Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2011, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 23.07.2011, Qupperneq 54
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR30 krakkar@frettabladid.is 30 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Hvað ertu gömul? „Tíu ára.“ Hvenær byrjaðirðu að æfa fót- bolta? „Ég var svona fjögurra að verða fimm.“ Í hvaða liði ertu? „FH.“ Í hvaða stöðu spilarðu? „Ég er miðjumaður.“ Voruð þið ekki að vinna eitt- hvað mót núna nýlega? „Jú, við unnum Símamótið. Við kepptum við Breiðablik í úrslitaleikn- um.“ Var það erfiður leikur? „Já.“ Ég frétti að þú hefðir skorað mark? „Já, skallamark. Mér finnst alltaf gaman að vinna Blikana af því að pabbi minn er Bliki.“ Var pabbi þinn þá ekki svekkt- ur að Blikarnir skyldu hafa tapað? „Nei, hann heldur nátt- úrulega með dóttur sinni.“ Hvað finnst þér um einspilara? „Stundum ef hann skorar þá er það í lagi, en ef hann klúðrar og kemst ekki í gegn, þá er það ekki í lagi.“ Ætlarðu að spila fótbolta allt þitt líf? „Já.“ Ætlarðu að verða atvinnumað- ur? „Já, eins og Gylfi Þór Sig- urðsson. Hann er frændi minn og hetja.“ Þurfti Gylfi ekkert að fara í skóla? „Hann kláraði grunn- skóla og fór svo til útlanda að spila.“ Þig langar ekkert í háskóla til að verða lögfræðingur eða eitt- hvað svoleiðis? „Jú, jú, ég væri kannski til í að fara í íþrótta- skóla eða læra að verða þjálfari.“ Ertu fyrirliði? „Nei, það eru engir fyrirliðar í 6. flokki. En það eru fyrirliðar í 5. flokki og ég spila stundum með honum. Eru þjálfararnir strangir? „Nei, bara mjög fínir. Ég er með kven- kyns þjálfara í sjötta og karl- kyns í fimmta.“ Eru stundum slagsmál inni á vellinum? „Kannski ef maður er tæklaður. Þá verður maður reiður. En við verðum ekki óvin- konur. Maður reynir þá bara að rífa sig upp og reyna að skora.“ Hvað finnst þér um fullorðið fólk sem öskrar á hliðarlínunni? „Jú. Pabbi minn er þannig. Hann öskrar stundum. Einu sinni var ég tækluð og lá úti á miðjum velli og pabbi fór að öskra á mig. Ég stóð upp og sendi langa sendingu inn á teig hins liðsins á stelpu með mér í liði og hún skoraði.“ Hann hvatti þig til að halda áfram og það kom mark út úr því? „Já. Ég varð svo reið!“ ALLIR FORELDRAR ÖSKRA Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur æft fótbolta frá blautu barnsbeini og stefnir á atvinnumennsku í framtíðinni. Hún kann margar skondnar sögur úr fótboltaheiminum. Ég ætla að verða atvinnu- maður eins og Gylfi Þór Sigurðsson. Hann er frændi minn og hetja. Karólína Lea úti á velli þar sem hún kann best við sig. Maður einn lá veikur heima. Konunni hans leist ekki á blik- una og hringdi á lækni. Þegar læknirinn kom á staðinn sagði hún við manninn sinn: „Lækn- irinn er kominn.“ Þá svaraði maðurinn: „Ég vil ekki hitta hann. Segðu honum að ég sé veikur!“ Maður spyr afgreiðslumann í skóbúð: „Seljið þið nokkuð krókódílaskó?“ Afgreiðslumaðurinn: „Já, heil- an helling. Númer hvað notar krókódíllinn þinn?“ Örvæntingarfull kona leitar til dýralæknis: „Læknir, hvað á ég að gera. Hundurinn minn eltir alltaf fólk á hjóli.“ Dýralæknirinn: „Nú, taktu bara hjólið af honum!“ Af hverju hætti tannlæknirinn störfum? Hann reif kjaft. 1. Teiknimyndin Cars 2 er nú sýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi. Hvað hét fyrri myndin? 2. Hvað heitir aðalpersóna Cars myndanna? 3. Hvers konar bíll er hann? 4. Hver er besti vinur hans? 5. Í fyrri myndinni rifjar vinur- inn upp ýmis hlutverk sem hann hefur gegnt. Nefndu að minnsta kosti eitt? 6. Hvaða bílategundum bregður fyrir í fyrri myndinni? Nefndu að minnsta kosti eina? 7. Á hvaða vegi hafnar aðalsögu- hetjan í fyrstu myndinni? 8. Hvert liggur leið þeirra félaga í nýju myndinni? 9. Hver er tilgangurinn með för- inni? 10. Ný Toy Story stuttmynd er sýnd á undan Cars 2. Hvaða heita aðalpersónur Toy Story myndanna? ELDFLUGAN.IS er skemmtileg heimasíða þar sem börn geta fræðst um umferð og umferðarreglur. Þar er meðal annars hægt að lesa sögur um ævintýri Ella eldflugu, taka þátt í spurningaleikjum og margt fleira. 1. Cars. 2. Leiftur McQueen eða Lightning McQueen. 3. Kappakstursbíll. 4. Flutningabíllinn Makki eða Mate. 5. Makki hefur að eigin sögn unnið sem áhættubíll, slökkvibíll, „glímubíll“ og keppt í kappakstri í Japan. 6. Mack-, Peterbuilt-, Fiat-, Hud- son-, Chevrolet-, Pontiac-, Dodge- og Porsche-bílar. 7. Þjóðvegi 66, sem var á sínum tíma aðalumferðaræðin þvert yfir Bandaríkin. 8. Til Japan og Evrópu (það er Ítalíu og Englands). 9. Þátttaka í heimsmeistara- keppninni í kappakstri? 10. Viddi og Bósi ljósár. Svör: Á Vísi er hægt að horfa á myndskreyttan upp- lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl- enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.