Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 8
5. júlí 2011 ÞRIÐJUDAGUR ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 5 52 31 0 7/ 11 GRÆJAÐU ÞIG FYRIR VEIÐINA ALLT SEM ÞARF TIL AÐ KRÆKJA Í ÞANN STÓRA VEIÐIDEILD ÚTILÍFS ER Í GLÆSIBÆ. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS TILBOÐ: 31.990 KR. TAIMEN VÖÐLUR Þriggja til fimm laga öndunarvöðlur. ALMENNT VERÐ: 38.990 kr. TILBOÐ: 5.990 KR. VANGEN HJÓLATASKA Pláss fyrir 10 hjól, vasar fyrir tauma og aðra fylgihluti. ALMENNT VERÐ: 7.490 kr. TILBOÐ: 19.990 KR. ABU GARCIA FLUGUSETT Gott sett á góðu verði. ALMENNT VERÐ: 23.990 kr. TILBOÐ: 34.990 KR. TAIMEN RIVER Frábær þriggja laga vöðlujakki. Léttur og góður í veiðina. ALMENNT V ERÐ: 42.990 kr. HEIMSENDING á höfuðborgarsvæðinu alla daga frá kl. 15–19 eða á smellugas.is Hafðu samband í síma 515 1115 Smellugas Smellugas smellugas.is PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 11 71 2 VIÐ VERÐUM Í BORGARNESI UM HELGINA 3.-5. JÚNÍ Grindavík 10.-11. JÚNÍ Selfoss 17.-18. JÚNÍ Hrafnseyri 24.-25. JÚNÍ Garður 1.-2. JÚLÍ Sauðárkrókur 8.-9. JÚLÍ Borgarnes 15.-16. JÚLÍ Flúðir 22.-23. JÚLÍ Fáskrúðsfjörður 5.-6. ÁGÚST Dalvík 12.-13. ÁGÚST Hveragerði 20. ÁGÚST Reykjavík 26.-28. ÁGÚST Skaftahlíð BYLGJULESTIN Í SUMAR Á laugardaginn verður Ævintýraeyjan með Hemma Gunn og Svansí á Bylgjunni. Boðið verður upp á frábær tónlistaratriði og uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Vertu með Bylgjunni og Olís um helgina. ÆVINTÝRAEYJAN MEÐ HEMMI GUNN OG SVANSÍ Á FERÐINNI UM LANDIÐ BYLGJULESTIN ÞAKKAR Skagfirðingum frábærar móttökur um síðustu helgi. Nú um helgina verður Bylgjulestin í Borgarnesi. TAÍLAND Yingluck Shinawatra, leið- togi sigurflokksins eftir þingkosn- ingarnar í Taílandi um helgina, skýrði í gær frá samkomulagi fimm flokka um að mynda stjórn. Flokkur hennar, Pheu Thai flokkurinn, hlaut 265 þingsæti af 500 og hefur því meirihluta á þingi. Yingluck ákvað engu að síður að leita til leiðtoga fjög- urra annarra flokka um liðsinni til að styrkja þingmeirihluta nýju stjórnarinnar. Samtals eru flokk- arnir fimm með 299 þingmenn. Hún segir að mikilvægasta verk- efni nýju stjórnarinnar verði að koma á sátt meðal þjóðarinnar. Meðal annars verði það gert með því að efla gegnsæi í stjórnsýsl- unni og berjast gegn spillingu. Yingluck er systir Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sem her landsins steypti af stóli árið 2006 eftir víðtæk mót- mæli gegn stjórn hans. Pheu Thai flokkurinn er sömu- leiðis arftaki flokks Thaksins, þannig að nú eru komin til valda á ný þau öfl sem studdu Thaksin á sínum tíma en hafa staðið fyrir viðamiklum mótmælum undanfar- in ár gegn Abhisit Vejjajiva, frá- farandi forsætisráðherra. Thaksin, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Dúbaí, fagnaði úrslitum kosninganna: „Taílenska þjóðin hefur talað. Hún sagði heiminum og landinu öllu að síðustu fimm árin hefur ekkert miðað í landinu.