Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2011, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 23.07.2011, Qupperneq 56
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR32 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Í einni af skáldsögum Terrys Pratchett segir frá norn sem fer í húsvitjun til blikksmiðsins í þorpinu til að komast að því af hverju börnin hans veikjast. Með í för er ung stúlka, lærlingur hennar í nornalist. Eftir að hafa skoðað börnin og kynnt sér staðhætti segir nornin blikk- smiðnum að börnin séu veik af því að púkar hafi lagt bölvun á brunninn hans, hann verði að grafa nýjan uppi í brekk- unni hinum megin við bæjarhúsið. Á heim- leiðinn spyr stúlkan þá gömlu af hverju hún hafi ekki sagt blikksmiðnum sann- leikann, að gamli brunnurinn sé meng- aður af hættulegum örverum. Nornin svarar: „Blikksmiðurinn trúir ekki á hættulegar örverur, en hann trúir á púka og bölvanir. Ég kom ekki til að mennta hann í örverufræði heldur til að bjarga börnunum hans.“ Á MEÐAN það veldur ekki skaða finnst mér sjálfsagt að bera virðingu fyrir því sem fólk trúir, jafn- vel þótt það hljómi eins og tóm hindur- vitni í mínum eyrum. Við virðumst flest hafa þörf fyrir að trúa ein- hverju sem ekki verður sannað með rökum eða rannsóknum. Og sá sem trúir á eitthvað jafnóendanlega ósannanlegt fyrirbæri og Guð, ekki síst ef því fylgir trú á upprisu mannsins og eilíft líf – ég tala nú ekki um ef trúin felur það líka í sér að þessi Guð hafi sent einkason sinn til okkar til að frelsa okkur frá dauða til trúar, vonar og kærleika – ætti að fara varlega í að gera lítið úr öðrum fyrir að trúa einhverju sem ekki verður sannað með aðferðum raunvísindanna. ÉG TRÚI ekki á álfa. Þjóðsögur okkar eru hins vegar morandi í frásögnum af álfum og huldufólki. Þessar sögur segja okkur heilmikið um menningarlegan uppruna okkar og bakgrunn. Þær túlka afstöðu kynslóðanna til umhverfisins og náttúr- unnar. Þær eru sprottnar úr eldfornri vættatrú, þeirri tilfinningu að landið sé lifandi, að hver hóll og steinn geymi líf, og því beri okkur að koma fram við umhverfi okkar af tilhlýðilegri virðingu, en ekki yfirgangi og hroka því annars fari illa. Þetta finnst mér hreint ekki heimskuleg afstaða. Ég held meira að segja að hægt sé að sýna fram á skynsemina í henni með vísindalegum hætti. Og ef það þarf álfatrú til að fá okkur til að sýna sköpun- arverkinu þá lotningu sem það ekki bara verðskuldar, heldur beinlínis krefst af okkur til að það geti haldið áfram að við- halda okkur, þá finnst mér sjálfsagt að sýna henni virðingu. Varðandi álfa ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. brennt vín, 6. drykkur, 8. jarð- sprunga, 9. pili, 11. járnstein, 12. þrælkun, 14. stærðfræðitákn, 16. samtök, 17. rölt, 18. þangað til, 20. nesoddi, 21. umrót. LÓÐRÉTT 1. dreifa, 3. líka, 4. planta, 5. tal, 7. umkomulaus, 10. mánuður, 13. líða vel, 15. himna, 16. eyrir, 19. vöru- merki. LAUSN LÁRÉTT: 2. romm, 6. te, 8. gjá, 9. rim, 11. al, 12. ánauð, 14. mínus, 16. aa, 17. ark, 18. uns, 20. tá, 21. rask. LÓÐRÉTT: 1. strá, 3. og, 4. mjaðurt, 5. mál, 7. einmana, 10. maí, 13. una, 15. skán, 16. aur, 19. ss. Bankaþjónusta ömmu Frá 1917 Ú la la! Látum okkur nú sjá... Beint á kjamm- ann! Fjandinn! Hvað ertu að lesa, vinur? Verkefni. Glæstar vonir eftir ein- hvern aula. Ertu að segja að Charles Dickens hafi verið auli? Ég er að segja að ef þú getur ekki sagt það sem þú vilt segja á 100 síðum geturðu alveg eins sleppt því. Ástin mín, hvað er þetta... Ef ég legg saman allt sem við erum búin að eyða í afmæli, leikföng, skóladót og nammi er upp- hæðin... Ég þoli ekki þegar þau hætta að tala og stara svona á okkur. Allt sem þú þarft *Meðan birgðir endast Það fá allir afmælisblöðru* á sölustöðum Fréttablaðsins um land allt. N1 verslun, Akranesi Bónus, Akranesi Olís, Akranesi Krónan, Akranesi Samkaup Strax, Akranesi Bónus, Borgarnesi Olís, Borgarnesi Samkaup Úrval, Borgarnesi Samkaup Hyrnan, Borgarnesi Verslunin Baulan, Borgarnesi Háskólinn Bifröst, Borgarfirði Samkaup Strax, Bifröst, Borgarnesi Þjónustumiðstöð Vegamót Hönnubúð, Reykholti, Þú færð Fréttablaðið á 29 stöðum á Vesturlandi. Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar. Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt. Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent með tölvupósti daglega. Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing. Jákvæðar fréttir fyrir sumarið Borgarfirði Bónus, Stykkishólmi Olís, Stykkishólmi Hrannarbúðin, Grundarfirði Samkaup Úrval, Grundarfirði N1, Ólafsvík Olís, Ólafsvík N1, Hraðbúðin Hellissandi Samkaup Strax, Búðardal N1, þjónustustöð, Ísafirði Hamraborg, Ísafirði Bónus, Ísafirði Samkaup Úrval, Ísafirði Olís, Bolungarvík Samkaup Úrval, Bolungarvík N1, Hamona, Þingeyri Fjöldi lausasölustaða á Vesturlandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.