Fréttablaðið - 23.07.2011, Page 24

Fréttablaðið - 23.07.2011, Page 24
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR VANILLU ÍSPINNAR MEÐ SÚKKULAÐI 120 ML 298 KR. 3 STK. VANILLU ÍSPINNAR MEÐ SÚKKULAÐI 60 ML 398 KR. 12 STK. VANILLU ÍSTOPPAR MEÐ SÚKKULAÐI 120 ML 498 KR. 8 STK. SPARAÐU MEÐ EURO SHOPPER SPARAÐU Í BÓNUS 1. Töfrandi tónlistarbúð Við Hafnarbraut 22 í Neskaup- stað er að finna eina skemmti- legustu plötubúð landsins, Tónspil, í eigu Pjeturs Hall- grímssonar. Upphaflega ætlaði Pjetur að opna billjardstofu en plötubúðin varð ofan á og hefur frá árinu 1987 laðað til sín fjölda gesta enda ótrúlegt úrval geisla- diska, tónlistar- og dvd-diska og hljóðfæra. 2. Til Vöðlavíkur Á Eskifirði má leigja bát á Mjó- eyri, stutt er í hina friðlýstu Helgustaðanámu sem er á leið- inni til Vöðlavíkur sem þykir einkar fögur en í víkinni var áður blómleg byggð. Steinasafn Sörens og Sigurborgar á Eskifirði hefur að geyma yfir 1.000 skorna og slípaða steina sem hjónin hafa safn- að síðastliðin þrjátíu og fimm ár. 3. Hólmatindur Á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar stendur hinn tignar- legi Hólmatindur. Róleg uppganga getur tekið um fimm klukkutíma en fjall- ið er 985 metra hátt. Hægt er að velja um styttri og lengri leið upp á tindinn, en sú lengri er auðveldari og ekki jafn stórgrýtt. 4. Íslenska stríðsárasafnið Stríðsárin eru eitthvert lit- ríkasta tímabilið í íslenskri menningarsögu á síðari öldum. Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði var reist árið 1995 en þar er hægt að rifja upp lífið á stríðsárunum og áhrif herset- unnar á íslensku þjóðina. 5. Völvuleiði Efst í Hólmahálsinum er leiði völvunnar sem verndað hefur Reyðarfjörð og Eskifjörð fyrir árásum um aldir. Sagnir segja að ekkert illt muni henda firðina sé steini bætt við leiðið. Þegar Tyrkir sigldu að Austfjarða- ströndum gerði völvan sér lítið fyrir og huldi firðina slíkri þoku að ræningjarnir sneru við. 6. Köfun og kajakferðir Flak olíuflutningaskipsins El Grillo liggur á 30 til 40 metra dýpi á botni Seyðisfjarðar. Skipið var sprengt niður í seinni heim- styrjöldinni af þýskri orustu- flugvél. Spennandi þykir að kafa niður að skipinu og má bóka slíka ferð í gegnum vefsíðuna www.dive.is. Nóg er af tækifærum til úti- vistar á Seyðisfirði og hópum býðst að leigja kajak eða fjalla- hjól fyrir einungis 1.500 krónur á klukkustund. 7. Franskir dagar Franskir dagar eru nú haldnir í fimmtánda sinn á Fáskrúðsfirði. Þá er haldið á lofti minningunni um veru Frakka á Fáskrúðsfirði frá síðari hluta 19. aldar fram á fjórða áratug 20. aldar. Hátíðin nær hámarki í dag með skrúð- göngu, Íslandsmeistaramóti í pètanque, tónleikum og harmón- íkudansleik. Bylgjulestin er á staðnum og með í för eru Björg- vin Franz, Bergþór Pálsson, Bragi Bergþórsson og hljóm- sveitin Von með Matta Papa. Nánari upplýsingar eru á www. franskirdagar.is. 8. Sund, vatn og vellíðan Hornafjörður er í útjaðri Austur- lands og í leiðinni þegar ekið er að sunnan inn í eða út úr fjórð- ungnum. Þar er kjörið að hressa sig við í nýlegri sundlaug bæjar- ins. Þrjár misháar rennibrautir gleðja gesti og heitir pottar til að dorma í auka á þægindin. 9. Heillandi foss Hengifoss í Fljótsdal er meðal hæstu fossa landsins og umhverfis hann eru jarðlög- in eins og brún randalína með sultu. Fossinn er skammt frá veginum sem liggur inn að hinu skoðunarverða Skriðuklaustri, fyrrum herragarði Gunnars Gunnarssonar skálds, og leiðinni upp að Kárahnjúkavirkjun. 10. Nestisstopp Skógræktin við Djúpavog er upplagður áningarstaður til að taka upp nestið. Leikskólabörn- in á Djúpavogi skreyta skóginn árlega og þar er líka skemmti- legur gatklettur til að skoða. Glampandi firðir og glæsileg fjöll Á Austurlandi eru firðir og fjöll, heiðar og dalir, skógar og skriður, alda- gamlir kaupstaðir og ósnert náttúra, iðandi mannlíf og eyðibyggðir. 4 3 2 1 8 7 6 5 10 9 Bylgjulestin Fagnar 25 ára afmæli Bylgjunnar með ferð um Ísland í sumar. Lestin verður á Fáskrúðsfirði um helgina. Ævintýraeyjan með Hemma Gunn og Svansý verður send út þaðan.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.