Fréttablaðið - 05.07.2011, Blaðsíða 21
KYNNING − AUGLÝSING5. JÚLÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Bykó selur allt sem við
kemur sólpöllum og
sérfræðingar veita
viðskiptavinum ráðgjöf um
hvaðeina sem að þeim
lýtur. Úrvalið af efniviði er
ævintýralegt. Stefán
Valsson sölustjóri veit allt
um það.
Við erum með alls konar pa l laef ni. Það ný jasta er v iður sem hefur þá
eiginleika að hann er kominn með
endanlega áferð,“ segir Stefán Vals-
son sölustjóri í Bykó og sýnir gagn-
varða furu sem er lituð millibrún.
„Þetta er nýjung á Íslandi sem fólk
tekur fagnandi og þessi litur er
bæði til í pallaefni, skjólveggjum
og staurum,“ heldur hann áfram
en tekur fram að allt timbur þurfi
að verja fyrir sól og annarri veðr-
un og því sé nauðsynlegt að bera
viðarvörn á það. „Liturinn fækkar
þeim umferðum sem fólk þarf að
bera á. Nú getur það notað glæra
vörn og sett smá lit út í hana ef það
vill. En þetta brúna er mjög fallegt
palla- og girðingarefni og vígindin
sjást í gegn.“
Stefán líkir Bykó við sérvöru-
verslun með sólpallaefni. „Við erum
með allar gerðir af efni,“ segir hann
og telur meðal annars upp furu,
lerki, harðvið og plast. Einnig erum
við með áhaldaleigu og þar getur
fólk leigt öll verkfæri til að nota við
pallasmíði svo sem staurabor, sagir
og margt fleira. Svo erum við með
sérfræðinga á hverju strái sem að-
stoða viðskiptavinina og leiðbeina
þeim eftir þörfum. Meðal annars
bjóðum við upp á ráðgjöf Björns Jó-
hannssonar landslagsarkitekts að
ógleymdum öllum hér innanhúss
sem hjálpa fólki að velja réttu vör-
una hvort sem það er að hefja ný-
smíði eða að taka sína gömlu palla
í gegn og ekki spillir bókin og disk-
urinn hans Gulla Helga.“
Eitt af því sem Bykó státar af er
sópallaforrit á heimasíðu fyrirtæk-
isins byko.is. „Þar getur fólk sett
inn mál á væntanlegum palli, bæði
lengd og breidd og valið hvort það
vill breið eða mjó borð. Reiknivél
finnur svo út hversu mikið þarf af
efni,“ segir Stefán og heldur áfram.
„Síðan sendir fólk okkur tölvupóst
og við svörum annaðhvort sam-
dægurs eða daginn eftir og gerum
tilboð í pallinn og hið sama á við
um girðingar. Þetta fyrirkomulag
er mjög sniðugt og sparar mörg
sporin og bensíndropana því fólk
þarf ekki að hlaupa eins mikið eða
keyra milli verslana.“
Þegar pallurinn er kominn kall-
ar hann á húsgögn, blómapotta,
hitara, grill og jafnvel markísur.
„Við erum með allt sem þarf til
að gera pallinn vistlegan og að-
laðandi,“ fullyrðir Stefán, „og þeir
sem koma í Bykó fara brosandi út
af ánægju bæði með verð og þjón-
ustu.“
Nýjung á Íslandi sem
fólk tekur fagnandi
„Við seljum meðal annars gagnvarða furu með endanlegri áferð,“ segir Stefán. MYND/GVA
Pallurinn nefnist ný bók sem
Gunnlaugur Helgason, húsasmið-
ur og fjölmiðlamaður, hefur gert í
samstarfi við Bykó og henni fylgir
DVD-kennsludiskur. Gunnlaug-
ur, betur þekktur sem Gulli, segir
smíði palla og skjólveggja vanda-
verk. „Þegar skjólveggir eru skoð-
aðir sést nákvæmlega hvar hefur
verið rétt staðið að frágangi þeirra
og hvar ekki. Oft eru þeir farnir
að halla út og suður strax eftir tvö
ár á sínum stað. Þá hafa þeir ekki
verið rétt settir niður.“ Hann blæs
á afsakanir eins og vond veður og
óheppilegan jarðveg. „Aðstæð-
urnar eiga ekki að skipta máli því
sömu reglur gilda alls staðar, bara
eins og við byggingu húsa.“
Gulli er ekki í vafa um þörf-
ina fyrir pallabókina. „Erlend-
is eru allar búðir fullar af „gerðu
það sjálfur“ bókum en á Íslandi er
engin bók til fyrir almenning og
fagmenn sem fjallar um það sem
við erum að smíða hér. Ef fólk
ætlar í smíði girðingar leiðir bókin
það áfram skref fyrir skref gegnum
hönnun, undirstöður, klæðningu
og handrið. Hún mun líka verða
notuð sem kennslugagn í Tækni-
skólanum og Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti og hún er ekkert bund-
in við 2011 því hún verður jafn þörf
næsta sumar og þar næsta.“
Leiðir fólk áfram skref fyrir skref
„Ef fólk ætlar í smíði girðingar leiðir
bókin það áfram skref fyrir skref,“
segir Gulli Helga.
MYND/GVA
verð á
Lægra
pallaefni!
3.900 kr.
diskur fylgir!
verðlækkun
DVD kennslu-
Allt að 20%