Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 12
12 5. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Enn ein uppákoman Enn einu sinni eru ráðherrar í ríkis- stjórn Íslands komnir í hár saman yfir túlkunum á orðum. Að þessu sinni er það fullyrðing Össurar Skarphéðins- sonar utanríkisráðherra um að Íslendingar þurfi ekki undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB. Það var eins og við manninn mælt að Jón Bjarna- son, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, sagði að ef rétt væri eftir Össuri haft væri grafalvarlegt mál á ferðinni. Álíka uppákomur hafa átt sér stað nokkuð reglulega og oft er eins og ráðherrar ræði einfaldlega ekki saman um stefnu eigin ríkisstjórnar. Sérkennilegir bólfélagar Einar Már Guðmundsson gaf nýverið út bók með hugleiðingum sínum eftir efnahagshrunið. Hún hefur fengið þokkalega dóma, hvergi þó líklega betri en hjá Birni Bjarnasyni og skoðanabræðrum hans. Þeir halda mjög á lofti gagnrýni Einars á Steingrím J. Sigfússon. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að gamli byltingarsinninn Einar Már deildi skoðanabóli með Birni Bjarnasyni. Hægri sveiflan Ásmundur Einar Daðason gekk nýverið til liðs við Framsóknarflokk- inn með þeim rökum að hann væri til vinstri við ríkisstjórnina og þaðan mundi hann gagnrýna stjórnina. Í því ljósi er athyglisvert að lesa nýja bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra Heimssýnar, sem fullyrðir að Framsóknarflokkurinn sé leiðandi á hægri væng stjórnmála. Páll og Ásmundur eru ekki ókunn- ugir, enda er sá síðastnefndi formaður Heimssýnar. Nú er spurning hvort flokkurinn – og Ásmundur – hafa færst til hægri, eða hvort þetta er merki um deilur Heimssýnar- manna? kolbeinn@frettabladid.is Geir H. Haarde ber ekki ábyrgð á bankahruninu á Íslandi. Hann braut ekki lög. Hann gerði sitt besta þegar í óefni var komið haustið 2008. En þar með er ekki sagt að hann eða aðrir ráða- menn hafi í öllu staðið sig vel fyrir hrun og þegar það dundi yfir. Í aðdragandan- um var andvaraleysið of mikið og þegar holskeflan reið yfir var reynt að grípa til örþrifaráða sem dugðu einfaldlega ekki. Geir var ekki einn um að bregðast seint og illa við því sem er svo auðvelt að sjá eftir á. Árið 2005, þegar gríðar- leg lántaka bankanna stóð sem hæst, dásamaði Halldór Ásgrímsson, forveri hans á stóli forsætisráðherra, „íslenska efnahagsundrið“. Árið 2007 svaraði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í stjórn Geirs H. Haarde, þeim sem vöruðu við ofhitnun í íslenskum efnahag með því að spyrja: „Drengir, sjáið þið ekki veisl- una?“ Mörg önnur dæmi mætti taka. „Sú ein- arða afstaða ríkisstjórnarinnar að standa við bakið á fjármálakerfinu okkar var rétt og frá henni verður hvergi hvikað,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra í september 2008. Síðar í þeim mánuði reyndu Seðlabankinn og ríkisstjórnin að bjarga Glitni með því að eignast meirihluta í honum fyrir fúlgu fjár. Í byrjun október átti að bjarga Kaupþingi með risaláni. Um svipað leyti vonaði Geir H. Haarde, ef marka má orð hans í fjölmiðlum, að Landsbankinn stæði af sér fjármálastorminn, sem þá geisaði um allan heim, vegna þess að þar á bæ hefðu menn haft vit á að safna svo miklu af innlánum í útlöndum. Í blálokin hugleiddu stjórnvöld líka að láta lífeyris- sjóðina koma bankakerfinu til bjargar. Vandinn var bara orðinn svo mikill að menn réðu ekki við hann. Í því felst lítil stjórnlist. Skaparar sögunnar ætla augljóslega að skrifa hana líka. Það er skiljanlegt, ekki síst ef menn þurfa að taka til varna í pólitískum réttarhöldum. Þar að auki er sumt af því sem eftiráspekingar halda fram svo ósanngjarnt að fólki hlýtur að svella móður. En ýmis orð að undanförnu um snilld íslenskra ráðamanna í hruninu eru samt líkust því að ökumaður, sem missti stjórn á bíl sínum þannig að hann valt ótal sinnum áður en hann stöðvað- ist ónýtur úti í móa, segi sigri hrósandi: „Sjáiði bara, ég náði að láta hann lenda á hjólunum.