Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 23.07.2011, Qupperneq 2
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR2 Gott að vita um Bakkakot í krafti fjöldans 2.800 kr. GILDIR 48 TÍMA 6.000 kr. 53,3% 3.200 kr. ÞJÓÐKIRKJAN „Þetta var heilun – ég er frjáls,“ segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem í gær gekk frá sáttagjörð við þjóðkirkjuna vegna meðferðar kirkjunnar í kjölfar ásakana um kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar. Ásamt Sigrúnu Pálínu gerði úrbótanefnd kirkjuþings sátt við þær Dagbjörtu Guðmundsdótt- ur og Stefaníu Þorgrímsdóttur sem einnig báru að séra Ólafur Skúlason hefði brotið gegn þeim kynferðislega. Konurnar fá fimm milljónir króna og Sigrún Pálína eina milljóna króna í útlagðan kostnað að auki vegna „mistaka í málsmeðferð“. Við sáttaathöfn í Grensáskirkju í gær voru viðstadd- ir aðstandendur kvennanna auk ýmissa fulltrúa kirkjunnar, þar á meðal Karl Sigurbjörnsson biskup sem undirritaði samkomulagið. Við athöfnina fluttu Sigrún Pálína og Stefanía ávörp. Það gerðu einnig Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, og Magnús E. Kristjánsson, formaður úrbóta- nefndarinnar. Sigrún Pálína færði þjóðkirkjunni mosavaxinn stein til minningar um áratuga baráttu. „Sannleikurinn getur verið sár en hann sigrar alltaf að lokum og mun gera okkur frjáls,“ er meðal þess sem letrað er á steininn sem ber yfirskriftina Biskupsmálið 1978-2011. Atburðinn sem Sigrún Pálína vísar til segir hún hafa gerst í Bústaðakirkju árið 1978. Þá var Ólafur Skúlason sóknarprestur þar. „Mér finnst stórkostlegt – eftir 33 ára baráttu við að segja sann- leikann um hvern mann Ólaf- ur Skúlason hafði að geyma – að þessi dagur sé runninn upp. Ég trúi því og vona að ég geti skilað ábyrgðinni í hendur kirkjunnar og að hún taki við henni. Ég upp- lifi að kirkjunefndin sé að vinna að þessu af einlægni og að það sé sterkur vilji til að taka ábyrgð á þessu máli og afleiðingunum,“ segir Sigrún Pálína, sem eftir athöfnina færði Stígamótum eina milljón króna að gjöf. Sigrún Pálína sagði sig úr þjóð- kirkjunni árið 1996. „Ég er farin að sjá breytingar sem eru það jákvæðar að ég trúi því að einn góðan veðurdag verði mögulegt að ganga í þjóðkirkjuna aftur,“ segir hún. Sigrún Pálína er ósátt við hvernig Karl biskup tók á málum kvennanna. „Hann verður að eiga það við eigin samvisku og sinn guð hvort hann situr eða fer,“ segir hún um viðhorf sitt í dag til séra Karls. Biskupinn segir að í gær hafi verið sáttastund sem marki gleði- leg kaflaskil í viðkvæmu og erfiðu máli sem valdið hafi ótal mörgum sársauka. „Ég er þakklátur öllum þeim sem komu að því máli og horfi björtum augum fram á veg- inn,“ segir Karl Sigurbjörnsson. gar@frettabladid.is Skila ábyrgðinni nú í hendur kirkjunnar Sigrún Pálína Ingvarsdóttir segist frjáls eftir sáttagjörð við þjóðkirkjuna. Þrjár konur fá fimm milljónir króna. Sigrún Pálína segir Karl Sigurbjörnsson biskup verða að eiga það við samvisku sína og guð sinn hvort hann sitji áfram í embætti. SIGRÍÐUR PÁLÍNA INGVARSDÓTTIR Stórkostlegt að þessi dagur sé runninn upp segir Sigríður Pálína Ingvarsdóttir, sem í gær gerði sátt við þjóðkirkjuna. Magnús E. Kristjánsson, formaður úrbótanefndar, Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, og Karl Sigurbjörnsson biskup voru viðstaddir sáttaathöfn í Grensáskirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ég er farin að sjá breytingar sem eru það jákvæðar að ég trúi því að einn góðan veðurdag verði mögulegt að ganga í þjóðkirkjuna aftur. SIGRÚN PÁLÍNA INGVARSDÓTTIR DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur vísað frá dómi kröfu manns og konu á hendur Arion banka, sem vildu fá það viður- kennt að þau þyrftu ekki að greiða fasteignalán sem þau tóku í júní árið 2007. Til vara krafðist fólkið þess að þurfa einungis að greiða 23 milljónir króna. Lánið var til 25 ára og gengis- tryggt í japanskri mynt. Upphaf- leg fjárhæð þess var 23 milljónir króna. Fólkið greiddi mánaðarlega af skuldabréfinu til 1. desember 2008. Vegna hruns krónunnar nam heildarupphæð lánsins tæplega 65 milljónum króna 1. mars síðast- liðinn samkvæmt útreikningum Arion banka. Vegna laga sem sett voru á síð- asta ári þar sem kveðið var á um að fjármálafyrirtæki skuli end- urreikna húsnæðislán til neyt- enda, hafi slíkt lán verið greitt út í íslenskum krónum en endur- greiðsla miðast við gengi erlendra gjaldmiðla, hafði Arion banki end- urreiknað lánið. Höfuðstóll þess stendur því í tæpum 33 milljónum. Þar sem Héraðsdómur sam- þykkti hvoruga kröfu parsins kom ekki til þess að bankinn þyrfti að greiða þeim neitt til baka. - jss Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi kröfu á hendur Arion banka: Verða að greiða húsnæðislánið Gunnar, andar þú ekki léttar þegar hátíðin er