“ Mótmælin gegn Thaksin og arf- tökum hans undanfarin ár beind- ust að spillingarmálum tengd- um honum og fjölskyldu hans, en komu einkum frá valdakjarnanum sem hafði farið með völdin í land- inu nánast óslitið áður en Thaksin komst fyrst til valda. Mótmælin gegn Vejjajiva hafa hins vegar beinst að því að hann hafi ekki raunverulegt lýðræðis- legt umboð heldur hafi komist til valda í skjóli hersins, sem steypti Thaksin af stóli árið 2006. Prawit Wongsuwon, herforingi og varnarmálaráðherra í fráfarandi stjórn, segir að herinn muni ekki efna til valdaráns heldur sætta sig við niðurstöðu þingkosninganna. „Ég hef sagt þetta nokkrum sinn- um,“ sagði Prawit. „Við ætlum ekki að grípa inn í.“ gudsteinn@frettabladid.is Herinn lofar að láta nýja stjórn í friði Sigurvegari kosninganna í Taílandi, Yingluck Shina- watra, vonast til að skapa sátt um nýja stjórn. Stuðn- ingsöfl bróður hennar, Thaksins Shinawatra, eru komin til valda á ný eftir mótmælaólgu síðustu ára. 2006 Hörð og fjölmenn mótmæli gegn Thaksin Shinawatra forsætisráð- herra verða til þess að hann efnir til kosninga um vorið. Stjórnarand- staðan mætir ekki og kosningarnar eru síðar ógiltar. Aukin harka færist í mótmælin og um haustið tekur herinn völd í landinu. Sarayud Chulanont herforingi verður bráðabirgðaforsætisráðherra herforingja- stjórnarinnar. 2007 Stjórnmálaflokkur Thaksins, Thai Rak Thai, er bannaður. Herinn færir þjóðinni nýja stjórnarskrá, sem er samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þingkosningar eru haldnar í desember. Sigurvegari er Þjóðvalds- flokkurinn, sem er arftaki hins bannaða flokks Thaksins. 2008 Samak Sundaravej, leiðtogi Þjóðvaldsflokksins, verður forsætis- ráðherra í febrúar en mótmæli halda áfram. Stjórnlagadómstóll víkur honum úr embætti í september. Somchai Wongsawat tekur við forsætisráðherraembættinu en mótmælin halda áfram. Somchai segir af sér í desember. Abhisit Vejjajiva, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, myndar ríkisstjórn sem var við völd í tvö og hálft ár. Mótmælaólga og tíð stjórnarskipti LEIÐTOGARNIR FIMM Yingluck Shinawatra fyrir miðju ásamt leiðtogum fjögurra annarra flokka, sem ætla að mynda með henni ríkisstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Rúmlega tvítugir tví- burar hafa verið dæmdir í Héraðs- dómi Vestfjarða fyrir líkamsárás. Annar þeirra var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu á skil- orði. Hinn tvíburinn var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fang- elsi. Þeir voru dæmdir til að greiða fórnarlambinu tæpar 700 þúsund krónur í skaðabætur. Árásin átti sér stað í samkvæmi í íbúð á Ísafirði í apríl 2010, þar sem meðal annarra var kærustu- par, svo og tvíburarnir. Annar þeirra hafði verið með stúlkunni áður en hún fór í yfirstandandi samband. Hann viðhafði ljót orð um hana og setti þá bróðir kærasta hennar, sem einnig var staddur í partíinu, í hann fótinn. Þar með upphófust hópslagsmál milli tví- buranna og annarra, þar sem bróð- ir kærastans var illa leikinn. Vitni sem lýstu látunum fyrir dómi sögðu að öngþveiti hefði ríkt í íbúðinni og að allt hefði „ … verið í blóði og allt í volli“. Bróðir kærastans hlaut alvar- lega áverka þegar annar tvíburinn sló hann með brotinni bjórflösku, meðal annars marga stóra gapandi og tætta skurði í andliti. - jss Dæmdir til að greiða 700 þúsund í skaðabætur: Öngþveiti í heimahúsi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.