum regnbogans litum. Mjög snið- ugt til þess að fá heildarmynd af út- liti hússins,“ segir Garðar og bætir við að Litaland geti bent á úrvals- iðnaðarmenn sé þess óskað. Að sögn Garðars er vöruúrval- ið með því besta sem gerist á land- inu. „Við seljum húsamálningu, inni sem úti, pallaolíu, viðarvörn, þekjandi og hálfþekjandi, báta- málningu á jafnt litla sem stóra báta í fersk- eða saltvatni, öll áhöld og smáverkfæri. Svo erum við með mikið úrval af myndlistarvörum frá ýmsum framleiðendum, meðal annars Lukas. Hér er sem sagt allt til alls, hvort sem til stendur að fá útrás fyrir sköpunargleðina eða að olíubera sólpallinn,“ segir hann og getur þess að öll málning sé frá norska verðlaunaframleiðandan- um Gjöco. Litaland er með verslanir í Borg- artúni 16 og á Furuvöllum 7 á Akur- eyri. Nánar á litaland.is. Almenn- ar fyrirspurnir sendist á litaland@ litaland.is. Málaðu eins og fagmaður „Hér er allt til alls,” segir Garðar. MYND/VILHELM Stundirnar á pallinum eða svölunum verða mun ánægjulegri ef hugað er að þægindum og fallegu umhverfi. Lífleg mynstur Fallegur dúkur getur gert krafta- verk og umbreytt veðruðu borði í veisluborð. Með fallegum disk- um og frísklegum glösum verð- ur stemningin ákaflega sumar- leg og síðan má bæta um betur með því að tína blóm og stinga í blómavasa. Einnig er hægt að fá litríkar sessur í ýmsum fallegum mynstrum til að lífga upp á oft lát- laus garðhúsgögn. Borðað í leynilundi Gaman er að fá fólk í mat. Ef vel viðrar er um að gera að leggja á borð útivið, sérstaklega ef pallur- inn er skjólsæll. Stemningin verð- ur sjaldan líflegri en undir berum himni og frábært að skála fyrir góðu veðri og fersku lofti. Ekki sakar að hafa yfir að ráða gashit- ara þegar tekur að kólna, en einn- ig má notast við flís- og ullarteppi þegar sólin hverfur af himni. Við ljúfan arineld K a m í nu r my nda á k a f lega skemmtilega stemningu á pallin- um og svölunum. Fátt skákar því að sitja úti, hvort sem er á hlýju sumarkvöldi eða köldum vetrar- degi, og ylja sér við lifandi eld. Kamínur má fá í ýmsum út- færslum, stórar jafnt sem smáar. Þeir sem eru laghentir geta jafnvel búið þær til sjálfir úr múrsteinum. Þó þarf ávallt að gæta fyllsta ör- yggis í umgengni við eld. Best er að kynna sér vel notkunarreglur auk þess sem gott er að hafa við hendina slökkvitæki og eldvarn- arteppi. Rólað í rólegheitum Rólur á pallinum eru æði algengar í suðurríkjum Bandaríkjanna. Þar hafa Bandaríkjamenn hitt nagl- ann á höfuðið því ákaflega róandi er að sitja í rólu. Gildir þá einu hvort menn vilja spjalla saman, sitja yfir góðri bók eða leggja aftur augun í smá stund og láta stress- ið líða úr sér. Ljúfar stundir í garðinum Ef vel viðrar er um að gera að leggja á borð útivið, sérstaklega ef pallurinn er skjólsæll. NORDICPHOTOS/GETTY AUÐVELT AÐ RÆKTA Pallurinn getur verið ágætur ræktunarstaður fyrir kryddjurtir, salat og ber. Þar er yfirleitt gott skjól og þar getur farið vel um nytjajurtir í blómakerjum, körfum eða hvaða íláti sem vera skal. Jarðarber eru eitt af því sem auðvelt er að rækta. Eigandi þessara jarðarberjaplantna hefur farið þá leið að koma þeim fyrir í gömlum og vinalegum þvottabala. Þegar líður á sumarið eiga berin eftir að þrútna út og roðna og fegra umhverfi sitt enn meira en nú fyrir utan að gleðja bragðlauka því fátt er gómsætara en heimaræktuð jarðarber. Velkomin í verslanir okkar þar sem við kynnum nýtt kerfi í viðarvörn utandyra. LITALAND Litaland Borgartúni 16 Reykjavík 562 2422 og Furuvöllum 7 Akureyri 461 2760 Besta viðarvörn í Skandinavíu Besta pallaolía í Skandinavíu FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Þó fátt sé betra en að hafa gras undir berum iljum velja margir garð- og sumarbústaðaeigendur að leggja að minnsta kosti hluta lóðarinnar undir pall. Garðhúsgögnin og grillið fara betur á hörðu undirlagi en á beru grasi og þægindin eru augljós. Þeir sem sjá eftir græna litnum undir tréverkið geta bætt úr því með því að fylla stærðarinnar blómaker af trjám og plöntum og dreifa um pallinn eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þannig myndast bæði skjól og heimilisleg hlýja. BLÓMAKER Á PALLINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.