Fréttablaðið - 23.07.2011, Síða 22

Fréttablaðið - 23.07.2011, Síða 22
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR22 G! -tónlist- arhátíðin var haldin í tíunda skipti í þor pi nu Götu í Fær- eyjum um síðustu helgi. Fleiri en 7.000 miðar seldust á hátíðina í ár, nokkuð gott í 50 þúsund manna landi. Hefði ég vitað að bílstjórinn (sem heitir Eiríkur) sem tók á móti okkur í Færeyjum væri einn merk- asti hugsuður eyjanna hefði ég mögulega reynt að undirbúa mig. Gullmolarnir ultu af vörum hans eins og steinar niður fjallshlíð og hann virtist alltaf hafa svör á reiðum höndum. Skoska hljóm- sveitin Travis kom fram á G!- hátíðinni í ár, en flestir Íslendingar sem hafa kveikt á útvarpi kannast við hana. Lítið hefur þó spurst til strákanna síðustu misseri og í sam- tali við Eirík bílstjóra velti ég fyrir mér hvað hefði klikkað. „Það klikk- aði kannski ekki neitt,“ sagði hann. „En dæmið gekk ekki heldur upp.“ Ég starði á hnakkann á honum (ég sat aftur í) og aðdáunin leyndi sér ekki. Þegar talið barst að hljómsveit- inni Tool og sérvitra forsprakkan- um Maynard James Keenan velti hann upp kenningu um mann- fólkið. „Fólk er eins og laukur — lagskipt.“ Þvílík viska, þvílíkur maður. Dagskráin var hafin þegar ég mætti á hátíðina á föstudeginum. Mugison hafði spilað á tónleikum daginn áður og var gríðarlega vel látið af þeim. Fyrsti listamaðurinn sem ég sá var hins vegar hin græn- lenska Nive Nielsen. Vandræði ein- kenndu tónleikana en síðasta lagið gekk upp og var frábært. Næsta hljómsveit á svið var hin færeyska Gipsy Train. Fjörugt sígauna- rokkið var sæmilega skemmtilegt og minnti á dönsku hljómsveitina Kaizer Orchestra. Einn af með- limum Gipsy Train var í hlutverki bílstjóra daginn eftir og þegar hann skutlaði mér stutta leið sagð- ist hann hlusta mikið á Kaizer Orchestra. „Þeir eru frábærir,“ sagði hann. Þið virðist skemmta ykkur vel á sviðinu. „Já, við gerum það. Við elskum það sem við erum að gera og elsk- um hver annan.“ Sjarmerandi Travis Færeyingar geta verið stoltir af Pétri Pólsyni og hljómsveitinni Budam sem héldu góða tónleika á föstudagskvöld. Skotarnir í Travis voru hins vegar næstir og allir gestir hátíðar- innar voru mættir til að berja þá augum. Fyrir tónleikana minnti mig að hljómsveitin ætti þrjá til fjóra smelli, en mér skjátlaðist. Trav- is á allavega átta ofur- smelli sem allir sungu með í, ekki bara Sing, Why Does it Always Rain on Me og Turn. Það er hálfsorglegt að Travis skuli ekki vera vinsælli í dag. Hljómsveitin er frá- bær á sviði, á nóg af fínum lögum og sjarm- inn lekur hreinlega af söngvaranum Fran Healy. Sænska þungarokk- hljómsveitin Meshugg- ah var næst á stóra sviðið og þá byrjaði að rigna. Og það rigndi og rigndi á meðan þessi ótrú- lega hljómsveit gerði tilraun til að kremja gesti hátíðarinnar með myljandi rokkinu. Veðrið var við- eigandi. Guð fílar ekki þungarokk og lét því rigna duglega á synda- selina. Færeyingar fíla Skálmöld Einhvers staðar heyrði ég að G!- Festival sé eins og þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Sjálfum fannst mér vinaleg stemningin minna meira á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Ég fékk far hjá Eiríki bílstjóra á hátíðarsvæð- ið á laugardeginum. Hann virtist þreyttur. Ertu þunnur? „Nei, maður á ekki að drekka og keyra. Maður gæti helt drykknum niður,“ sagði þessi mikli hugsuður og húmoristi. Hann átti lítið eftir af vaktinni og ég sá hann skömmu síðar skemmta sér vel á tónleikum Skálmaldar. Víkingarokk Skálm- aldar féll vel í kramið