Fréttablaðið - 23.07.2011, Side 32

Fréttablaðið - 23.07.2011, Side 32
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR2 DEILDARSTJÓRI GATNADEILDAR Starfssvið: • Er yfirmaður gatnadeildar. • Stýra viðhaldi og umhirðu gatna og borgarlandsins og halda samgönguæðum borgarinnar í viðunandi ástandi bæði að vetri og sumri. • Er tæknilegur ráðgefandi og leiðbeinandi annarra tæknimanna deildarinnar varðandi úrlausnir í viðhaldi og umhirðu. • Sinnir daglega tæknilegri stýringu á hreinsun gatna, vetrarþjónustu og gatnamerkingum. • Yfirumsjón með viðhaldi og umhirðu malbikaðra gatna, gönguleiða, opinna svæða, umferðarljósa, umferðarmerkinga, gatnalýsingar o.fl. • Yfirumsjón grassláttar, vetrarþjónustu, hreinsunar borgarlandsins og yfirborðsmerkinga gatna. • Samskipti við íbúa og önnur svið borgarinnar, svara fyrirspurnum og erindum, bæði bréflega og í síma. Menntunar- og hæfniskröfur: • Viðeigandi háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. byggingatækni- eða byggingaverkfræðimenntun. • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur. • Reynsla af sambærilegu starfssviði. • Reynsla af mannaforráðum. • Reynsla af starfs- og fjárhagsáætlanagerð. • Færni í mannlegum samskiptum, skipulagsfærni og hæfileikar til að vinna sjálfstætt. • Tölvufærni í Word og Excel og kunnátta til að nýta upplýsingakerfi sem stjórntæki. • Kostur að hafa þekkingu á starfsemi Reykjavíkurborgar og stofnana hennar. Laust er til umsóknar starf deildarstjóra gatnadeildar hjá Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Starfið heyrir undir skrifstofustjóra gatna- og eignaumsýslu. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Framkvæmda og eignasvið Um er að ræða 100% starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Haraldsson deildarstjóri í síma 411-1111. Umsóknarfrestur er til 14. ágúst nk. Sótt er um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is undir „ Atvinna” og ”Deildarstjóri gatnadeildar óskast til starfa hjá Framkvæmda- og eignasviði”. Á starfssviði Framkvæmda- og eignasviðs eru verklegar framkvæmdir Reykjavíkurborgar og samskipti vegna þeirra. Sviðið ber m.a. ábyrgð á byggingu, rekstri og viðhaldi mannvirkja í eigu borgarinnar, ráðstöfun byggingarréttar, ýmsa samningagerð um framkvæmdir, mannvirki og lóðir. Undir sviðið heyrir eignasjóður, en í honum eru allar eignir borgarinnar, fasteignir, lönd og búnaður. Skrifstofa gatna- og eignaumsýslu sér um viðhald gatna og umhirðu, gangstíga opinna svæða og fasteigna og skiptist m.a. í gatnadeild og byggingadeild. Skrifstofan er til húsa í Borgartúni 12-14 og hverfastöðvar eru við Njarðargötu, Jafnasel, á Miklatúni, Stórhöfða og Kjalarnesi. Gerpla óskar eftir því að fá til liðs við sig hressa og metnaðarfulla einstaklinga til starfa. Íþróttastjóra Undir Íþróttastjóra heyrir umsjón með almennri íþróttaiðkun í grunndeild félagsins en um 1.000 iðkendur tilheyra þessum hluta félagsins. Um er að ræða almenna yfirsýn yfir starfssemi hópa og félagslega yfirsýn. Íþróttastjóri mun eiga náið samstarf með þjálfurum um útfærslu á fyrirkomulagi kennslu og þátttöku í viðburðum á starfstímabili félagsins. Viðkomandi þarf að búa yfir miklum skipulagshæfileikum og reynslu á sviði almennrar íþróttaþjálfunar. Leitað er eftir einstakling með menntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 50 til 75% starf. Íþróttafræðing Leitað er eftir íþróttafræðing til starfa í grunndeild í almennum fimleikum. Starfið felst í þjálfun barna á aldrinum 5 – 8 ára, nánar tiltekið grunnþjálfun. Um er að ræða 50 til 100% starf. Fimleikaþjálfara Leitað er eftir þjálfara í grunndeild félagsins. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af þjálfun og bakgrunn í fimleikum. Einnig er nauðsynlegt að viðkomandi hafi sótt þjálfaranámskeið FSÍ. Um er að ræða 50 til 100% starf. Afgreiðslustjóri Undir afgreiðslustjóra heyrir umsjón með afgreiðslu, samskipti við viðskiptavini, þjálfara og iðkendur, gæsla með klefum og almenn þrif. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið við stúdent- spróf, hafi góða íslensku og tölvukunáttu og ríka þjónustulund. Um 100% starf er að ræða. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á www.gerpla.is Umsóknir með ferilskrá berist til okkar á netfangið gerpla@gerpla.is Íþróttafélagið Gerpla er til starfa í glæsilegu húsnæði við Versalir 3 í Kópavogi. Fimleikar er okkar aðal íþrótt og virkir iðkendur eru um 1500 talsins. Starfsmenn félagsins telja um 80 manns þar að meðal 5 á skrifstofu og 4 í afgreiðslu. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Vörumerkjastjóri Upplýsingar veita: Brynhildur Halldórsdóttir brynhildur@hagvangur.is Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Nói Síríus óskar eftir að ráða vörumerkjastjóra til starfa. Starfssvið: • Áætlanagerð og skipulagsvinna • Stjórnun viðskiptatengsla • Ábyrgð á markaðsmálum tiltekinna vörumerkja • Ábyrgð á útflutningi tiltekinna vörumerkja • Önnur tilfallandi verkefni Nói Síríus er meðalstórt fyrirtæki í matvælaiðnaði með um 120 stöðugildi. Þungamiðjan í rekstrinum er eigin framleiðsla fyrir heimamarkað og útflutning en innflutningur er þó umtalsverður. Lögð er áhersla á sjálfstæða ákvarðanatöku starfsmanna og frumkvæði við úrvinnslu verkefna. Fyrirtækið nýtir sér straumlínustjórnun í daglegri starfsemi (Lean) með það að markmiði að minnka sóun og bæta flæði vörunnar allt frá hráefni til fullunninnar vöru í höndum neytenda. Framtíðarsýn fyrirtækisins er að vera áfram í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði með því að bjóða eftirsóknarverða gæðavöru og þjónustu sem stenst ítrustu kröfur viðskiptavina á alþjóðlegan mælikvarða. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun í markaðsfræðum eða sambærilegu • A.m.k. 2ja ára reynsla af markaðs- og/eða sölumálum er skilyrði • A.m.k. 2ja ára reynsla af smásölumarkaði er skilyrði • Frumkvæði • Hæfni í samningatækni • Góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð • Tölugleggni • Góð tölvukunnátta • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta • Árangurssækni og mikill drifkraftur Löglærður fulltrúi Löglærður fulltrúi óskast til starfa á lögmanns- stofu í miðbæ Reykjavíkur. Viðkomandi verður að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir sendi upplýsingar og ferilskrá á starfsumsoknir@gmail.com sími: 511 1144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.