Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 30
5. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 menning@frettabladid.is Skálholt Kannski eru lummurnar það besta við Sumartónleika í Skálholti. Á milli tónleikanna á laugardögum er boðið upp á hlaðborð er saman- stendur af þjóðlegu bakkelsi og lummurnar eru meðal kræsing- anna. Með lummunum fylgir sulta – krækiberjasulta að því er ég held – og hún er ótrúlega góð. Maður fer sem sagt ekki bara í Skálholt á sumrin til að hlusta á músík. Það er öll stemningin í kringum tónleikana sem er svo skemmtileg. Hlaðborðið á milli tónleikanna er jú frábært, og svo eitthvað heillandi við kirkjuna þar sem tónleikarnir fara fram. Hún er falleg, og kemur margt til. Þokukennd, nánast barnsleg mósaík-altaristafla Nínu Tryggva- dóttur er sjarmerandi. Marglitu gluggarnir, sem voru teiknaðir af Gerði Helgadóttur (en eru dönsk gjöf) skapa sömuleiðis notalegt andrúmsloft. Svo er hljómburður- inn frábær. Eitt það helsta sem einkennir tón- leikana í Skálholti er að það kostar ekkert inn á þá. Svo er bannað að klappa. Áheyrendur sýna virðingu sína við tónleikahaldara með því að standa á fætur eftir tónleika. Það er auðvitað ekki það sama og að láta mismikla hrifingu sína í ljós með lófaklappi. Tónleika- gestir fá þannig ekki að gagn- rýna! Ég hef aldrei skilið þetta almennilega. Kannski eru það leif- ar af þeim hugsunarhætti að ekki mátti gagnrýna neitt sem fram fór í kirkjunni. Sem er ekki svo langt síðan, að því er virðist. Á laugardaginn hófust Sumar- tónleikarnir í ár. Fyrsta verk- ið á efnis skránni var eftir Hafliða Hallgrímsson og var til- einkað Helgu Ingólfsdóttur semb- alleikara. Hún stofnaði Sumartón- leikana árið 1975 og var listrænn stjórnandi þeirra til ársins 2004. Verkið, Í örmum draums, með undirtitlinum Sónhenda (sonnetta) LXXVII, við texta Michelangelos Buonaroti, sem hér var frumflutt, var hrífandi. Það var flutt af kórn- um Schola Cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Laglínurnar voru einfaldar, margar í gangi á sama tíma. Samsöngurinn mynd- aði sérkennilega hljóma sem voru framandi, en ávallt fagrir. Yfirbragð verksins var látlaust, engir dramatískir hápunktar, bara afslappað flæði sem skapaði mergjað andrúmsloft. Kórsöngur- inn var líka flottur, tær og í góðu jafnvægi. Hinar tónsmíðarnar voru eftir Bach. Þetta voru tvær mótettur (BWV 226 og BWV 225) og ein kantata (BWV 156). Fyrir þá sem ekki vita er aðalmunurinn á kant- ötu og mótettu – í mjög einföld- uðu máli – að mótettan er sungin en kantatan er sungin með und- irleik. Sem fyrr var kórinn fínn, en einsöngvararnir kannski ekki alveg eins fínir. Þetta voru þau Elfa Margrét Ingvadóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Benedikt Ingólfsson. Sjálfsagt má skrifa það að mestu á taugaóstyrk. Í hljóðfæradeildinni í kantötunni bar mest á einleik Diego Nadra óbóleikara, sem var áferðarfal- legur, en einstöku sinnum eilítið óöruggur. Leikur hljómsveitar- innar, nokkurra félaga úr Alþjóð- legu barokksveitinni í Haag, var þó góður í það heila og prýðilega samtaka. Þetta voru skemmtilegir tónleikar. Upp úr stendur verk Hafliða, sem ég myndi gjarnan vilja heyra aftur. Upptaka kemur vonandi út fljótlega. Jónas Sen Niðurstaða: Fín byrjun á Sumartón- leikum í Skálholti. Sérlega heillandi tónsmíð eftir Hafliða Hallgrímsson. Kórsöngurinn var fallegur. Í ÖRMUM DRAUMS Tónlist ★★★★ Sumartónleikar í Skálholti Verk eftir Bach og Hafliða Hall- grímsson Miðaldasönghópurinn Voces Thules mun sjá um tónlistina á fjórðu og síðustu tónleikum í tónleikaröðinni „Þriðjudags- kvöld í Þingvallakirkju“. Fimm- menningarnir í Voces Thules munu þá flytja andleg og ver- aldleg lög allt frá Sturlungaöld til endurreisnartímans. Tón- leikarnir hefjast klukkan átta í kvöld og standa í tæpa klukku- stund. Aðgangur er ókeypis en tekið við framlögum við kirkju- dyr. Gestir eru beðnir um að leggja bílum sínum við Flosagjá og rölta síðasta spölinn. Voces Thules syngja í Þing- vallakirkju ÞINGVALLAKIRKJA Miðaldatónlist Voces Thules mun óma í kirkjunni í kvöld. Djasshátíðin Jazz undir fjöllum verður haldin í áttunda sinn að Skógum undir Eyjafjöllum laug- ardaginn 9. júlí. Fimm tónleikar verða á hátíðinni í ár en þemað er sunnlenskur djass og tengjast öll atriðin sunnlenskum djasstónlist- armönnum. Á aðaltónleikum hátíðarinnar í félagsheimilinu Fossbúð á laugar- dag leikur Stórsveit Suðurlands undir stjórn Selfyssingsins Vignis Þórs Stefánssonar fjölbreytta dag- skrá. Þrír sunnlenskir söngvarar koma fram með sveitinni: Krist- jana Stefánsdóttir, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Gísli Stefánsson. Allir meðlimir hljómsveitarinn- ar eru frá Suðurlandi eða búsett- ir þar. Í Skógakaffi kemur fram stór hópur tónlistarmanna á laugar- daginn, þar á meðal kontrabassa- leikararnir Ólafur Stolzenwald og Jón Rafnsson, trompetleikar- inn Birkir Freyr Matthíasson og píanóleikarinn Vignir Þór Stef- ánsson. Aðstandendur hátíðarinnar eru Byggðasafnið í Skógum og Sigurð- ur Flosason saxófónleikari, sem er jafnframt listrænn stjórnandi hennar. Aðgangur er ókeypis í Skóga- kaffi, en aðgangseyrir er kr. 1.500 í Fossbúð. Djass undir fjöllum STÓRSVEIT SUÐURLANDS Leikur á aðaltónleikum djasshátíðarinnar að Skógum á laugardag. COPA AMERICA NÝTUR SÍN BEST Í SJÓNVARPI FRÁ ELKO VILTU VINNA SJÓNVARP + ÁSKRIFT AÐALVINNINGUR ER LG 42“ PLASMATÆKI OG ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 EÐA STÖÐ 2 Í 3 MÁNUÐI SENDU SMS ESL BOLTI Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ FÆRÐ SPURNINGU OG SVARAR MEÐ ÞVÍ AÐ SENDA SMS SKEYTIÐ ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! AUKA- VINNINGAR ERU TÖLVULEIKIR · DVD MYNDIR OG FLEIRA! Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. Leik líkur 22. júlí. Þú færð 3 mínútur til að svara annars þarftu að byrja upp á nýtt H V ER VINNUR ! 9.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.