búin? „Jú, sérstaklega ef gestir hennar hafa lært að anda léttar. Gunnar Eyjólfsson leikari mun kenna gestum á útihátíðinni Sjálfstætt fólk að anda rétt á sérstöku námskeiði. SKATTAMÁL Olíugjald gæti verið lagt á steinolíu á næstu misserum. Mjög hefur færst í vöxt að steinolía sé notuð sem eldsneyti á dísilbíla en á næstunni verður gjaldkerfið að baki samgönguframkvæmdum tekið til endurskoðunar. „Þetta verður bara tekið til skoð- unar eins og annað. Eins og kom fram í nýútkominni skýrslu um hátt bensínverð stendur núverandi gjaldkerfi ekki undir þeim sam- gönguframkvæmdum sem menn hafa viljað ráðast í. Það er því ljóst að hvort sem það er steinolía eða annað þá þarf að innheimta gjöld af þessum orkugjöfum því meira sem bíla- flotinn skiptir yfir í þá,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra. Huginn segir víða standa yfir endurskoðun á þessum málum. „Í Evrópu til dæmis er stefnt að því að menn greiði fyrir notkun á vegakerfinu en sú tækni er ekki alveg tilbúin.“ Sala á steinolíu hefur aukist veru- lega á síðustu árum en í fyrra var hún tíu sinnum meiri en árið 2005. Aukningin skýrist af því að færst hefur í vöxt að steinolía sé notuð á eldri dísilbíla, ýmist hrein eða blönduð í dísil, enda er lítrinn af steinolíu tugum króna ódýrari en dísilolíulítrinn. Ekkert olíugjald leggst á stein- olíu enda er hún ekki ætluð sem eldsneyti fyrir ökutæki. Olíugjald- ið er 55 krónur á hvern lítra og því hægt að spara talsverðar upphæð- ir með athæfinu. - mþl Heildurendurskoðun á tekjum hins opinbera vegna vegagerðar í vændum: Olíugjald á steinolíu verður skoðað HUGINN FREYR ÞORSTEINSSON HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Dómurinn vísaði kröfu fólks, sem vildi fá það viðurkennt að þurfa ekki að endurgreiða fasteignalán, frá dómi. DÓMSMÁL Gæsluvarðhald yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk í maí hefur verið framlengt til 18. ágúst. Jafnframt hefur ríkissak- sóknari gefið út ákæru á hend- ur honum. Þar er gerð krafa um refsingu en til vara krafa um vistun á viðeigandi stofnun. Maðurinn kom með lík kon- unnar í skotti bifreiðar sinnar á Landspítalann í Fossvogi 12. maí síðastliðinn. Hann er nú vistaður á réttargeðdeildinni á Sogni. - jss Ákæra hefur verið gefin út: Heiðmerkur- maður enn inni ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsókn- arflokksins, telur ástæðu til að kalla Alþingi saman til fund- ar hið fyrsta. Hann telur sér- staka þörf á að ræða stöðu ýmissa fjár- málastofnana. Í því sam- hengi nefnir hann stöðu SpKef, en eigið fé sjóðsins er metið tæpum 20 milljörðum minna en var við sameiningu við Landsbankann. Þá vill Sigmundur ræða söluna á Byr og inngrip í önnur fjármála- og tryggingafyrirtæki. Sig- mundur segir, í grein á heima- síðu sinni, að óvissa um rekstur bankanna og ríkisstuðning sé óþolandi. Á sama tíma gangi úrlausn skuldamála almennings of hægt. Sigmundur vill einnig ræða Evrópumál, en hann hefur farið fram á fund í utanríkis- málanefnd. - kóp Vill funda um ýmis mál: Sigmundur vill fund á Alþingi SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON LÖGREGLUMÁL Íslenskur karl- maður á fertugsaldri var stung- inn með hnífi í Amsterdam í Hol- landi í fyrrakvöld. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í borginni en er ekki talinn vera í lífshættu, að því er fram kemur á fréttavef Morgun- blaðsins. Svo virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus en árásarmaðurinn kom aftan að manninum og stakk hann í bakið alls fimm sinnum. Maðurinn hefur verið á ferðalagi í Evrópu ásamt tveimur félögum sínum. - mþl Ráðist á Íslending í Hollandi: Stunginn í Amsterdam HOLLAND, AP Goran Hadzic var framseldur í gær frá Serbíu til Alþjóðlega sakadómstólsins í Haag, þar sem hann er ákærður fyrir stríðsglæpi. Hadzic var handtekinn fyrr í vikunni, síðastur þeirra eftir- lýstu stríðsglæpamanna sem verið hafa í felum árum saman eftir þátttöku sína í styrjöldun- um á Balkanskaga fyrir hálfum öðrum áratug. Hadzic er meðal annars grun- aður um að hafa myrt tvö hundr- uð króatíska stríðsfanga. - gb Framseldur til Haag: Hadzic sendur frá Serbíu í gær GORAN HADZIC Í fylgd lögreglumanna í Haag. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Þremur gestum á veitingastaðnum Mongolian Barbeque í Gautaborg var neitað um eftirrétt og þeim vísað út þar sem þeir borðuðu ekki allt sem þeir höfðu raðað á diskana sína af hlaðborði. Þegar þjónninn, sem hafði boðið gestunum ís, sá að einn gestanna hafði leift matnum til- kynnti hann að eftirréttur væri aðeins innifalinn í verðinu ef menn kláruðu. Veitingastjórinn ræddi síðan við gestina um svöng börn í Afríku og nauðsyn á því að kenna unglingum að fara ekki illa með mat. - ibs Strangur veitingastjóri: Fá ekki ís ef þeir leifa mat SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.