Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2011, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 23.07.2011, Qupperneq 4
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR4 HRYÐJUVERKAÁRÁS Í NOREGI AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 19° 18° 20° 19° 17° 19° 19° 25° 19° 27° 39° 33° 24° 21° 22° 24° Á MORGUN Lægir SV-til síðdegis. MÁNUDAGUR Hæg vestlæg eða breytileg átt. 15 19 18 18 10 15 16 14 13 13 13 11 5 4 4 3 3 2 7 6 13 8 12 13 13 17 18 12 14 13 15 13 MISSKIPT HELGI Fyrsta fl okks veður á Norður- og Austurlandi í dag en annars verður skaplegt veður víðast hvar að minnsta kosti fram á síðdegið. Undir kvöld verður komin fremur stíf suðaust- anátt sunnan og vestan til með rign- ingu seint í kvöld og nótt. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður - us anátt su nan og vestan til með rigningu seint í kvöld og nótt. Lögregla hafði í gærkvöldi staðfest að tíu manns hefðu látist í skotárás í Útey, skammt vestan Óslóar í gær. Vitni segja að á bilinu tuttugu til þrjátíu hafi látist. Lögregla telur að árásin þar og sprengjuárás sem varð skömmu áður í Ósló tengist. Sprengiefni fannst einnig á eyjunni. Nokkru eftir sprenginguna, sem varð að minnsta kosti sjö manns að bana, bárust fréttir af því að maður í lögreglubúningi hefði tekið upp byssu og skotið á fólk á eyjunni Útey. Þar á eyjunni eru sumarbúð- ir æskulýðssamtaka norska Verka- mannaflokksins og voru nærri 700 manns á staðnum, flest ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Maðurinn var handtekinn fáein- um klukkustundum síðar. Lögregla segir að hann hafi verið í peysu merktri lögreglunni. Hann hafi aldrei starfað sem lögreglumaður. Maðurinn sem var handtekinn er 32 ára Norðmaður. Stoltenberg forsætisráðherra, sem jafnframt er leiðtogi Verka- mannaflokksins, átti í dag að halda ræðu á eyjunni og heimsækja síðan tjaldbúðir æskulýðshreyfingar flokksins þar. Gro Harlem Brundt- land, fyrrverandi leiðtogi flokksins, hafði haldið ræðu þar fyrr í gær. Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði Stoltenberg að árás á friðsæl- an stað eins og sumarbúðir ungu jafnaðarmannanna væri heiguls- legt athæfi. Hann sagði að árásirn- ar myndu skapa opnara og lýðræðis- legra samfélag. Ríkisstjórnin geri sér grein fyrir því að ofbeldisverk geti skekið samfélagið í framtíð- inni. „Sprengjuárás mun ekki þagga niður í okkur, skotárás mun ekki þagga niður í okkur,” sagði forsæt- isráðherrann og ítrekaði að engum myndi takast að vega að grunnstoð- um lýðræðisins í Noregi. Hann lof- aði því að þeir sem frömdu árásirn- ar myndu finnast og yrðu dregnir til ábyrgðar. Hann sagðist ekki vilja staðfesta neitt um hópa sem gætu staðið á bak við árásina. Hryðjuverkahópurinn Helpers of the Global Jihad lýsti í gær árásunum á hendur sér, en ekki er talið að það sé rétt. Fréttir í Noregi hermdu í gærkvöldi að litl- ar líkur væru taldar á að árásirnar væru á vegum alþjóðlegra hryðju- verkasamtaka, heldur árás á póli- tíska kerfið í Noregi. - þeb Mannskæðasta árás á Noreg frá stríði Að minnsta kosti sautján manns eru látnir eftir sprengjuárás í Ósló og skotárás í Útey í gær. Skotárásarmaðurinn var handtekinn í gærkvöldi og yfirheyrður. Hann sást einnig í Ósló en lögregla telur hann ábyrgan fyrir báðum árásum. „Það setur að okkur óhug við þessi miklu tíðindi. Þetta er í fyrsta skipti sem svo alvarlegt tilræði á sér stað í Noregi frá seinni heims- styrjöldinni. Efst í huga okkar á þessari stundu er að ganga úr skugga um að engir Íslendingar hafi komið við sögu. Við munum hafa opið fram eftir svo lengi sem við teljum gagn að því,“ sagði Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Ósló, skömmu eftir hryðjuverka- árásina í gær. Sendiráð Íslands er í innan við eins kílómetra fjarlægð frá stjórn- arráðshverfinu þar sem sprengt var. „Við erum svo gott sem við Karl Johan götu og sennilega eitt þeirra sendiráða sem eru allra næst.