hjá þungarokksþyrstum Færeyingum sem virt- ust vera búnir að hlusta mikið á Baldur, fyrstu plötu hljómsveitarinn- ar. Hún er náttúrulega gefin út af færeyska útgáfufyrirtækinu Tutl, sem ku vera rekið af hugsjón, en ekki með arðsemissjónarmið að leiðarljósi. Á eftir Skálmöld steig Orka á stóra sviðið. Tónleikarnir voru skemmtilegir, en Orka leikur ekki á hefðbundin hljóðfæri heldur ýmislegt tilfallandi. Þegar erlend- ir blaðamenn spurðu Jens Guð, sér- fræðing númer eitt um færeyska tónlist, hvaðan hljóðfærin kæmu sagði hann meðlimi Orku hafa alist upp við fátækt og hreinlega neyðst til að grípa það sem hendi var næst. Hann glotti svo og sagðist vona að þessi útskýring birtist í tímaritinu Metal Hammer. Rasískir sveitalubbar G!-hátíðin sér vel um hljómsveit- ir og blaðamenn og bauð upp á mömmumat á meðan hátíðin stóð yfir. Ég snæddi þar kjúkling í hópi sveitalubba frá Nashville. Það var hljómsveitin Tennessee Mafia Jug Band og meðlimirnir virtust vera að sjá hrísgrjón í fyrsta skipti. „Man, I would kill for some potato chips!“ sagði einn á meðan hann smjattaði á kjúklingnum. Hinir tóku undir í fullkominni harmoníu. Tónleikar sveitalubbanna byrj- uðu vel. Þeir komu fram í smekk- buxum, kynntu hver annan og áhorfendur voru vel með á nótun- um. Tónlistin var eins hefðbundið Nashville Blue Grass og það gerist og þeir eru góðir flytjendur. Tvær grímur runnu hins vegar á upplýsta áhorfendur þegar þeir byrjuðu að tala um að „kick the coons out of town“. „Coon“ er eitt versta skamm- yrði um svartan mann sem fyrir- finnst, verra en „nigger“. Þeir sem vissu það yfirgáfu svæðið, þeirra á meðal var svartur blaðamaður Metal Hammer. Slæmt tímaskyn eyjarskeggja Eftir tónleika laugardagsins var frábærri hátíð lokið. Færeyingar eru höfðingjar heim að sækja, þó tímaskyn þeirra sé það eina sem ég geri athugasemd við. Ef eitt- hvað á að gerast núna, gerist það eftir að minnsta kosti klukkutíma. Eða fimm klukkutíma. Bílstjórinn Eiríkur vissi að sjálf- sögðu hvers vegna tímaskyn Fær- eyinga er svo slæmt. Eyjarskeggj- ar þurftu að venjast því að ferðast á milli eyja með ferjum, sem tók sinn tíma. Það var áður en hafist var handa við að tengja eyjarnar saman með brúm og göngum. Í dag er búið að tengja nánast allar eyj- arnar saman og tímaskynið ku vera að batna. En Eiríkur hafði áhyggjur af þeirri þróun. Hann telur rólyndi og þolinmæði Færeyinga vera að hverfa og að bættar samgöngur hafi fært þjóðina nær Evrópu. En óþolinmóði Íslendingurinn fagnar því og hlakkar til að heimsækja þessa litlu furðulegu þjóð aftur. Veðrið var viðeigandi Guð fílar ekki þunga- rokk og lét því rigna duglega á syndaselina. Rokk, rigning og góð stemning G!-tónlistarhátíðin fór fram í þorpinu Götu í Færeyjum í tíunda skipti um síðustu helgi. Blaðamaðurinn og sómapilturinn Atli Fannar Bjarkason mætti eldhress á svæðið og hlustaði á frábæra tónlist, borðaði kvöldmat með sveitalubbum, hitti merkan heimspeking og hneykslaðist á slæmu tímaskyni eyjarskeggja — sem heimspekingurinn gat reyndar útskýrt á sinn einstaka hátt. RASÍSKT FLUGSLYS Tónleikar Tennessee Mafia Jug Band byrjuðu vel, en brotlentu þegar meðlimirnir töluðu niður til svertingja. MYNDIR/INGÓ VÍKINGARNIR KOMU! Skálmöld stóð sig feykivel og Færeyingar kunnu vel að meta víkingamálminn. FJÖLMENNI Á TRAVIS Skotarnir í Travis löðuðu til sín langflesta áhorfendur og stóðu sig vel. GLAÐIR GESTIR Frábær stemning var á G!-hátíðinni og þessar stúlkur skemmtu sér eflaust vel.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.