“ Úti í móa Stjórnmál Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Elica háfar T illaga Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndar- stofu, um að skoðað verði hvort ástæða sé til að lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu verði látin sjá um að rannsaka alvarleg kynferðisbrot um allt land, hefur vakið hörð viðbrögð hjá lögreglumönnum víða á landsbyggðinni. Bragi lagði þetta til eftir að í ljós kom að maður í Vestmanna- eyjum, sem nauðgaði barni og tók myndir af verknaðinum, gekk laus í marga mánuði eftir að hin óhugnanlegu sönnunargögn komu fram. Langan tíma tók að rannsaka málið til fulls og Bragi hefur áhyggjur af því að rannsóknartími kynferðisbrota gegn börnum sé almennt langur. Hann sagði í helgarblaði Fréttablaðsins að óumdeilt væri að vegna stærðar sinnar byggi kynferðisbrotadeild LRH yfir mestri reynslu. Bragi benti jafnframt á að forðast mætti þá miklu nálægð rann- sakenda og sakborninga sem oft er í smærri byggðarlögum. Viðbrögð lögregluembætt- anna úti á landi eru meðal ann- ars að forstjóri Barnaverndar- stofu viti ekkert um hvað hann er að tala. „Svona sleggjudómar, að ekki sé hægt að rannsaka neitt nema í Reykjavík, eru algjörlega tilhæfulausir og ég er mjög ósáttur við þá. Það fer eftir reynslu mannanna, ekki búsetu þeirra,“ sagði sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum í helgarblaðinu. Rétt er að það er ekki sízt reynslan sem ræður um hæfni lög- reglumanna í rannsóknum, en framhjá því verður heldur ekki horft að vegna stærðar sinnar og fjölda brota í umdæminu býr lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfir langmestri reynslu í þessum málaflokki og er eina lögregluembættið með sérstaka kynferðis- brotadeild og þá sérhæfingu og sérþekkingu sem því fylgir. Ekki má gleyma að forstjóri Barnaverndarstofu er líka með áratugareynslu af málaflokknum og ætti að vita um hvað hann er að tala. Málið sem kveikti þessa umræðu er ekki einsdæmi. Þannig ónýttist mál gegn meintum barnaníðingi í Vestmanna- eyjum fyrir dómstólum fyrr á árinu vegna þess að lögreglan þar í bæ lét undir höfuð leggjast að senda fórnarlambið strax til skýrslutöku í Barnahúsi eins og á þó að vera vinnuregla. Fyrir tæpum áratug gerði embætti ríkissaksóknara úttekt á meðferð lögreglu og ákæruvalds á nauðgunarmálum. Athuga- semdir þær sem þar voru settar fram um óhóflegan drátt á rannsókn, slælega eða enga vettvangsrannsókn, lélega yfir- heyrslutækni og litla eftirfylgni, sneru fyrst og fremst að smærri lögregluumdæmum. Lögreglan í Reykjavík, eins og embættið hét þá, fékk hins vegar hrós fyrir að standa vel að málum. Síðan hafa margvíslegar umbætur verið gerðar á rannsókn þessara mála og meðal annars orðið til stærri og öflugri rannsóknardeildir á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hefur stærsta skrefið hins vegar verið tekið með stofnun sérstakrar kynferðisbrotadeildar. Full ástæða er því til að skoða tillögu Braga Guðbrandssonar og meta hvort breyta eigi fyrirkomulagi á rannsókn kynferðis- brota. Í þessu efni á hreppapólitík ekki að ráða, heldur hagsmunir fórnarlamba þeirra andstyggilegu glæpa sem kynferðisbrot eru. Hreppapólitík á ekki að ráða fyrirkomulagi á rannsókn kynferðisbrota. Hagsmunir fórnarlambanna Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.