“ Gríðarlegur hvellur heyrðist í íslenska sendiráðinu, að sögn Gunn- ars. „Samstarfskona mín fann hvin- inn ganga í gegnum húsið. Sjálfur var ég staddur í bílageymslu neðan- jarðar í um þriggja kílómetra fjar- lægð frá vettvangi tilræðisins. Þar sem það hefur rignt mikið hugsaði ég með mér að bætt hefði í rign- inguna og að það væru komnar þrumur.“ Embættisbústaður sendiherr- ans er á Bygdøy, að því er Gunnar greinir frá. „Það er í 2-3 kílómetra fjarlægð, eins og fuglinn flýgur, handan fjarðarins. Húsið okkar, sem er lítillega upphækkað, lék á reiðiskjálfi.“ Gunnar segir að samkvæmt manntali séu um þrjú þúsund Íslendingar búsettir í Ósló og næsta nágrenni. „Þeir gætu verið fleiri þar sem við höfum ekki nýjustu tölur.“ - ibs Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Noregi: Það setur að okkur óhug við tíðindin ÚTEY Margir brugðu á það ráð að synda að landi. Fregnir bárust af því að einhverjir hefðu drukknað en það hafði ekki verið staðfest í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGGÆSLA Lögreglan hefur gert ákveðnar ráðstafanir hér á landi vegna atburðanna í Noregi. Þetta sagði Haraldur Johannessen rík- islögreglustjóri við Fréttablaðið síðdegis í gær. „Ég ræði ekki nánar í hverju þessar ráðstafanir eru fólgnar, en það má segja að okkar viðbún- aður vegna þess sem gerst hefur í Ósló hafi verið aukinn, það segir sig sjálft,“ segir ríkislögreglu- stjóri. „Við erum með ákveðnar áætlanir sem gripið er til þegar atburðir í líkingu við þetta eiga sér stað.“ Haraldur sagði lögregluna á Íslandi fylgjast mjög vel með gangi mála í Noregi og vera í stöðugu sambandi við lögreglu- yfirvöld á Norðurlöndunum. „Benda má á að greiningardeild ríkislögreglustjóra kynnti ríkis- stjórninni nýtt hættumat í júní. Í því höfðu verið teknar saman upplýsingar um vaxandi hryðju- verkaógn á Norðurlöndunum. Ef um hryðjuverk er að ræða í Nor- egi, eins og flest bendir til þessa stundina, þá er þessi ógn orðin að veruleika á Norðurlöndum, eins og spáð var í þessari skýrslu greiningardeildar.“ - jss Í sambandi við lögregluyfirvöld í Noregi: Lögregla eykur viðbúnað HARALDUR JOHANNESSEN Ríkislögreglu- stjóri segir lögregluna hér í stöðugu sambandi við lögregluyfirvöld á Norður- löndunum. GUNNAR PÁLSSON Sendiráð Íslands í Noregi er ekki langt frá stjórnarráðs- hverfinu í Ósló þar sem sprengt var í gær. Sláandi lýsingar vitna í Útey: Eins og úr hryllingsmynd Það fyrsta sem heyrðist frá ung- lingunum á eyjunni voru óljósar twitter-færslur um skothvelli og óskir um hjálp. Eftir því sem leið á daginn skýrðist myndin af því sem gerðist á eyjunni en það er hryllingsmynd líkast. Hávaxinn og þrekinn karlmað- ur, ljós yfirlitum og klæddur eins og lögreglumaður, virðist hafa farið út í eyjuna með báti undir því yfirskini að kanna öryggið í eyjunni í kjölfar sprengingar- innar. Að einhverjum tíma liðn- um kallaði maðurinn á hóp ung- menna og sagði þeim að koma til sín. Þegar hópurinn nálgaðist hóf hann að skjóta. Í kjölfarið greip ringulreið um sig og fólk flúði í allar áttir. Sumir földu sig í trjá- gróðri, aðrir læstu sig inni í skál- um og enn aðrir lögðust til sunds en eyjan er um 650 metrum frá landi. Maðurinn virðist síðan hafa ferðast um eyjuna í leit að skot- mörkum. Myndir af líkum á strönd eyjunnar benda til þess að hann hafi skotið þá sem reyndu að flýja á sundi. Vitni sem læsti sig inni í skála lýsir því hvernig skothvellirnir færðust nær þar til maðurinn var kominn að hurð skálans. Maðurinn reyndi þá að brjótast inn en án árangurs. Skaut hann nokkrum skotum í húsið áður en hann hljóp í burtu. Lög- regla yfirbugaði manninn stuttu síðar. - mþl Skotárás í Útey Skotárás klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Sprenging klukkan 14.30 að íslenskum tíma. 8 km Ósló Kortagrunnur: Graphic News Útey
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.