Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGPallurinn ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 20114
ALMENNINGSSÓLPALLUR VIÐ LANGASAND
Hjónin Haraldur Sturlaugsson, fyrrverandi forstjóri HB á Akranesi, og
Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra, hafa veg og vanda af nýjum
sólpalli fyrir aftan stúku grasvallarins að Jaðarsbökkum á Akranesi. Hann
mun framvegis nýtast gestum og gangandi við Langasand.
Bæjarráð Akraness gekk til samninga við hjónin á vormánuðum í fram-
haldi af erindi sem þau sendu bæjarráði þar sem þau buðu Akranes-
kaupstað lóðarhluta þeirra á Breið til kaups með þeim formerkjum að
söluvirðinu yrði ráðstafað til að reisa sólpall á fyrrnefndum stað. Hann er
nú risinn og bæjarbúar og gestir bæjarins teknir til við að nýta pallinn
enda sandurinn vel sóttur á þessum tíma árs. Pallurinn er búinn borðum
og bekkjum og þykir einstaklega skjólsæll. Útsýnið yfir sandinn og út á
sjó spillir heldur ekki fyrir.
bmvalla.is
BM Vallá ehf
Breiðhöfða 3
110 Reykjavík
Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður.
Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð!
Sími: 412 5050
sala@bmvalla.is
Opið mánud.-föstud. 8-18
Terra
nýr valkostur fyrir veröndina
VIÐARVÖRN
Á þessum árstíma borgar
sig yfirleitt að athuga hvort
viðarverja þurfi sólpallinn. Ágæt
hugmynd er að sprauta á hann
vatni til að ganga úr skugga um
það. Seytli vatnið ofan í viðinn
þá er best að viðarverja hann.
Fljóti það ofan á honum þarf
þess ekki. Þó getur verið gott að
bera pallaolíu á hann.
Á eldri palla er tilvalið að bera
hreinsiefni áður en viðarvörn
er notuð. Það er látið síast inn í
viðinn og svo hreinsað af með
vatni. Því næst er pallurinn
látinn þorna í minnst tvo daga
áður en hreinsiefnið er borið á.
Heimild: www.husa.is
RÓMANTÍK
Hjón og sambúðarfólk rífst
sjaldnast á pallinum eða í
garðinum af öllum stöðum
sem tilheyra heimilinu ef marka
má niðurstöður sænskrar
rannsóknar sem getið er um í
Aftonbladet nýverið. Þær niður-
stöður renna stoðum undir þá
ákjósanlegu sýn að útivera á
palli eða í garði ýti undir róman-
tík og vellíðan. Þar má njóta
blómailms, heyra fuglana syngja
og jafnvel fylgjast af ánægju
með hungangsflugum safna til
bús síns.
GANGA Í ENDURNÝJUN
LÍFDAGA
Gömul húsgögn sem ekki
gagnast lengur innandyra geta
nýst sem blómaker úti á palli í
stað þess að lenda á haugunum.
Stólar og kommóður eru
sérlega vel fallin til svona fram-
haldslífs um einhvern tíma eða
þar til veður og vindar hafa
unnið á þeim. Markaðir með
gömul húsgögn geta verið upp-
spretta slíkra
skreytinga.
Hugvitssamur
blómaskreytir í
Reykjanesbæ á
heiður af þeim
stól sem hér
fylgir
mynd
af.