Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 19
PALLURINN
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2011 Kynningarblað Lausnir, ráð, nýjungar, notalegheit.
Steypustöðin ehf. var stofnuð árið 1947 og hefur því starfað við góðan orðstír í meira en
60 ár. Fyrirtækið framleiðir stein-
steypu í mannvirki og hellur af
öllum stærðum og gerðum.
„Við kappkostum að bjóða bestu
hellur sem völ er á innanlands og
þótt víðar væri leitað,“ segir Bene-
dikt Guðmundsson, markaðs- og
sölustjóri fyrirtækisins, og útskýrir
nánar í hverju sérstaðan felst. „Yfir-
leitt eru hellur framleiddar í einu
lagi. Okkar eru aftur á móti sam-
settar úr tveimur lögum, grófu og
sterku undirlagi úr íslenskum fylli-
efnum og þunnu, sléttu og öflugu
yfirlagi úr graníti sérinnfluttu frá
Noregi. Yfirborðið er mjög veðrun-
arþolið og hindrar að vatn eigi að-
gang að hellunni og er einnig frá-
bær vörn gegn nagladekkjum vegna
graníthörkunnar.“
Fyrir vikið segir Benedikt hell-
urnar frá Steypustöðinni vandað-
ar, fallegar og endingargóðar. „Ekki
er óþekkt að samsettu efnin brenni
af yfirborðni hellna og þær verði
dökkar, veðraðar og slitnar á fáein-
um árum. Okkar framleiðsluaðferð
snarminnkar líkur á slíku. Nýverið
keyrði ég til dæmis inn í hverfi sem
hafði verið hellulagt með hellum frá
okkur fyrir tæplega fjórum árum og
þær litu allar út fyrir að vera ný-
komnar af brettinu.“
Risi á íslenskum markaði
Framleiðsla hellnanna fer öll fram
í Hafnarfirði þar sem fyrirtæk-
ið rekur eina fullkomnustu verk-
smiðju sinnar tegundar í heim-
inum, að sögn Benedikts. „Þar fer
jaframt fram framleiðsla á álags-
hellum fyrir götur og hraðahind-
arnir. Durasplitt-möl og granítsand-
ur frá Noregi er meðal annars notað
í hellurnar sem eru steyptar í einu
lagi og þar af leiðandi eru þær sér-
lega slitþolnar. Malbikunarstöðvar
beita þessu gjarnan þar sem er mikið
álag sökum þunga og nagladekkja.“
Verksmiðjuna keypti Steypu-
stöðin árið 2003, en rekur að auki
öfluga söludeild fyrir steypur, garð-
lausnir og múrvörur að Malara-
höfða 10 í Reykjavík, Hringhellu 2
Hafnarfirði og að Hrísmýri 8 á Sel-
fossi. Nýjasta viðbótin er útstöð í
Helguvík, í húsakynnum aflagðr-
ar steypustöðvar sem fyrirtækið
leigði til nokkurra ára. „Við vorum
að opna þar og eykur stöðin þjón-
ustustig við okkar kúnna á Suður-
nesjum ásamt því að þjónusta fyrr-
um viðskiptavini stöðvarinnar,“ út-
skýrir Benedikt og bætir við að til
standi að opna söludeild fyrir múr-
vöru og hellur á næstu dögum. „Við
erum klárlega langstærsti innflutn-
ings- og söluaðili á múr á íslenskum
markaði í dag og koma vörurnar frá
Rescon Mapei í Noregi og eru þekkt-
ar fyrir gæði, svo sem styrk og veðr-
unarþol.“
Spurður hvernig salan á hellum
fari af stað í ár, segir Benedikt hana
komna langt fram úr væntingum.
„Hún er búin að vera dúndurgóð í
júní og það sem af er júlí enda sum-
arið sá tími sem menn hella sér út í
hellulagnir, garðverk og þess háttar,“
bendir hann á léttur í lund og getur
þess að hjá Steypustöðinni sé jafn-
framt boðið upp á ókeypis lands-
lagsráðgjöf.
„Hér eru tveir sérfræðingar,
Inga Rut Gylfadóttir og Björk Guð-
mundsdóttir, landslagsarkitektar
frá Forma, sem veita ráðleggingar
alla þriðju-, miðviku- og fimmtu-
daga milli klukkan 9 og 17. Ráðgjöfin
hefur verið mjög vel nýtt og ég mæli
með að fólk panti sér tíma í síma
Steypustöðvarinnar 4400-400 þar
sem upppantað hefur verið hálfan
mánuð fram í tímann og erum við
að bæta við fleiri dögum til að mæta
þörfinni og skapa viðskiptavinum
framúrskarandi þjónustustig.“
Bestu hellur sem bjóðast
Gæði, ending og gott útlit. Með þeim hætti lýsir Benedikt Guðmundsson, markaðs- og sölustjóri Steypustöðvarinnar,
fjölbreyttu úrvali hellna sem fyrirtækið hefur framleitt um árabil.
„Við kappkostum að bjóða bestu hellur sem völ er á innanlands og þótt víðar væri leitað,“ segir Benedikt Guðmundsson, markaðs- og
sölustjóri Steypustöðvarinnar ehf. MYND/HAG
Steypustöðin selur ýmsar gerðir
af sérhannaðri steypu, meðal
annars mynstursteypu og vörur í
hana. „Við erum með allar græjur
sem þarf í gerð hennar, stimpla
og gúmmímottur, og nauðsynleg
efni, lita- og hersluefni í yfirborðið
og lakkið sem lokar því á eftir,“
útskýrir Benedikt Guðmunds-
son. „Nokkur öflug múrfyrirtæki
eru í samstarfi við okkur og sjá
um að vinna verkin (sjá www.
steypustodin.is). Vinna við
mynstursteypu er vandasamt
verk og þarf sérþjálfaða fagmenn
í það svo vel til takist.“ Hann segir
góða reynslu komna á mynstruðu
steypuna. „Fyrstu plönin sem við
steyptum fyrir meira en 20 árum
eru sem ný þetta löngu síðar.“
MYNSTURSTEYPA
„Umskiptin eru ótrúleg. Gamlar
og þreyttar hellulagnir og plön
eru eins og ný eftir þessa með-
ferð,“ segir Benedikt um við-
haldsefni sem Steypustöðin selur
frá breska fyrirtækinu Pics. Hann
nefnir til sögunnar olíuhreinsi,
mosaeyði og sápusýru sem
virkar á hvíta kalkútfellingu sem
kemur úr sementinu á hellum og
pöllum. „Þegar búið er að bera
efnin á er farið yfir með þvottvél,
en þær leigjum við út ásamt
fylgihlutum,“ segir hann og bætir
við að eftir þvott og lökkun með
Picseal loði hvorki olíublettir né
tyggjó við steypt plön eða hellur.
„Eftir lökkun eykst ending á
hellum um allt að fimm ár.“
NÝTT ÚTLIT Á
GÖMUL PLÖN
Allar hellur Steypustöðvarinnar
eru framleiddar samkvæmt
viðurkenndum stöðlum.
4 400 400